Árás á kynfrelsi og heilsu kvenna Marta Goðadóttir skrifar 6. febrúar 2021 08:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Yfir 200 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna hafa verið limlestar á kynfærum sínum, langflestar fyrir 15 ára aldur. Þetta er ein grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn stúlkum og konum en aðgerðin er árás á líkama þeirra, kynfrelsi og heilsu. Þær missa vald og yfirráð yfir eigin líkama og ofbeldið, eðli málsins samkvæmt, veldur þeim varanlegum sálrænum og líkamlegum skaða. Algengir líkamlegir fylgikvillar eru þvaglátsörðugleikar, sýkingar, sársauki við samfarir, erfiðleikar við barnsburð og aukin hætta á ungbarnadauða. Þá er einnig algengt að stúlkum blæði út og deyi. Afleiðingarnar eru hrikalegar og marka líf þeirra sem fyrir þeim verða til frambúðar. Á þessu ári er áætlað að yfir fjórar milljónir kvenna og stúlkna muni bætast í hóp þeirra sem eiga í hættu á að vera limlestar á kynfærum sínum. En vegna COVID-19 mun sú tala því miður hækka. Reiknað er með að yfir 200 þúsund stúlkur til viðbótar, á hverju ári, verði þolendur þessarar birtingarmyndar ofbeldis næstu tíu árin, eingöngu vegna COVID-19. Í fátækum samfélögum þar sem skortur er á menntun hefur almenningur ekki forsendur til að taka upplýsta afstöðu gegn viðteknum venjum og rótgrónum hefðum og talið er að limlestingin sé stúlkunum fyrir bestu. UN Women vinnur að upprætingu þessa skaðlega siðar í samstarfi við grasrótarhreyfingar, félagasamtök, aðgerðarsinna og stjórnvöld ríkja þar sem hann er útbreiddur. Lykillinn að árangri felst í aukinni menntun og að fræða almenning um hætturnar sem fylgja limlestingum á kynfærum kvenna og þrýsta á lagasetningar sem koma í veg fyrir að fleiri konur og stúlkur verði beittar þessu grófa mannréttindabroti. Við hjá UN Women á Íslandi ásamt öllum helstu félagasamtökum hér á landi sem starfa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu stöndum að fræðsluátakinu Þróunarsamvinna ber ávöxt, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Í ár beinum við sjónum að áhrifum COVID-19 á efnaminni ríki með fræðsluþættinum Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin sem verður sýndur á RÚV 11.febrúar. Í þættinum verður m.a. kafað dýpra á hvaða hátt heimsfaraldurinn ógnar lífi og heilsu kvenna og stúlkna á sértækan hátt. Ég hvet þig til að horfa á þennan áhugaverða þátt sem varðar okkur öll. Höfundur er kynningarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Yfir 200 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna hafa verið limlestar á kynfærum sínum, langflestar fyrir 15 ára aldur. Þetta er ein grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn stúlkum og konum en aðgerðin er árás á líkama þeirra, kynfrelsi og heilsu. Þær missa vald og yfirráð yfir eigin líkama og ofbeldið, eðli málsins samkvæmt, veldur þeim varanlegum sálrænum og líkamlegum skaða. Algengir líkamlegir fylgikvillar eru þvaglátsörðugleikar, sýkingar, sársauki við samfarir, erfiðleikar við barnsburð og aukin hætta á ungbarnadauða. Þá er einnig algengt að stúlkum blæði út og deyi. Afleiðingarnar eru hrikalegar og marka líf þeirra sem fyrir þeim verða til frambúðar. Á þessu ári er áætlað að yfir fjórar milljónir kvenna og stúlkna muni bætast í hóp þeirra sem eiga í hættu á að vera limlestar á kynfærum sínum. En vegna COVID-19 mun sú tala því miður hækka. Reiknað er með að yfir 200 þúsund stúlkur til viðbótar, á hverju ári, verði þolendur þessarar birtingarmyndar ofbeldis næstu tíu árin, eingöngu vegna COVID-19. Í fátækum samfélögum þar sem skortur er á menntun hefur almenningur ekki forsendur til að taka upplýsta afstöðu gegn viðteknum venjum og rótgrónum hefðum og talið er að limlestingin sé stúlkunum fyrir bestu. UN Women vinnur að upprætingu þessa skaðlega siðar í samstarfi við grasrótarhreyfingar, félagasamtök, aðgerðarsinna og stjórnvöld ríkja þar sem hann er útbreiddur. Lykillinn að árangri felst í aukinni menntun og að fræða almenning um hætturnar sem fylgja limlestingum á kynfærum kvenna og þrýsta á lagasetningar sem koma í veg fyrir að fleiri konur og stúlkur verði beittar þessu grófa mannréttindabroti. Við hjá UN Women á Íslandi ásamt öllum helstu félagasamtökum hér á landi sem starfa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu stöndum að fræðsluátakinu Þróunarsamvinna ber ávöxt, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Í ár beinum við sjónum að áhrifum COVID-19 á efnaminni ríki með fræðsluþættinum Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin sem verður sýndur á RÚV 11.febrúar. Í þættinum verður m.a. kafað dýpra á hvaða hátt heimsfaraldurinn ógnar lífi og heilsu kvenna og stúlkna á sértækan hátt. Ég hvet þig til að horfa á þennan áhugaverða þátt sem varðar okkur öll. Höfundur er kynningarstýra UN Women á Íslandi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun