Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. janúar 2021 20:00 Taívanskur hermaður mundar riffilinn í heræfingu á eyjunni norðanverðri fyrr í mánuðinum. AP/Chiang Ying-ying Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins lét þessi orð falla í gær en stjórnvöld í bæði Taívan og Kína gera tilkall til alls svæðisins. Orðsendingin er nokkuð alvarleg enda hefur Kommúnistaflokkurinn ekki talað mikið opinskátt um stríð við Taívan. Rót deilunnar liggur í borgarastríðinu sem lauk 1949 þegar Kommúnistaflokkurinn tók yfir og stofnaði Alþýðulýðveldið Kína. Rak Kuomintang-flokkinn á brott, sem flúði til Taívans og stýrir eyjunni enn. Alþýðulýðveldi Kommúnistaflokksins fékk loks sæti hjá Sameinuðu þjóðunum á áttunda áratugnum og Lýðveldið Kína, stjórnin í Taívan, missti sitt. Nú viðurkenna ekki nema fimmtán ríki sjálfstæði Taívans. Þrýstingur Kommúnistaflokksins í garð Taívans hefur aukist töluvert síðustu misseri. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga, til dæmis núna í haust þegar kínverski herinn æfði sérstaklega innrás á eyju. Helgi segir að Kínverjar séu jafnvel að reyna að sjá hvernig Bandaríkjamenn svara aðgerðum og ummælum.Vísir/Einar „Núna er margt í gangi. Pólitískt landslag er að breytast. Í fyrsta lagi hefur forseti Taívans, Tsai Ing-Wen, sýnt meiri sjálfstæðisbrag en forverar hennar. Svo hefur margt verið í gangi þar sem kínverska ríkisstjórnin hefur farið í vörn. Ekki bara út af Covid heldur líka Hong Kong og öðrum málefnum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur um þróunina. Helgi segir að innkoma Joes Biden, nýs Bandaríkjaforseta, hafi líka sitt að segja. „Ég held að það sem Kína sé að reyna að gera núna sé að þreifa aðeins á landslaginu og athuga hvað þau geta komist upp með. Líka til að sjá hver viðbrögð Bandaríkjanna gætu orðið,“ segir Helgi og bætir við: „Biden, degi áður en kínverjar sendu herþotur yfir og voru með þessar yfirlýsingar, hafði sjálfur sagt að hans stórn muni standa vörð um Taívan. Þetta er í rauninni bara einn nýr þáttur af gamalli seríu sem hefur verið í sjónvarpinu frá því þessar tvær leiðir skildust að frá Taívan og Peking.“ Kína Taívan Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Talsmaður varnarmálaráðuneytisins lét þessi orð falla í gær en stjórnvöld í bæði Taívan og Kína gera tilkall til alls svæðisins. Orðsendingin er nokkuð alvarleg enda hefur Kommúnistaflokkurinn ekki talað mikið opinskátt um stríð við Taívan. Rót deilunnar liggur í borgarastríðinu sem lauk 1949 þegar Kommúnistaflokkurinn tók yfir og stofnaði Alþýðulýðveldið Kína. Rak Kuomintang-flokkinn á brott, sem flúði til Taívans og stýrir eyjunni enn. Alþýðulýðveldi Kommúnistaflokksins fékk loks sæti hjá Sameinuðu þjóðunum á áttunda áratugnum og Lýðveldið Kína, stjórnin í Taívan, missti sitt. Nú viðurkenna ekki nema fimmtán ríki sjálfstæði Taívans. Þrýstingur Kommúnistaflokksins í garð Taívans hefur aukist töluvert síðustu misseri. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga, til dæmis núna í haust þegar kínverski herinn æfði sérstaklega innrás á eyju. Helgi segir að Kínverjar séu jafnvel að reyna að sjá hvernig Bandaríkjamenn svara aðgerðum og ummælum.Vísir/Einar „Núna er margt í gangi. Pólitískt landslag er að breytast. Í fyrsta lagi hefur forseti Taívans, Tsai Ing-Wen, sýnt meiri sjálfstæðisbrag en forverar hennar. Svo hefur margt verið í gangi þar sem kínverska ríkisstjórnin hefur farið í vörn. Ekki bara út af Covid heldur líka Hong Kong og öðrum málefnum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur um þróunina. Helgi segir að innkoma Joes Biden, nýs Bandaríkjaforseta, hafi líka sitt að segja. „Ég held að það sem Kína sé að reyna að gera núna sé að þreifa aðeins á landslaginu og athuga hvað þau geta komist upp með. Líka til að sjá hver viðbrögð Bandaríkjanna gætu orðið,“ segir Helgi og bætir við: „Biden, degi áður en kínverjar sendu herþotur yfir og voru með þessar yfirlýsingar, hafði sjálfur sagt að hans stórn muni standa vörð um Taívan. Þetta er í rauninni bara einn nýr þáttur af gamalli seríu sem hefur verið í sjónvarpinu frá því þessar tvær leiðir skildust að frá Taívan og Peking.“
Kína Taívan Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira