Körfubolti

Tryggvi Snær og fé­lagar á­fram á sigur­braut í Meistara­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær átti fínan leik í sigri Zaragoza í kvöld.
Tryggvi Snær átti fínan leik í sigri Zaragoza í kvöld. Oscar Gonzalez/Getty Images

Casademont Zaragoza vann góðan tólf stiga sigur á Sassari frá Ítalíu er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld. Lokatölur á Ítalíu í kvöld 83-95 en þetta var fyrsti leikur liðanna í milliriðli keppninnar.

Zaragoza vann fimm leiki og tapaði aðeins einum af þeim sex sem það lék í D-riðli keppninnar. Þar með tryggði liðið sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þau eru spilað í riðla kerfi svo segja má að um milliriðil sé að ræða.

Tryggvi Snær átti fínan leik í liði Zaragoza í kvöld. Skoraði hann fjögur stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa eina stoðsendingu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Þá varði hann einnig fjögur skot í leiknum.

Ásamt Zaragoza og Sassari eru Nymbark frá Tékklandi og Bamberg frá Þýskalandi einnig í L-riðli. Efstu tvö lið riðilsins fara áfram í átta liða úrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×