Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2021 15:21 Samherji kærði nokkra starfsmenn Seðlabankans, þáverandi og fyrrverandi, til lögreglu árið 2019. Vísir/Egill Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Kæran var send lögreglu í lok apríl 2019. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfan til að taka afstöðu til kærunnar og fól ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vestfjörðum málið með bréfi í júlí 2019. „Það er ekki búið að yfirheyra nokkurn mann og það er ekki búið að gefa nokkrum manni stöðu sakbornings. Við erum að yfirfara og skoða kæruna og erum að afla gagna frá bankanum vegna kærunnar með það fyrir augum hvort það sé rétt að hefja eiginlega lögreglurannsókn og veita þá mönnum einhverja stöðu. Þannig að þetta er enn þá í skoðun, við erum að vinna í málinu,“ segir Karl Ingi í samtali við Vísi og bætir við að það sé því ekki hægt að segja að eiginleg sakamálarannsókn sé hafin. „Það er enn verið að kanna grundvöll þessarar kæru Samherja og Þorsteins Más.“ Í september 2019 beindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi meinta upplýsingagjöf starfsmanna bankans til starfsmanna Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012. Það erindi var einnig sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til embættisins á Vestfjörðum og segir Karl Ingi það nú hluta af gögnum málsins er varðar kæru Samherja. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sendi í desember bréf til ríkissaksóknara þar sem hann gerði athugasemdir við drátt málsins hjá lögreglu og svo virtist sem lögreglan hefði ekkert aðhafst í því. Vísaði hann í svar við erindi sem hann sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum í september í fyrra vegna málsins en í því sagði orðrétt, samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum: „Því miður hefur lítið gerst í málinu, en stefnum á að hefja vinnu við málið.“ Aðspurður kveðst Karl hafa heyrt af þessari gagnrýni og tekur undir að þetta hafi tekið of langan tíma. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft áhrif á vinnslu málsins þar sem menn hafi verið uppteknir við að sinna öðru. Það hafi ekki áhrif að lögregluembættið á Vestfjörðum sé ekki jafn fjölmennt og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi aðgang að mannskap hjá LRH vegna málsins. „Þannig að þegar ég fæ málið frá ríkissaksóknara þá lá það fyrir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er tilbúinn til að veita mér liðsstyrk við rannsóknina,“ segir Karl Ingi. Spurður út í hvenær niðurstaða liggi fyrir varðandi það hvort rétt sé að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar segir Karl Ingi erfitt að lofa einhverju í þeim efnum en segir þó að hlutirnir ættu að skýrast á næstu vikum. Samherji og Seðlabankinn Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kæran var send lögreglu í lok apríl 2019. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfan til að taka afstöðu til kærunnar og fól ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vestfjörðum málið með bréfi í júlí 2019. „Það er ekki búið að yfirheyra nokkurn mann og það er ekki búið að gefa nokkrum manni stöðu sakbornings. Við erum að yfirfara og skoða kæruna og erum að afla gagna frá bankanum vegna kærunnar með það fyrir augum hvort það sé rétt að hefja eiginlega lögreglurannsókn og veita þá mönnum einhverja stöðu. Þannig að þetta er enn þá í skoðun, við erum að vinna í málinu,“ segir Karl Ingi í samtali við Vísi og bætir við að það sé því ekki hægt að segja að eiginleg sakamálarannsókn sé hafin. „Það er enn verið að kanna grundvöll þessarar kæru Samherja og Þorsteins Más.“ Í september 2019 beindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi meinta upplýsingagjöf starfsmanna bankans til starfsmanna Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012. Það erindi var einnig sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til embættisins á Vestfjörðum og segir Karl Ingi það nú hluta af gögnum málsins er varðar kæru Samherja. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sendi í desember bréf til ríkissaksóknara þar sem hann gerði athugasemdir við drátt málsins hjá lögreglu og svo virtist sem lögreglan hefði ekkert aðhafst í því. Vísaði hann í svar við erindi sem hann sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum í september í fyrra vegna málsins en í því sagði orðrétt, samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum: „Því miður hefur lítið gerst í málinu, en stefnum á að hefja vinnu við málið.“ Aðspurður kveðst Karl hafa heyrt af þessari gagnrýni og tekur undir að þetta hafi tekið of langan tíma. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft áhrif á vinnslu málsins þar sem menn hafi verið uppteknir við að sinna öðru. Það hafi ekki áhrif að lögregluembættið á Vestfjörðum sé ekki jafn fjölmennt og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi aðgang að mannskap hjá LRH vegna málsins. „Þannig að þegar ég fæ málið frá ríkissaksóknara þá lá það fyrir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er tilbúinn til að veita mér liðsstyrk við rannsóknina,“ segir Karl Ingi. Spurður út í hvenær niðurstaða liggi fyrir varðandi það hvort rétt sé að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar segir Karl Ingi erfitt að lofa einhverju í þeim efnum en segir þó að hlutirnir ættu að skýrast á næstu vikum.
Samherji og Seðlabankinn Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira