Var á þriggja metra dýpi þegar hann heyrði drunurnar í bátunum og þyrlunni Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2021 13:58 Mikael Dubik kafar reglulega í Kleifarvatni. Vísir/Vilhelm Mikael Dubik var á um þriggja metra dýpi í Kleifarvatni í dag þegar hann heyrði einhverjar drunur og velti vöngum yfir því hvort einhver væri kominn með bát á vatnið. Hann hafði oft áður kafað í Kleifarvatni og var yfirleitt einn á ferð. Þá skapaði bátur tiltekna hættu fyrir hann. Þegar hann kom upp á yfirborðið, eftir um klukkustundar köfun, sá hann þyrlu Landhelgisgæslunnar, báta, slökkvilið og mikinn viðbúnað. Upp úr klukkan tólf í dag barst nefnilega tilkynning um að manneskja hefði farið út í vatnið og voru björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn kallaðir til, auk kafara og áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikael varð var við drunur frá bátunum og þyrlunni.Landsbjörg Í ljós hefur þó komið að tilkynningin var vegna Mikaels, sem var að kafa í Kleifarvatni, eins og hann hefur oft gert áður. „Ég hugsaði strax hvort ég ætti að fara aftur ofaní,“ segir Mikael í samtali við Vísi. „Nei. Það er gott að vita til þess að einhver hugsar svona fallega um mann en ég geri þetta nokkuð oft og var bara að æfa mig.“ Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Kleifarvatn Mikael segist hafa verið um klukkustund á kafi og hann hafi ekki farið djúpt og geri það sérstaklega ekki þegar hann sé einn. „Ég var bara að gera æfingar, leika mér og slaka á í kafi.“ Það er í takt við tilkynningu frá lögreglu sem segir að tilkynningin hafi borist 12:10. Hún hafi verið frá vegfarenda sem sá mann ganga út í vatni. Maðurinn hafi svo komið sjálfur upp úr vatninu austan megin um 50 mínútum síðar. Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn.Landsbjörg „Sem fyrr segir var mikill viðbúnaður vegna málsins, en að aðgerðunum komu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og Landhelgisgæslan,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í fyrstu hélt Mikael að kærasta sín hefði hringt eftir aðstoð en hann lætur hana vita áður en hann fer ofan í og hvenær búast megi við að komi uppúr. Honum þótti það þó skrítið þar sem hann hefði ekki farið fram úr ætlun. Einhver annar hafði þá hringt inn tilkynninguna eftir að hann fór á kaf. Mikael segir leiðinlegt að hann hafi í raun valdið þessum miklu viðbrögðum en það sé þó gott að vita til þess að viðbrögðin yrðu góð ef eitthvað kæmi upp á. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Grindavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þegar hann kom upp á yfirborðið, eftir um klukkustundar köfun, sá hann þyrlu Landhelgisgæslunnar, báta, slökkvilið og mikinn viðbúnað. Upp úr klukkan tólf í dag barst nefnilega tilkynning um að manneskja hefði farið út í vatnið og voru björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn kallaðir til, auk kafara og áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikael varð var við drunur frá bátunum og þyrlunni.Landsbjörg Í ljós hefur þó komið að tilkynningin var vegna Mikaels, sem var að kafa í Kleifarvatni, eins og hann hefur oft gert áður. „Ég hugsaði strax hvort ég ætti að fara aftur ofaní,“ segir Mikael í samtali við Vísi. „Nei. Það er gott að vita til þess að einhver hugsar svona fallega um mann en ég geri þetta nokkuð oft og var bara að æfa mig.“ Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Kleifarvatn Mikael segist hafa verið um klukkustund á kafi og hann hafi ekki farið djúpt og geri það sérstaklega ekki þegar hann sé einn. „Ég var bara að gera æfingar, leika mér og slaka á í kafi.“ Það er í takt við tilkynningu frá lögreglu sem segir að tilkynningin hafi borist 12:10. Hún hafi verið frá vegfarenda sem sá mann ganga út í vatni. Maðurinn hafi svo komið sjálfur upp úr vatninu austan megin um 50 mínútum síðar. Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn.Landsbjörg „Sem fyrr segir var mikill viðbúnaður vegna málsins, en að aðgerðunum komu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og Landhelgisgæslan,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í fyrstu hélt Mikael að kærasta sín hefði hringt eftir aðstoð en hann lætur hana vita áður en hann fer ofan í og hvenær búast megi við að komi uppúr. Honum þótti það þó skrítið þar sem hann hefði ekki farið fram úr ætlun. Einhver annar hafði þá hringt inn tilkynninguna eftir að hann fór á kaf. Mikael segir leiðinlegt að hann hafi í raun valdið þessum miklu viðbrögðum en það sé þó gott að vita til þess að viðbrögðin yrðu góð ef eitthvað kæmi upp á.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Grindavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira