Sýknaður af ákæru fyrir árás á fyrrverandi maka Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 22:52 Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíldi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði karlmann af ákæru um ofbeldi í nánu sambandi í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að ráðast á fyrrverandi maka sinn og barnsmóður, tekið hana hálstaki og hent henni út á stétt. Konan kærði karlmanninn fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í júní árið 2019 en þau höfðu verið kærustupar. Sagði konan lögreglu að samband þeirra hefði verið stormasamt og að hann hefði beitt hana ofbeldi. Lýsti hún árás þar sem karlmaðurinn hefði skellt hurð ítrekað á hönd hennar og öxl. Hann hefði svo ráðist á hana, tekið hana hálstaki, dregið út úr húsi og hent henni í stéttina. Í ákæru kom fram að konan hefði hlotið mar og sár af. Karlmaðurinn lýsti atvikum á þann veg að konan hefði ítrekað reynt að ryðjast inn í herbergi hans, öskrað og formælt honum. Konan hefði hótað honum að hann fengi ekki að sjá börn þeirra aftur. Neitaði hann að hafa beitt konuna ofbeldi og hélt því fram að hún hefði getað fengið áverkana við að kasta sér á hurð. Atvikið átti sér staða á heimili föður karlmannsins en sá sagðist ekki hafa orðið var við ofbeldi, aðeins rifrildi þeirra tveggja. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin vitni hafi orðið að atvikum heldur standi orð gegn orði. Taldi dómurinn framburð konunnar trúverðugan. Framburður ákærða hefði aftur á móti verið stöðugur og ekki væri hægt að slá því föstu að áverkar konunnar væru eftir ofbeldi af hans hálfu. Taldi dómurinn því efni ákærunnar væri ósannað og sýknaði karlmanninn. Ríkissjóður greiðir allan sakarkostnað málsins, hátt í eina og hálfa milljón krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Konan kærði karlmanninn fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í júní árið 2019 en þau höfðu verið kærustupar. Sagði konan lögreglu að samband þeirra hefði verið stormasamt og að hann hefði beitt hana ofbeldi. Lýsti hún árás þar sem karlmaðurinn hefði skellt hurð ítrekað á hönd hennar og öxl. Hann hefði svo ráðist á hana, tekið hana hálstaki, dregið út úr húsi og hent henni í stéttina. Í ákæru kom fram að konan hefði hlotið mar og sár af. Karlmaðurinn lýsti atvikum á þann veg að konan hefði ítrekað reynt að ryðjast inn í herbergi hans, öskrað og formælt honum. Konan hefði hótað honum að hann fengi ekki að sjá börn þeirra aftur. Neitaði hann að hafa beitt konuna ofbeldi og hélt því fram að hún hefði getað fengið áverkana við að kasta sér á hurð. Atvikið átti sér staða á heimili föður karlmannsins en sá sagðist ekki hafa orðið var við ofbeldi, aðeins rifrildi þeirra tveggja. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin vitni hafi orðið að atvikum heldur standi orð gegn orði. Taldi dómurinn framburð konunnar trúverðugan. Framburður ákærða hefði aftur á móti verið stöðugur og ekki væri hægt að slá því föstu að áverkar konunnar væru eftir ofbeldi af hans hálfu. Taldi dómurinn því efni ákærunnar væri ósannað og sýknaði karlmanninn. Ríkissjóður greiðir allan sakarkostnað málsins, hátt í eina og hálfa milljón krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira