Körfubolti

Irving minnti Boston-menn á hversu góður hann er

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kyrie Irving á fleygiferð í leik Brooklyn Nets og Boston Celtics.
Kyrie Irving á fleygiferð í leik Brooklyn Nets og Boston Celtics. getty/Al Bello

Kyrie Irving skoraði fjörutíu stig gegn sínu gamla liði þegar Brooklyn Nets sigraði Boston Celtics, 121-109, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Irving hitti úr fimmtán af 23 skotum sínum og setti niður fimm þrista. James Harden skoraði 22 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Brooklyn sem hefur unnið tólf af síðustu þrettán leikjum sínum.

Jayson Tatum skoraði 31 stig fyrir Boston sem tapaði í fyrsta sinn í síðustu fimm leikjum sínum.

Los Angeles Clippers rúllaði yfir Golden State Warriors, 130-104. Úrslitin voru ráðin eftir þrjá leikhluta en Clippers var þá með yfirburða forystu, 104-68.

Kawhi Leonard skoraði 28 stig fyrir Clippers og Paul George sautján. Serge Ibaka skoraði sextán stig og tók fjórtán fráköst. Clippers hélt Stephen Curry, besta manni Golden State, í aðeins fjórtán stigum.

Milwaukee Bucks lagði New York Knicks örugglega að velli, 134-101. Þetta var sjöundi sigur Milwaukee í síðustu átta leikjum.

Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu á aðeins 29 mínútum. Hann skoraði 24 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Milwaukee er í 3. sæti Austurdeildarinnar.

Úrslitin í nótt

  • Brooklyn 121-109 Boston
  • LA Clippers 130-104 Golden State
  • Milwaukee 134-101 NY Knicks
  • Charlotte 105-102 Detroit
  • Toronto 120-121 Atlanta
  • Miami 111-103 Orlando
  • Chicago 105-127 Philadelphia
  • New Orleans 105-135 Minnesota
  • Oklahoma 116-108 Dallas
  • Portland 121-127 Phoenix
  • Sacramento 125-105 Houston

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×