Fyrir hverja er skólakerfið? Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 14. febrúar 2021 13:00 Þegar ég var fyrsta árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut upplifði ég undarlega atburði. Umræða hafði skapast á fréttavettvangi um fjárveitingar til skólans og rætt var um, að ríkið myndi stöðva þær fjárveitingar og að skólanum yrði alfarið lokað að vori. Þarna vorum við, fjöldi nema á fyrra ári af tveimur og okkur haldið í algjörri óvissu. Oft varð maður var við fréttamenn innan veggja skólans að taka viðtöl við stjórnanda skólans sem birtust svo í kvöldfréttum og í kjölfar þess andsvör frá stjórnvöldum. Mikil umræða var um þessi mál, en eitt gleymdist þó alveg. Enginn ræddi við okkur nemendur þessa skóla sem talað var um að leggja niður og loka. Í öllu þessu gleymdumst við alveg. Þetta misbauð mér og ákvað ég að grípa til minna ráða, skrifaði bréf til þáverandi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Samnemendur mínir undirrituðu það og fórum við hópur nema skólans á fund ráðherra. Unnið var út frá nýjum forsendum, hag nemenda og skólinn fékk auka ár til að útskrifa þá sem þar voru í námi. Á dögunum birtist viðtal í kvöldfréttum RÚV við grunnskólanemendur í Víðistaðaskóla, þau bentu á að menntakerfið sé úrelt og vilja að unnið sé að breytingum á námskrám skólanna með hag nemenda að leiðarljósi! Við verðum jú að spyrja okkur að þessari spurningu: Fyrir hverja er skólakerfið? Er það fyrir starfsfólk skólanna, stjórnendur og kennara þess? Nei, það er fyrir nemendur. Það er til þess að miðla áfram þekkingu og undirbúa einstaklinga á sem bestan máta, til að takast á við þau verkefni sem samfélag hvers tíma krefst. Við lifum á tímum stöðugra breytinga. Í síbreytilegu samfélagi er aðlögunarhæfni einn helsti lykill framþróunar, að meðtaka breyttar aðstæður og laga sig að þeim. Andstæðan við framþróun og aðlögunarhæfni er stöðnun. Þó svo að eitthvað hafi einhvern tímann talist gagnlegt og gott, þá í breyttum veruleika kann það að þurfa að víkja fyrir einhverju öðru og gagnmeira í samtímanum. Samhliða því má það færast í aukana að fræða nemendur um það hvers vegna þeir læra ákveðin fög og hvar þau kunna að gagnast að námi loknu, en það er eitthvað sem gjarnan gleymist. Án þess að fara djúpt ofan í einstök atriði, þá ætla ég að varpa hér fram einni staðreynd: Það þurfa ekki allir að læra þýsku. Þetta kann að leggjast misvel í fólk, en engu að síður er það staðreynd. Ég hef leitt viðskiptasamninga við þýsk fyrirtæki og jafnvel þar hafði ég ekki verulegt gagn af þeim tíma sem fór í það að læra grunninn í því máli. Eitt er þó hvergi sjáanlegt sem fag í skyldunámskrám hér á landi, eitthvað sem við þurfum öll að fást við í daglegu lífi. Það er fjármál og fjármálalæsi. Ólíkt þýskunni sem mér var gert skylt að læra, þá bar mér engin skylda til þess að læra um fjármál. Sjálfur þurfti ég að velja það á framhalds- og háskólastigi. Án alls efa, þá væri það öllum nemendum til heilla að fá grunnfræðslu á þeim sviðum, geta skilið sínar eigin skattaskýrslur og geta tekið meðvitaðri og upplýstari ákvarðanir í viðskiptum. Þessu líkt má huga að fleiri fræðum sem gagnlegra væri að hafa haldbæra þekkingu á, eftir að hafa lokið því grunnnámi sem lögbundin skólaskylda kveður á um hér á landi. Í menntakerfinu mega hagsmunir nemenda ekki gleymast. Augljóst er að sá tími er runninn upp að endurskoða þarf forgangsröðun og uppbyggingu á skyldunámskrám grunn- og framhaldsskóla landsins. Við það verk þá þarf að horfa til framtíðar, samhliða því að byggja á traustum grunni sem að mörgu leyti gagnast ennþá vel, en sannarlega má þó bæta og aðlaga að samfélagi samtímans. Í þeirri stefnumótun verður ungt fólk sem horfir til framtíðar að hafa völd og fá að taka virkan þátt. Því skólakerfið er jú alltaf fyrir framtíðina. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Gunnar Hnefill Örlygsson Framhaldsskólar Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var fyrsta árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut upplifði ég undarlega atburði. Umræða hafði skapast á fréttavettvangi um fjárveitingar til skólans og rætt var um, að ríkið myndi stöðva þær fjárveitingar og að skólanum yrði alfarið lokað að vori. Þarna vorum við, fjöldi nema á fyrra ári af tveimur og okkur haldið í algjörri óvissu. Oft varð maður var við fréttamenn innan veggja skólans að taka viðtöl við stjórnanda skólans sem birtust svo í kvöldfréttum og í kjölfar þess andsvör frá stjórnvöldum. Mikil umræða var um þessi mál, en eitt gleymdist þó alveg. Enginn ræddi við okkur nemendur þessa skóla sem talað var um að leggja niður og loka. Í öllu þessu gleymdumst við alveg. Þetta misbauð mér og ákvað ég að grípa til minna ráða, skrifaði bréf til þáverandi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Samnemendur mínir undirrituðu það og fórum við hópur nema skólans á fund ráðherra. Unnið var út frá nýjum forsendum, hag nemenda og skólinn fékk auka ár til að útskrifa þá sem þar voru í námi. Á dögunum birtist viðtal í kvöldfréttum RÚV við grunnskólanemendur í Víðistaðaskóla, þau bentu á að menntakerfið sé úrelt og vilja að unnið sé að breytingum á námskrám skólanna með hag nemenda að leiðarljósi! Við verðum jú að spyrja okkur að þessari spurningu: Fyrir hverja er skólakerfið? Er það fyrir starfsfólk skólanna, stjórnendur og kennara þess? Nei, það er fyrir nemendur. Það er til þess að miðla áfram þekkingu og undirbúa einstaklinga á sem bestan máta, til að takast á við þau verkefni sem samfélag hvers tíma krefst. Við lifum á tímum stöðugra breytinga. Í síbreytilegu samfélagi er aðlögunarhæfni einn helsti lykill framþróunar, að meðtaka breyttar aðstæður og laga sig að þeim. Andstæðan við framþróun og aðlögunarhæfni er stöðnun. Þó svo að eitthvað hafi einhvern tímann talist gagnlegt og gott, þá í breyttum veruleika kann það að þurfa að víkja fyrir einhverju öðru og gagnmeira í samtímanum. Samhliða því má það færast í aukana að fræða nemendur um það hvers vegna þeir læra ákveðin fög og hvar þau kunna að gagnast að námi loknu, en það er eitthvað sem gjarnan gleymist. Án þess að fara djúpt ofan í einstök atriði, þá ætla ég að varpa hér fram einni staðreynd: Það þurfa ekki allir að læra þýsku. Þetta kann að leggjast misvel í fólk, en engu að síður er það staðreynd. Ég hef leitt viðskiptasamninga við þýsk fyrirtæki og jafnvel þar hafði ég ekki verulegt gagn af þeim tíma sem fór í það að læra grunninn í því máli. Eitt er þó hvergi sjáanlegt sem fag í skyldunámskrám hér á landi, eitthvað sem við þurfum öll að fást við í daglegu lífi. Það er fjármál og fjármálalæsi. Ólíkt þýskunni sem mér var gert skylt að læra, þá bar mér engin skylda til þess að læra um fjármál. Sjálfur þurfti ég að velja það á framhalds- og háskólastigi. Án alls efa, þá væri það öllum nemendum til heilla að fá grunnfræðslu á þeim sviðum, geta skilið sínar eigin skattaskýrslur og geta tekið meðvitaðri og upplýstari ákvarðanir í viðskiptum. Þessu líkt má huga að fleiri fræðum sem gagnlegra væri að hafa haldbæra þekkingu á, eftir að hafa lokið því grunnnámi sem lögbundin skólaskylda kveður á um hér á landi. Í menntakerfinu mega hagsmunir nemenda ekki gleymast. Augljóst er að sá tími er runninn upp að endurskoða þarf forgangsröðun og uppbyggingu á skyldunámskrám grunn- og framhaldsskóla landsins. Við það verk þá þarf að horfa til framtíðar, samhliða því að byggja á traustum grunni sem að mörgu leyti gagnast ennþá vel, en sannarlega má þó bæta og aðlaga að samfélagi samtímans. Í þeirri stefnumótun verður ungt fólk sem horfir til framtíðar að hafa völd og fá að taka virkan þátt. Því skólakerfið er jú alltaf fyrir framtíðina. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar