Okrarar sjúga úr þér blóðið Gunnar Smári Egilsson skrifar 9. febrúar 2021 15:11 Fyrir réttum fjörutíu árum voru fasteignaauglýsingar í Morgunblaðinu á þriðjudegi. Þar auglýsti Fasteignaþjónustan nokkrar íbúðir, meðal annars 2ja herbergja 78 fermetra kjallaraíbúð við Digranesveg á 350 þúsund krónur, 80 fermetra 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í blokk í Álftahólum á 400 þúsund krónur, 4ja herbergja 100 fermetra blokkaríbúð í Krummahólum á 440 þúsund krónur og 5 herbergja 210 fermetra efri hæð í parhúsi við Hagamel á 1150 þúsund krónur. Miðað við verðlag samkvæmt neysluvísitölu í febrúar fyrir fjörutíu árum og nú jafngildir uppsett verð á þessum íbúðum því að 2ja herbergja kjallaraíbúðin hafi verið verðlögð á 16,4 milljónir króna á núvirði, 3ja herbergja blokkaríbúðin á 18,8 milljónir króna, sú fjögurra herbergja á 20,7 milljónir króna og hæðin í Vesturbænum á 54,0 milljónir króna Það þarf ekki mikla innsýn inn í fasteignamarkaðinn til að sjá þetta er fráleitt lágt verð, algjörlega út úr korti. En kannski er neysluvísitalan ekki gott viðmið. Byggingarvísitalan, sem heldur utan um verðbreytingar á öllu því sem þarf til að byggja hús, ætti að vera betri. Prufum það. Hér hefur eitthvað farið verulega úrskeiðis Miðað við byggingarvísitölu í janúar fyrir fjörutíu árum og janúar síðastliðnum jafngildir uppsett verð á þessum íbúðum árið 1981 því að 2ja herbergja kjallaraíbúðin hafi verið verðlögð á 19,8 milljónir króna á núvirði, 3ja herbergja blokkaríbúðin á 22,7 milljónir króna, sú fjögurra herbergja á 25,0 milljónir króna Og hæðin í Vesturbænum á 65,2 milljónir króna. Þetta er litlu skárra. Það er augljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá okkur. Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað langt umfram kostnaðinn við að byggja það. Hvernig má það vera? En áður en við svörum því skulum við reyna að glöggva okkur á hversu mikið umfram byggingarkostnað íbúðirnar hafa hækkað. Dæmin sem ég tók eru af uppsettu verði og því eðlilegt að miða við uppsett verð í dag. Á fasteignavef Morgunblaðsins fann ég fimm íbúðir líkar 2ja herbergja kjallaraíbúðinni, í úthverfi og í eldra húsi. Meðalverð þeirra var 530 þús. kr. fermetrinn sem gerir um 41,4 milljónir króna fyrir 78 fermetra íbúð. Áætla má að kjallaraíbúðin við Digranesveg hefi því hækkað úr 19,8 milljónir króna í 41,4 milljónir króna sé miðað við byggingarkostnað. Hún hefur meira en tvöfaldast í verði. Þetta er 108% hækkun umfram kostnað, sem við getum kallað okurálag þar til við finnum betra hugtak. Ef við ímyndum okkur unga fjölskyldu sem keypti kjallaraíbúðina við Digranesveg í febrúar 1981 og berum hana saman við samskonar fjölskyldu í dag, þá hafa laun vissulega hækkað umfram byggingarkostnað síðustu fjörutíu árin. Mismunurinn á verðinu í dag og fyrir fjörutíu árum er 21,5 milljónir króna og af þeirri upphæð nær hækkun launa, samkvæmt hækkun launavísitölu, að dekka um 4,8 milljónir króna. Mismunurinn 16,7 milljónir króna er hækkun umfram laun. Húsnæðisverðið át upp ávinning fólks af kaupmáttaraukningu og lagði á fjölskylduna 16,7 milljónir króna til viðbótar. Fasteignamarkaðurinn kominn út í algjöra vitleysu Og þetta er auka greiðsla sem leggst ofan á, svo fjölskyldan hefur ekki aðra kosti en að taka þessa upphæð að láni og borga af henni vexti. Til að fá upphæðina sem vantar þarf fjölskyldan að taka rúmlega 17 milljónir króna lán og miðað við 3,5% vexti í 40 ár, sem þykja ágæt kjör í dag, greiðir fjölskyldan bankanum til baka 31,9 milljónir króna á föstu verðlagi. Það gera 66.420 kr. hvern einasta mánuð í fjörutíu ár. Það er okurgjaldið, sérstök skattheimta á þessa fjölskyldu sem rekja má til þess að við misstum fasteignamarkaðinn út í einhverja vitleysu. Ef við berum hinar íbúðirnar saman við sambærilegar íbúðir á fasteignavef Moggans þá er munurinn minni á 80 fermetra þriggja herbergja íbúðinni, eða um 77%. Það setur þá íbúð á 40,3 milljónir króna eða 17,7 milljónir króna umfram hækkun byggingarkostnaðar og 12,1 milljónir króna umfram hækkun launa. Fasteignaauglýsingar frá því í byrjun níunda áratugs síðustu aldar.skjáskot tímarit.is Samskonar hækkun má sjá á 4ja herbergja íbúðinni í Hólahverfinu, 77%. Sem gerir 19,3 milljónir króna hækkun umfram byggingarkostnað, sem aftur gerir 13,3 milljónir króna hækkun umfram laun. Ég bar þessar íbúðir saman við íbúðir í sömu bæjarhlutum, sem ef til vill er ekki sanngjarnt. 1981 var efra Breiðholtið nýbyggt, kannski á líkum aldri og Norðlingaholtið er í dag eða Grafarholt. Ef ég hefði sótt dæmi í þessi hverfi hefði samanburðurinn orðinn mun verri, nútímanum í óhag. Stórar hæðir í Vesturbænum eru fágæti og það er ekki mikið úrval af þeim á fasteignavef Moggans. En ef ég breikka leitina og tek inn íbúðir í Hlíðunum og Laugalæknum þá má áætla að hæðin í Vesturbænum hafi hækkað um 54% umfram byggingarkostnað, eða um 35,1 milljónir króna, sem gera um 19,4 milljónir króna umfram hækkun launa. Þá er komið að spurningunni: Hvernig gat þetta gerst? Félagsleg uppbygging var ráðandi Við skulum byrja á að setja þetta í hugmyndafræðilegt samhengi. Í febrúar 1981 var aðeins mánuður síðan að Ronald Reagan varð forseti Bandaríkjanna, níu mánuðir síðan Margaret Thatcher varð forsætisráðherra Breta. Nýfrjálshyggjan var að ná völdum í okkar heimshluta. Rúmu ári fyrr var nýfrjálshyggjan kynnt inn í íslenska pólitík með kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins undir slagorðinu: Leiftursókn gegn verðbólgu. Þessi hugmyndastefna átti eftir að sigra, ekki bara hægrið heldur vinstrið líka og öll baráttutæki almennings. Það sést t.d. á því að aðeins tíu árum eftir að nýfrjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins var mætt af hörku 1979 gerði Alþýðusambandið hana að sinni og kallaði Þjóðarsáttarsamninga. Aðeins átta árum eftir endanlegan sigur nýfrjálshyggjunnar innan Sjálfstæðisflokksins, með kjöri Davíðs Oddssonar sem formanns 1991, lagði forysta þeirra flokka, sem sprottið höfðu af sósíalískri verkalýðsbaráttu síðustu aldar, þessa flokka niður og stofnaði til Samfylkingar, þar sem nýfrjálshyggja var grunnur efnahagsstefnunnar og sósíalismi hvergi nefndur. Afleiðing af sigri nýfrjálshyggjunnar sést vel á húsnæðismarkaðnum. 1981 var lóðum úthlutað en þær ekki seldar hæstbjóðandi. Litið var svo á sveitarfélög ættu að deila út almannagæðum en ekki selja þau, svo að hin ríkustu gætu náð gæðunum undir sig eða þau verktakafyrirtæki, sem höfðu best aðgengi að lánsfé. 1981 voru verkamannabústaðir enn til og ekki svo langt síðan að þeir réðust í stórátak í uppbyggingu íbúða í Breiðholti. Um áratugur var liðinn frá stórvirki í uppbyggingu íbúða fyrir öryrkja í Hátúni. Byggingarsamvinnufélög margskonar voru stórtæk. Þetta voru félög í eigu þess fólks sem ætlaði að búa í íbúðunum, fólks sem fékk lóðum úthlutað, réði arkitekta til að teikna íbúðir eftir óskum sínum og verktaka til að byggja, en hafði sjálft yfirstjórn með verkinu og gat líka lagt til sitt eigið vinnuframlag. Félagsleg uppbygging, á vegum ríkis, sveitarfélaga, verkalýðsfélaga, almannasamtaka og frjálsra félaga almennings var í raun ráðandi á húsnæðismarkaði. Stóru verktakafyrirtækin voru að reisa virkjanir á hálendinu. Smærri verktakafyrirtæki og sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn þjónuðu almenningi á húsnæðismarkaði. Sveitarfélög voru ráðandi um skipulag, leituðu niðurstöðu sem var afleiðing pólitískrar umræðu um þróun byggðar og borgarumhverfis. Gróðahyggjan elur á einsleitni Í dag er húsnæðismarkaðurinn allur undir örfáum stórfyrirtækjum sem kaupa lóðir, hanna deiliskipulag í mörgum tilfellum, ráða arkitekta til að teikna íbúðir til að hámarka hagnað sinn og sjá flest sjálf um sölu íbúðanna eða eru ráðandi um tilhögun hennar. Í stað fjölbreytilegrar flóru þar sem almenningur hefur mikil völd, bæði beint og í gegnum kjörna fulltrúa, erum við komin með kerfi þar sem örfá stórfyrirtæki drottna yfir markaðnum og öll lögmál hans snúa að því að auka hagnað þessara fyrirtækja og færa sem mestan arð til eigenda þeirra. Þetta er grunntrú nýfrjálshyggjunnar; að okkur dugi að hafa einn mæli í mælaborðinu þegar samfélagi er stjórnað; mæli sem telur hversu mikinn arð eigendur fyrirtækja draga til sín. Þetta er kallað arðsemi og það hefur verið meginmarkmið stjórnvalda undanfarna áratugi að hámarka arðsemi allra atvinnugreina án tillits til þess hvort forsendur þess sé að lækka laun, skerða þjónustu eða hækka verð. Nýfrjálshyggjan segir að við þurfum ekki að setja okkur nein markmið önnur en aukna arðsemi, því það markmið muni færa okkur allt annað sem eftirsóknarvert er; aukinn kaupmátt, lægra verð, betri vörur og þjónustu og aukið frelsi einstaklingsins. Fjárfest í lyginni Ekkert af þessu gekk eftir. Og það viti allir í dag. Sumt fólk viðurkennir það, en annað fólk veit en á erfitt með að horfast í augu við að hafa gleypt svona stórkostlega lygi áratugum saman. Og slíkt fólk má helst finna innan kerfanna, innan stjórnmála og stjórnsýslu, fjármálakerfis og byggingariðnaðar, fasteignaviðskipta og alls staðar þar sem völd og áhrif safnast fyrir. Þetta fólk hefur fjárfest í lyginni. Tryggð þess við lygina hefur tryggt því þau völd og áhrif sem það hefur í dag og það hefur tekið þátt í að beru út boðskapinn, boðskap lyginnar. Við erum því á svipuðum stað og Sovétríkin voru á um 1981; þegar allir vissu að kerfið var lygi en fáir höfðu persónulegan hag af því að benda á það. Þótt samfélagið væri á leið fram af brúninni voru of fáir sem orðuðu hið augljósa: Allt sem ykkur er sagt er lygi. Hér hefur verið tekið dæmi af afleiðingum nýfrjálshyggjunnar á húsnæðismarkaðinn. Hún hefur hækkað fasteignaverð um 55% til 110% umfram kostnað og mest á þeim íbúðum sem hin tekjulægri ráða mögulega við að kaupa. Hún hefur svipt almenning öllum völdum og gert hann að valdalausum neytendum á markaði sem stórfyrirtæki drottna yfir. Við vitum líka að nýfrjálshyggjan hefur stækkað leigumarkaðinn, þar sem æ fleiri ráða ekki við að kaupa sér húsnæði, og mótað þann markað að þörfum hinna fáu ríku svo fjöldinn er kraminn á milli lágra tekna og hárrar leigu. Linnulaus flutningur fjármagns til hinna ríku Við vissum fyrir að kapítalismi leiðir til fákeppni og einokunar, alræðis hinna ríku, þess sem kalla má auðræði. Af þessum sökum voru reistar varnir gegn kapítalismanum á síðustu öld. Ákveðnir geirar voru girtir af; mennta- og heilbrigðiskerfi, innviðauppbygging samgangna, orkuframleiðsla- og dreifing, samskipti og fjölmiðlun o.s.frv. Og einnig stór hluti húsnæðismarkaðarins, þar sem vitað var að óheftur slíkur markaður myndi kremja undir sig fólk með miðlungstekjur og lægri. Kapítalistunum voru síðan settar reglur um viðskipti utan þessara svæða til að takmarka skaðsemina af þeim. Nýfrjálshyggjan var kenning um að þessar takmarkanir væru ekki til bóta heldur væru þær þvert á móti skaði, meginorsök þess að samfélagið blómstraði ekki. Og einnig að félagslegur rekstur innviða og grunnkerfa samfélagsins væru annar skaðvaldur, sem dragi úr afli samfélagsins. Kenningin var sú, að með því að fella þetta allt burt, allar reglur til að hemja kapítalismann á markaði og hleypa honum síðan án takmarkana inn á þau svæði sem áður tilheyrðu félagslegum rekstri með samfélagsleg markmið, að þá myndi ný Jerúsalem síga niður af himnunum; fyrirheitna landið þar sem allir nytu hámarks lífsgæða og frelsis. Núna, eftir hrun nýfrjálshyggjunnar, má undra sig á því hvernig fólk gat trúað annarri eins þvælu. Eru engin takmörk fyrir heimsku mannskepnunnar? Getum við búist við því að flatjarðarkenningin breiðist út á næstunni og verði ríkjandi hugmyndafræði? Það hefur verið vitað lengi að kapítalisminn flytur linnulaust fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og sífellt vilja eignast meira. Kenning eftirstríðsáranna var að það mætti lifa við kapítalismann með því að skattleggja hann og setja honum skorður til að vinna gegn eituráhrifum hans. Kenning nýfrjálshyggjunnar var að þessar hömlur væru skaði, að án þeirra myndi almenningur fá betri og ódýrari vörur, meira val og frelsi. Nú er öllum ljóst að þessi kenning var þvæla. Paradís fyrir hina örfáu ofurríku – aðra ekki Dæmið sem hér er tekið af húsnæðismarkaði, er aðeins eitt dæmi, en það er lýsandi. Afleiðing þess að fela auðvaldinu öll völd á húsnæðismarkaði hefur skert frelsi almennings og fækkað valkostum, hefur hækkað verð og lagt á fólk óheyrilega greiðslubyrði, skatt sem rennur til hins fjármálavædda kapítalisma án þess að almenningur njóti nokkurs ávinnings. Og þetta á við um fólkið sem sleppur inn, hefur burði til að kaupa íbúðir. Á bak við þann hóp eru aðrir hópar sem eru húsnæðislausir eða heimilislausir, leigja ósamþykkt iðnaðarhúsnæði eða ófullnægjandi íbúðarhúsnæði, brunagildrur eins og dæmin sýna, fólk sem er klemmt á milli lágrar tekna og hárrar húsaleigu, fólkið sem stendur fjárhagslega verst fyrir en húsnæðismarkaðurinn stígur á og þrýstir enn dýpra niður í fen fátæktar og bjargarleysis. Þetta er hin nýja Jerúsalem nýfrjálshyggjunnar. Hún er helvíti fyrir marga, aukið basl og ófrelsi fyrir fjöldann, en paradís fyrir hin örfáu ríku, sem lifa á fjöldanum; hin fáu sem hafa það betur eftir því sem fjöldinn hefur það verr; fólk sem lifir á okri. Það er kominn tími til að hrekja þetta fólk frá völdum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttum fjörutíu árum voru fasteignaauglýsingar í Morgunblaðinu á þriðjudegi. Þar auglýsti Fasteignaþjónustan nokkrar íbúðir, meðal annars 2ja herbergja 78 fermetra kjallaraíbúð við Digranesveg á 350 þúsund krónur, 80 fermetra 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í blokk í Álftahólum á 400 þúsund krónur, 4ja herbergja 100 fermetra blokkaríbúð í Krummahólum á 440 þúsund krónur og 5 herbergja 210 fermetra efri hæð í parhúsi við Hagamel á 1150 þúsund krónur. Miðað við verðlag samkvæmt neysluvísitölu í febrúar fyrir fjörutíu árum og nú jafngildir uppsett verð á þessum íbúðum því að 2ja herbergja kjallaraíbúðin hafi verið verðlögð á 16,4 milljónir króna á núvirði, 3ja herbergja blokkaríbúðin á 18,8 milljónir króna, sú fjögurra herbergja á 20,7 milljónir króna og hæðin í Vesturbænum á 54,0 milljónir króna Það þarf ekki mikla innsýn inn í fasteignamarkaðinn til að sjá þetta er fráleitt lágt verð, algjörlega út úr korti. En kannski er neysluvísitalan ekki gott viðmið. Byggingarvísitalan, sem heldur utan um verðbreytingar á öllu því sem þarf til að byggja hús, ætti að vera betri. Prufum það. Hér hefur eitthvað farið verulega úrskeiðis Miðað við byggingarvísitölu í janúar fyrir fjörutíu árum og janúar síðastliðnum jafngildir uppsett verð á þessum íbúðum árið 1981 því að 2ja herbergja kjallaraíbúðin hafi verið verðlögð á 19,8 milljónir króna á núvirði, 3ja herbergja blokkaríbúðin á 22,7 milljónir króna, sú fjögurra herbergja á 25,0 milljónir króna Og hæðin í Vesturbænum á 65,2 milljónir króna. Þetta er litlu skárra. Það er augljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá okkur. Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað langt umfram kostnaðinn við að byggja það. Hvernig má það vera? En áður en við svörum því skulum við reyna að glöggva okkur á hversu mikið umfram byggingarkostnað íbúðirnar hafa hækkað. Dæmin sem ég tók eru af uppsettu verði og því eðlilegt að miða við uppsett verð í dag. Á fasteignavef Morgunblaðsins fann ég fimm íbúðir líkar 2ja herbergja kjallaraíbúðinni, í úthverfi og í eldra húsi. Meðalverð þeirra var 530 þús. kr. fermetrinn sem gerir um 41,4 milljónir króna fyrir 78 fermetra íbúð. Áætla má að kjallaraíbúðin við Digranesveg hefi því hækkað úr 19,8 milljónir króna í 41,4 milljónir króna sé miðað við byggingarkostnað. Hún hefur meira en tvöfaldast í verði. Þetta er 108% hækkun umfram kostnað, sem við getum kallað okurálag þar til við finnum betra hugtak. Ef við ímyndum okkur unga fjölskyldu sem keypti kjallaraíbúðina við Digranesveg í febrúar 1981 og berum hana saman við samskonar fjölskyldu í dag, þá hafa laun vissulega hækkað umfram byggingarkostnað síðustu fjörutíu árin. Mismunurinn á verðinu í dag og fyrir fjörutíu árum er 21,5 milljónir króna og af þeirri upphæð nær hækkun launa, samkvæmt hækkun launavísitölu, að dekka um 4,8 milljónir króna. Mismunurinn 16,7 milljónir króna er hækkun umfram laun. Húsnæðisverðið át upp ávinning fólks af kaupmáttaraukningu og lagði á fjölskylduna 16,7 milljónir króna til viðbótar. Fasteignamarkaðurinn kominn út í algjöra vitleysu Og þetta er auka greiðsla sem leggst ofan á, svo fjölskyldan hefur ekki aðra kosti en að taka þessa upphæð að láni og borga af henni vexti. Til að fá upphæðina sem vantar þarf fjölskyldan að taka rúmlega 17 milljónir króna lán og miðað við 3,5% vexti í 40 ár, sem þykja ágæt kjör í dag, greiðir fjölskyldan bankanum til baka 31,9 milljónir króna á föstu verðlagi. Það gera 66.420 kr. hvern einasta mánuð í fjörutíu ár. Það er okurgjaldið, sérstök skattheimta á þessa fjölskyldu sem rekja má til þess að við misstum fasteignamarkaðinn út í einhverja vitleysu. Ef við berum hinar íbúðirnar saman við sambærilegar íbúðir á fasteignavef Moggans þá er munurinn minni á 80 fermetra þriggja herbergja íbúðinni, eða um 77%. Það setur þá íbúð á 40,3 milljónir króna eða 17,7 milljónir króna umfram hækkun byggingarkostnaðar og 12,1 milljónir króna umfram hækkun launa. Fasteignaauglýsingar frá því í byrjun níunda áratugs síðustu aldar.skjáskot tímarit.is Samskonar hækkun má sjá á 4ja herbergja íbúðinni í Hólahverfinu, 77%. Sem gerir 19,3 milljónir króna hækkun umfram byggingarkostnað, sem aftur gerir 13,3 milljónir króna hækkun umfram laun. Ég bar þessar íbúðir saman við íbúðir í sömu bæjarhlutum, sem ef til vill er ekki sanngjarnt. 1981 var efra Breiðholtið nýbyggt, kannski á líkum aldri og Norðlingaholtið er í dag eða Grafarholt. Ef ég hefði sótt dæmi í þessi hverfi hefði samanburðurinn orðinn mun verri, nútímanum í óhag. Stórar hæðir í Vesturbænum eru fágæti og það er ekki mikið úrval af þeim á fasteignavef Moggans. En ef ég breikka leitina og tek inn íbúðir í Hlíðunum og Laugalæknum þá má áætla að hæðin í Vesturbænum hafi hækkað um 54% umfram byggingarkostnað, eða um 35,1 milljónir króna, sem gera um 19,4 milljónir króna umfram hækkun launa. Þá er komið að spurningunni: Hvernig gat þetta gerst? Félagsleg uppbygging var ráðandi Við skulum byrja á að setja þetta í hugmyndafræðilegt samhengi. Í febrúar 1981 var aðeins mánuður síðan að Ronald Reagan varð forseti Bandaríkjanna, níu mánuðir síðan Margaret Thatcher varð forsætisráðherra Breta. Nýfrjálshyggjan var að ná völdum í okkar heimshluta. Rúmu ári fyrr var nýfrjálshyggjan kynnt inn í íslenska pólitík með kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins undir slagorðinu: Leiftursókn gegn verðbólgu. Þessi hugmyndastefna átti eftir að sigra, ekki bara hægrið heldur vinstrið líka og öll baráttutæki almennings. Það sést t.d. á því að aðeins tíu árum eftir að nýfrjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins var mætt af hörku 1979 gerði Alþýðusambandið hana að sinni og kallaði Þjóðarsáttarsamninga. Aðeins átta árum eftir endanlegan sigur nýfrjálshyggjunnar innan Sjálfstæðisflokksins, með kjöri Davíðs Oddssonar sem formanns 1991, lagði forysta þeirra flokka, sem sprottið höfðu af sósíalískri verkalýðsbaráttu síðustu aldar, þessa flokka niður og stofnaði til Samfylkingar, þar sem nýfrjálshyggja var grunnur efnahagsstefnunnar og sósíalismi hvergi nefndur. Afleiðing af sigri nýfrjálshyggjunnar sést vel á húsnæðismarkaðnum. 1981 var lóðum úthlutað en þær ekki seldar hæstbjóðandi. Litið var svo á sveitarfélög ættu að deila út almannagæðum en ekki selja þau, svo að hin ríkustu gætu náð gæðunum undir sig eða þau verktakafyrirtæki, sem höfðu best aðgengi að lánsfé. 1981 voru verkamannabústaðir enn til og ekki svo langt síðan að þeir réðust í stórátak í uppbyggingu íbúða í Breiðholti. Um áratugur var liðinn frá stórvirki í uppbyggingu íbúða fyrir öryrkja í Hátúni. Byggingarsamvinnufélög margskonar voru stórtæk. Þetta voru félög í eigu þess fólks sem ætlaði að búa í íbúðunum, fólks sem fékk lóðum úthlutað, réði arkitekta til að teikna íbúðir eftir óskum sínum og verktaka til að byggja, en hafði sjálft yfirstjórn með verkinu og gat líka lagt til sitt eigið vinnuframlag. Félagsleg uppbygging, á vegum ríkis, sveitarfélaga, verkalýðsfélaga, almannasamtaka og frjálsra félaga almennings var í raun ráðandi á húsnæðismarkaði. Stóru verktakafyrirtækin voru að reisa virkjanir á hálendinu. Smærri verktakafyrirtæki og sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn þjónuðu almenningi á húsnæðismarkaði. Sveitarfélög voru ráðandi um skipulag, leituðu niðurstöðu sem var afleiðing pólitískrar umræðu um þróun byggðar og borgarumhverfis. Gróðahyggjan elur á einsleitni Í dag er húsnæðismarkaðurinn allur undir örfáum stórfyrirtækjum sem kaupa lóðir, hanna deiliskipulag í mörgum tilfellum, ráða arkitekta til að teikna íbúðir til að hámarka hagnað sinn og sjá flest sjálf um sölu íbúðanna eða eru ráðandi um tilhögun hennar. Í stað fjölbreytilegrar flóru þar sem almenningur hefur mikil völd, bæði beint og í gegnum kjörna fulltrúa, erum við komin með kerfi þar sem örfá stórfyrirtæki drottna yfir markaðnum og öll lögmál hans snúa að því að auka hagnað þessara fyrirtækja og færa sem mestan arð til eigenda þeirra. Þetta er grunntrú nýfrjálshyggjunnar; að okkur dugi að hafa einn mæli í mælaborðinu þegar samfélagi er stjórnað; mæli sem telur hversu mikinn arð eigendur fyrirtækja draga til sín. Þetta er kallað arðsemi og það hefur verið meginmarkmið stjórnvalda undanfarna áratugi að hámarka arðsemi allra atvinnugreina án tillits til þess hvort forsendur þess sé að lækka laun, skerða þjónustu eða hækka verð. Nýfrjálshyggjan segir að við þurfum ekki að setja okkur nein markmið önnur en aukna arðsemi, því það markmið muni færa okkur allt annað sem eftirsóknarvert er; aukinn kaupmátt, lægra verð, betri vörur og þjónustu og aukið frelsi einstaklingsins. Fjárfest í lyginni Ekkert af þessu gekk eftir. Og það viti allir í dag. Sumt fólk viðurkennir það, en annað fólk veit en á erfitt með að horfast í augu við að hafa gleypt svona stórkostlega lygi áratugum saman. Og slíkt fólk má helst finna innan kerfanna, innan stjórnmála og stjórnsýslu, fjármálakerfis og byggingariðnaðar, fasteignaviðskipta og alls staðar þar sem völd og áhrif safnast fyrir. Þetta fólk hefur fjárfest í lyginni. Tryggð þess við lygina hefur tryggt því þau völd og áhrif sem það hefur í dag og það hefur tekið þátt í að beru út boðskapinn, boðskap lyginnar. Við erum því á svipuðum stað og Sovétríkin voru á um 1981; þegar allir vissu að kerfið var lygi en fáir höfðu persónulegan hag af því að benda á það. Þótt samfélagið væri á leið fram af brúninni voru of fáir sem orðuðu hið augljósa: Allt sem ykkur er sagt er lygi. Hér hefur verið tekið dæmi af afleiðingum nýfrjálshyggjunnar á húsnæðismarkaðinn. Hún hefur hækkað fasteignaverð um 55% til 110% umfram kostnað og mest á þeim íbúðum sem hin tekjulægri ráða mögulega við að kaupa. Hún hefur svipt almenning öllum völdum og gert hann að valdalausum neytendum á markaði sem stórfyrirtæki drottna yfir. Við vitum líka að nýfrjálshyggjan hefur stækkað leigumarkaðinn, þar sem æ fleiri ráða ekki við að kaupa sér húsnæði, og mótað þann markað að þörfum hinna fáu ríku svo fjöldinn er kraminn á milli lágra tekna og hárrar leigu. Linnulaus flutningur fjármagns til hinna ríku Við vissum fyrir að kapítalismi leiðir til fákeppni og einokunar, alræðis hinna ríku, þess sem kalla má auðræði. Af þessum sökum voru reistar varnir gegn kapítalismanum á síðustu öld. Ákveðnir geirar voru girtir af; mennta- og heilbrigðiskerfi, innviðauppbygging samgangna, orkuframleiðsla- og dreifing, samskipti og fjölmiðlun o.s.frv. Og einnig stór hluti húsnæðismarkaðarins, þar sem vitað var að óheftur slíkur markaður myndi kremja undir sig fólk með miðlungstekjur og lægri. Kapítalistunum voru síðan settar reglur um viðskipti utan þessara svæða til að takmarka skaðsemina af þeim. Nýfrjálshyggjan var kenning um að þessar takmarkanir væru ekki til bóta heldur væru þær þvert á móti skaði, meginorsök þess að samfélagið blómstraði ekki. Og einnig að félagslegur rekstur innviða og grunnkerfa samfélagsins væru annar skaðvaldur, sem dragi úr afli samfélagsins. Kenningin var sú, að með því að fella þetta allt burt, allar reglur til að hemja kapítalismann á markaði og hleypa honum síðan án takmarkana inn á þau svæði sem áður tilheyrðu félagslegum rekstri með samfélagsleg markmið, að þá myndi ný Jerúsalem síga niður af himnunum; fyrirheitna landið þar sem allir nytu hámarks lífsgæða og frelsis. Núna, eftir hrun nýfrjálshyggjunnar, má undra sig á því hvernig fólk gat trúað annarri eins þvælu. Eru engin takmörk fyrir heimsku mannskepnunnar? Getum við búist við því að flatjarðarkenningin breiðist út á næstunni og verði ríkjandi hugmyndafræði? Það hefur verið vitað lengi að kapítalisminn flytur linnulaust fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og sífellt vilja eignast meira. Kenning eftirstríðsáranna var að það mætti lifa við kapítalismann með því að skattleggja hann og setja honum skorður til að vinna gegn eituráhrifum hans. Kenning nýfrjálshyggjunnar var að þessar hömlur væru skaði, að án þeirra myndi almenningur fá betri og ódýrari vörur, meira val og frelsi. Nú er öllum ljóst að þessi kenning var þvæla. Paradís fyrir hina örfáu ofurríku – aðra ekki Dæmið sem hér er tekið af húsnæðismarkaði, er aðeins eitt dæmi, en það er lýsandi. Afleiðing þess að fela auðvaldinu öll völd á húsnæðismarkaði hefur skert frelsi almennings og fækkað valkostum, hefur hækkað verð og lagt á fólk óheyrilega greiðslubyrði, skatt sem rennur til hins fjármálavædda kapítalisma án þess að almenningur njóti nokkurs ávinnings. Og þetta á við um fólkið sem sleppur inn, hefur burði til að kaupa íbúðir. Á bak við þann hóp eru aðrir hópar sem eru húsnæðislausir eða heimilislausir, leigja ósamþykkt iðnaðarhúsnæði eða ófullnægjandi íbúðarhúsnæði, brunagildrur eins og dæmin sýna, fólk sem er klemmt á milli lágrar tekna og hárrar húsaleigu, fólkið sem stendur fjárhagslega verst fyrir en húsnæðismarkaðurinn stígur á og þrýstir enn dýpra niður í fen fátæktar og bjargarleysis. Þetta er hin nýja Jerúsalem nýfrjálshyggjunnar. Hún er helvíti fyrir marga, aukið basl og ófrelsi fyrir fjöldann, en paradís fyrir hin örfáu ríku, sem lifa á fjöldanum; hin fáu sem hafa það betur eftir því sem fjöldinn hefur það verr; fólk sem lifir á okri. Það er kominn tími til að hrekja þetta fólk frá völdum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun