Körfubolti

Síðari hálf­leikur varð Valencia að falli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin átti fínan leik í kvöld en Valencia mátti þola tap í Ísrael.
Martin átti fínan leik í kvöld en Valencia mátti þola tap í Ísrael. Tolga Adanali/Getty Images

Það eru hverfandi líkur á því að Valencia komist í úrslitakeppni EuroLeague. Martin Hermannsson og félagar töpuðu fyrir Maccabi Tel Aviv með tólf stiga mun í kvöld, lokatölur 84-72.

Valencia heimsótti Ísrael og mætti þar heimamönnum í Maccabi Tel Aviv í kvöld. Martin og félagar fóru vel af stað og voru fjórum stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Forystan var komin niður í tvö stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan þá 35-33.

Heimamenn reyndust hins vegar mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu á endanum tólf stiga sigur, lokatölur í Ísrael 84-72 í kvöld.

Martin spilaði 16 mínútur, á þeim skoraði hann fjögur stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast.

Segja má að líkur Valencia á að komast í úrslitakeppni EuroLeague séu litlar sem engar. Liðið er með 14 sigra og 14 töp í 11. sæti þegar 28 umferðum af 34 er lokið. Zenit St. Pétursborg er í 8. sæti með 16 sigra og 11 töp. Liðin fyrir ofan Valencia þyrftu því öll að tapa rest á meðan Martin og félagar mega ekki við því að tapa einum leik til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×