Körfubolti

Martin drjúgur en tap hjá Valencia

Anton Ingi Leifsson skrifar
KR-ingurinn átti flottan leik í kvöld.
KR-ingurinn átti flottan leik í kvöld. Borja B. Hojas/Getty Images

Martin Hermannsson átti flottan leik er Valencia tapaði fyrir fyrir Panathinaikos Opap í EuroLeague í körfubolta í kvöld, 91-72.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en góður annar leikhluti kom þeim grísku í góða forystu.

Þeir voru 48-34 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í þriðja og fjórða fjórðungi og því náðu Martin og félagar lítið að minnka muninn. Lokatölur x-x.

Martin var næst stigahæstur hjá Valencia. Hann gerði þrettán stig og gaf þar að auki fimm stoðsendingar ásamt tveimur fráköstum. Hann var með fjórtán framlagspunkta.

Valencia er í ellefta sætinu með níu sigra í 24 leikjum en Panathinaikos er í fjórtánda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×