Þegar kjarkinn til breytinga skortir Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. mars 2021 17:11 Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta upp og skoða hvort kerfið allt sé í samræmdum könnunarprófum að standa sig eitthvað betur. Er samræmt námsmat í úreltu kerfi betra en ekkert? Það eru skiptar skoðanir um fyrirlögn samræmdra könnunarpróf. Sitt sýnist hverjum um tilgang þeirra og gagnsemi. Prófin þykja streituvaldandi, ekki eingöngu gagnvart nemendum heldur skólasamfélaginu öllu. Með þeim fari fram mat á mjög afmörkuðum þáttum. Um leið sé öðrum mikilvægum þáttum menntunar ekkert vægi gefið. Þá sé notkun þess til að bera saman skóla umdeilt enda afar viðkvæmt viðfangsefni. Lítið er gert úr álaginu sem þessu fylgir á allt skólakerfið. Endurtekið hafa ungmenni verið sett í óboðlegar aðstæður, þar sem ekkert verður af prófinu þau eru látin mæta í. Þá fylgir því töluvert rask á annað skólastarf í hvert sinn sem samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir. Þegar allar þessar skiptu skoðanir eru vegnar og metnar skyldi maður ætla að það matstæki sem fyrir valinu verður sé þannig úr garði gert að því sé treystandi. Ekki bara í inntaki heldur ekki síður í framkvæmdinni sjálfri. Gamlar fréttir af innviðum menntakerfisins Ár eftir ár gerast sömu mistökin. Ástæðan. Jú tölvukerfið er úrelt. Það er ekki ný frétt, heldur hefur það verið vitað í a.m.k. þrjú ár. En svo virðist sem menntamálaráðherra hafi ítrekað hunsað skilaboð forstjóra Menntamálastofnunar og eitthvert hökt virðist vera á talsambandi þeirra á milli. Forstjórinn hefur sent 12 minnisblöð til ráðuneytisins um vandann og reynt að fá ráðuneytið í lið með sér til að leysa hann. En ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir mistökin endurtaki sig. Tækifærin í úreltu kerfi Það hefur vakið sérstaka athygli mína að heyra hvaða augum menntamálaráðherra lítur þennan endurtekinn gjörning. Að mati Lilju Alfreðsdóttur er hér um sérstakt tækifæri að ræða, til að halda àfram. Halda àfram hvert? Hvernig getur ráðherra ítrekað talað um tækifærin sem felast í úreltu kerfi? Tækifæri ráðherra til að koma í veg fyrir endurtekið klúður kom upp í hendurnar á henni fyrir þremur árum og 12 minnisblöðum síðan. Það tækifæri nýtti hún sér til að hunsa stöðuna, ár eftir ár. Er þetta eitthvert grín? Hvar er kjarkurinn til að breyta? Eins og fram hefur komið hjá forstjóra Menntamálastofnunar var ódýrasta kerfið valið til að halda utan um samræmd könnunarpróf og skýrir það að stóru leyti af hverju framlagning þess hefur ítrekað klúðrast. Er það virkilega þannig að þegar innviðir menntunar eru undir að þá leyfist að bjóða upp á það versta í stöðunni? Í mínum huga er þetta ekkert annað en virðingaleysi gagnvart nemendum og kennurum. Í stað þess að tala um “sérstakt tækifæri” væri ráðherra nær að viðurkenna að ítrekað hafa verið gerð mistök í ákvarðanatöku við skipulag og framkvæmd þessara samræmdu könnunarprófa. Niðurstaðan er staða sem er ólíðandi fyrir alla, nemendur, kennara og skólastjórnendur. Staða sem margir myndu segja að væri skandall. Þrjár misheppnaðar tilraunir til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með úreltu kerfi, fréttaflutningur í þrjú ár af angistarfullum ungmennum og 12 minnisblöð til ráðherra eru loksins að opna augu ráðherra fyrir mikilvægi þess að breyta kerfinu. Vonandi opnast líka augu hennar fyrir því að það er ekki nóg að kaupa bara nýtt tölvukerfi. Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Sara Dögg Svanhildardóttir Grunnskólar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta upp og skoða hvort kerfið allt sé í samræmdum könnunarprófum að standa sig eitthvað betur. Er samræmt námsmat í úreltu kerfi betra en ekkert? Það eru skiptar skoðanir um fyrirlögn samræmdra könnunarpróf. Sitt sýnist hverjum um tilgang þeirra og gagnsemi. Prófin þykja streituvaldandi, ekki eingöngu gagnvart nemendum heldur skólasamfélaginu öllu. Með þeim fari fram mat á mjög afmörkuðum þáttum. Um leið sé öðrum mikilvægum þáttum menntunar ekkert vægi gefið. Þá sé notkun þess til að bera saman skóla umdeilt enda afar viðkvæmt viðfangsefni. Lítið er gert úr álaginu sem þessu fylgir á allt skólakerfið. Endurtekið hafa ungmenni verið sett í óboðlegar aðstæður, þar sem ekkert verður af prófinu þau eru látin mæta í. Þá fylgir því töluvert rask á annað skólastarf í hvert sinn sem samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir. Þegar allar þessar skiptu skoðanir eru vegnar og metnar skyldi maður ætla að það matstæki sem fyrir valinu verður sé þannig úr garði gert að því sé treystandi. Ekki bara í inntaki heldur ekki síður í framkvæmdinni sjálfri. Gamlar fréttir af innviðum menntakerfisins Ár eftir ár gerast sömu mistökin. Ástæðan. Jú tölvukerfið er úrelt. Það er ekki ný frétt, heldur hefur það verið vitað í a.m.k. þrjú ár. En svo virðist sem menntamálaráðherra hafi ítrekað hunsað skilaboð forstjóra Menntamálastofnunar og eitthvert hökt virðist vera á talsambandi þeirra á milli. Forstjórinn hefur sent 12 minnisblöð til ráðuneytisins um vandann og reynt að fá ráðuneytið í lið með sér til að leysa hann. En ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir mistökin endurtaki sig. Tækifærin í úreltu kerfi Það hefur vakið sérstaka athygli mína að heyra hvaða augum menntamálaráðherra lítur þennan endurtekinn gjörning. Að mati Lilju Alfreðsdóttur er hér um sérstakt tækifæri að ræða, til að halda àfram. Halda àfram hvert? Hvernig getur ráðherra ítrekað talað um tækifærin sem felast í úreltu kerfi? Tækifæri ráðherra til að koma í veg fyrir endurtekið klúður kom upp í hendurnar á henni fyrir þremur árum og 12 minnisblöðum síðan. Það tækifæri nýtti hún sér til að hunsa stöðuna, ár eftir ár. Er þetta eitthvert grín? Hvar er kjarkurinn til að breyta? Eins og fram hefur komið hjá forstjóra Menntamálastofnunar var ódýrasta kerfið valið til að halda utan um samræmd könnunarpróf og skýrir það að stóru leyti af hverju framlagning þess hefur ítrekað klúðrast. Er það virkilega þannig að þegar innviðir menntunar eru undir að þá leyfist að bjóða upp á það versta í stöðunni? Í mínum huga er þetta ekkert annað en virðingaleysi gagnvart nemendum og kennurum. Í stað þess að tala um “sérstakt tækifæri” væri ráðherra nær að viðurkenna að ítrekað hafa verið gerð mistök í ákvarðanatöku við skipulag og framkvæmd þessara samræmdu könnunarprófa. Niðurstaðan er staða sem er ólíðandi fyrir alla, nemendur, kennara og skólastjórnendur. Staða sem margir myndu segja að væri skandall. Þrjár misheppnaðar tilraunir til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með úreltu kerfi, fréttaflutningur í þrjú ár af angistarfullum ungmennum og 12 minnisblöð til ráðherra eru loksins að opna augu ráðherra fyrir mikilvægi þess að breyta kerfinu. Vonandi opnast líka augu hennar fyrir því að það er ekki nóg að kaupa bara nýtt tölvukerfi. Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar