Teitur um Njarðvíkurliðið: Afskaplega daprir, hörmulegir varnarlega, þreyttir og gamlir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 10:31 Njarðvíkurliðið er orðið þreytt og gamalt að mati Teits Örlygssonar. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örlygsson, sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Njarðvíkur, var ekki að skafa ofan af því er hann ræddi sitt gamla lið í þætti gærkvöldsins. Hann tætti varnarleik liðsins í sig og sagði liðið gamalt og þreytt. „Ég veit það ekki. Ég er búinn að taka svo mörg „rönt“ hérna yfir Njarðvík síðustu árin að ég hef eiginlega ekki geð í mér. Kannski að Benni [Benedikt Guðmundsson] svari þessi bara núna,“ sagði Teitur aðspurður hvað væri í gangi í Njarðvík. „Þeir eru afskaplega daprir. Það þarf ekkert að benda neinum á það, það vita það allir. Þetta er bara ráðaleysi finnst mér, báðum megin. Hörmulegir varnarlega, það virðist enginn metnaður vera varnarlega. Það er engin liðsvörn og þetta er alltaf einn á einn. Það eru aldrei fimm menn að dekka boltann, allskyns undirstöðuatriði bara hræðileg,“ bætti Teitur við eftir að Benni sendi spurninguna rakleiðis til baka. „Ef þú horfir á Njarðvík eru kannski tveir menn að spila síðasta tímabilið sitt og aðrir – útlendingar – líklega bara í síðasta „gigginu“ sínu. Liðið er bara þreytt og gamalt.“ Nefndi Teitur þá Rodney Glasgow og Kyle Johnson er Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði út í hvaða erlendu leikmenn um væri að ræða. Teitur telur einnig að Logi Gunnarsson og Ólafur Helgi Jónsson séu að spila sitt síðasta tímabil. „Þetta eru allt saman menn sem eru að spila helling af mínútum og eru í risa hlutverki.“ Um leikinn gegn KR „Það sem gladdi mig mest í gær var Veigar [Páll Alexandersson], fannst hann virkilega flottur. Varnarleikurinn hjá mörgum mönnum – Jón Arnór [Sverrisson] til dæmis - búinn að vera hræðilegur í síðustu leikjum. Varnarleikurinn hjá [Antonio] Hester skelfilegur en mjög flottur í sókn. Maciek [Stanislav Baginski] þarf tíma, hann er líklega besti skotmaðurinn af þeim öllum. Er aðeins of þungur og á eftir að létta sig.“ Benni fór í kjölfarið yfir að það vanti afburðaleikmenn í Njarðvíkurliðið. Allir leikmennirnir séu fínir en það séu engir „toppar“ í liðinu. Hvorki íslenskir né erlendir. „Svo þrífast hinir á svoleiðis leikmanni. Ef þú ert kominn með frábæran leikmann sem getur búið eitthvað til. Þeir geta litið út fyrir að vera rosalega góðir með því að grípa bara boltann einhverstaðar og skjóta honum,“ bætti Teitur við. „Bakvarðarvörnin hjá Njarðvík líka [í vandræðum]. Hún gerir það að verkum að þessir stóru menn í Njarðvík eru mjög oft í villuvandræðum. Vörn og sókn hjá Glasgow og Jóni Arnóri er búin að vera skelfileg. Þegar leikstjórnandinn er að spila illa áttu voðalega lítinn séns á að vinna leiki,“ bætti Teitur við að lokum. Sjá má allt „rantið“ hans Teits sem og innlegg frá Benna og Kjartani Atla í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru yfir vandræði Njarðvíkur Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
„Ég veit það ekki. Ég er búinn að taka svo mörg „rönt“ hérna yfir Njarðvík síðustu árin að ég hef eiginlega ekki geð í mér. Kannski að Benni [Benedikt Guðmundsson] svari þessi bara núna,“ sagði Teitur aðspurður hvað væri í gangi í Njarðvík. „Þeir eru afskaplega daprir. Það þarf ekkert að benda neinum á það, það vita það allir. Þetta er bara ráðaleysi finnst mér, báðum megin. Hörmulegir varnarlega, það virðist enginn metnaður vera varnarlega. Það er engin liðsvörn og þetta er alltaf einn á einn. Það eru aldrei fimm menn að dekka boltann, allskyns undirstöðuatriði bara hræðileg,“ bætti Teitur við eftir að Benni sendi spurninguna rakleiðis til baka. „Ef þú horfir á Njarðvík eru kannski tveir menn að spila síðasta tímabilið sitt og aðrir – útlendingar – líklega bara í síðasta „gigginu“ sínu. Liðið er bara þreytt og gamalt.“ Nefndi Teitur þá Rodney Glasgow og Kyle Johnson er Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði út í hvaða erlendu leikmenn um væri að ræða. Teitur telur einnig að Logi Gunnarsson og Ólafur Helgi Jónsson séu að spila sitt síðasta tímabil. „Þetta eru allt saman menn sem eru að spila helling af mínútum og eru í risa hlutverki.“ Um leikinn gegn KR „Það sem gladdi mig mest í gær var Veigar [Páll Alexandersson], fannst hann virkilega flottur. Varnarleikurinn hjá mörgum mönnum – Jón Arnór [Sverrisson] til dæmis - búinn að vera hræðilegur í síðustu leikjum. Varnarleikurinn hjá [Antonio] Hester skelfilegur en mjög flottur í sókn. Maciek [Stanislav Baginski] þarf tíma, hann er líklega besti skotmaðurinn af þeim öllum. Er aðeins of þungur og á eftir að létta sig.“ Benni fór í kjölfarið yfir að það vanti afburðaleikmenn í Njarðvíkurliðið. Allir leikmennirnir séu fínir en það séu engir „toppar“ í liðinu. Hvorki íslenskir né erlendir. „Svo þrífast hinir á svoleiðis leikmanni. Ef þú ert kominn með frábæran leikmann sem getur búið eitthvað til. Þeir geta litið út fyrir að vera rosalega góðir með því að grípa bara boltann einhverstaðar og skjóta honum,“ bætti Teitur við. „Bakvarðarvörnin hjá Njarðvík líka [í vandræðum]. Hún gerir það að verkum að þessir stóru menn í Njarðvík eru mjög oft í villuvandræðum. Vörn og sókn hjá Glasgow og Jóni Arnóri er búin að vera skelfileg. Þegar leikstjórnandinn er að spila illa áttu voðalega lítinn séns á að vinna leiki,“ bætti Teitur við að lokum. Sjá má allt „rantið“ hans Teits sem og innlegg frá Benna og Kjartani Atla í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru yfir vandræði Njarðvíkur Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira