Stríður straumur fólks í Geldingadal: Dæmi um að fólk mæti á gallabuxum og strigaskóm Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. mars 2021 17:51 Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hafa sumir greinilega hætt sér ákaflega nálægt gosinu. Vísir/Sigurjón Fólk hefur í dag lagt leið sína í stríðum straumum að eldgosinu í Geldingadal. Lokað er fyrir bílaumferð inn á svæðið en fólki hefur verið hleypt inn á svæðið fótgangandi. Dæmi eru um að fólk hafi lagt af stað á vettvang illa búið fyrir þær aðstæður sem blasa við á svæðinu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur beint þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Guðni Hans Sigþórsson hjá Björgunarfélagi Hafnarfjarðar stóð vaktina á Suðurstrandavegi austan við Grindavík í dag þar sem hann hafði eftirlit með umferð á svæðinu. Hann var til viðtals í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í dag. „Við erum ekki að banna fólki að koma fótgangandi en við mælum gegn því. Það er lítið sem ekkert að sjá, þetta er mjög slæm yfirferð að fara hérna og það getur verið mikil hætta á gasmengun hérna,“ sagði Guðni. „Vegurinn er lokaður sökum sigs í veginum og Vegagerðin er með veginn lokaðan vegna þess.“ Fólk steymir að eldgosinu í Geldingadal líkt og ólgandi kvikan streymir upp úr iðrum jarðar.Vísir/Sigurjón Rætt sé við alla sem mæti á svæðið og varað við aðstæðum. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi fólks haldið leið sinni áfram til að berja gosið augum. „Fólk fer hérna bara inn á sinni eigin ábyrgð en við höfum verið að stoppa þá sem að við náum til og mælum gegn því að fólk sé að fara hérna. Bæði það að þetta er ekkert sérstaklega gott færi, þetta er náttúrlega bara bratt fjalllendi og hraun en síðan er fólk misvel búið. Það er alveg dæmi um það að fólk sé að koma hérna á gallabuxum og strigaskóm sem er ekki alveg besti búnaður til þess að vera að fara í þetta,“ segir Guðni. Hann segist ekki hafa nokkurn skilning á ævintýraþörf fólks sem kýs að fara að gosinu illa búið. „Maður sér þetta ekki neitt nema þú sért kominn langleiðina að þessu og þegar þú ert kominn að þessu þá ertu bara kominn inn á stórhættulegt svæði. Þannig að ég mæli bara með því að fólk horfi á þetta bara á netinu, að það sé bara skásti kosturinn,“ segir Guðni. Þessi var óhræddur við að berja eldgosið augum úr nálægð.Vísir/Sigurjón Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur beint þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Guðni Hans Sigþórsson hjá Björgunarfélagi Hafnarfjarðar stóð vaktina á Suðurstrandavegi austan við Grindavík í dag þar sem hann hafði eftirlit með umferð á svæðinu. Hann var til viðtals í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í dag. „Við erum ekki að banna fólki að koma fótgangandi en við mælum gegn því. Það er lítið sem ekkert að sjá, þetta er mjög slæm yfirferð að fara hérna og það getur verið mikil hætta á gasmengun hérna,“ sagði Guðni. „Vegurinn er lokaður sökum sigs í veginum og Vegagerðin er með veginn lokaðan vegna þess.“ Fólk steymir að eldgosinu í Geldingadal líkt og ólgandi kvikan streymir upp úr iðrum jarðar.Vísir/Sigurjón Rætt sé við alla sem mæti á svæðið og varað við aðstæðum. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi fólks haldið leið sinni áfram til að berja gosið augum. „Fólk fer hérna bara inn á sinni eigin ábyrgð en við höfum verið að stoppa þá sem að við náum til og mælum gegn því að fólk sé að fara hérna. Bæði það að þetta er ekkert sérstaklega gott færi, þetta er náttúrlega bara bratt fjalllendi og hraun en síðan er fólk misvel búið. Það er alveg dæmi um það að fólk sé að koma hérna á gallabuxum og strigaskóm sem er ekki alveg besti búnaður til þess að vera að fara í þetta,“ segir Guðni. Hann segist ekki hafa nokkurn skilning á ævintýraþörf fólks sem kýs að fara að gosinu illa búið. „Maður sér þetta ekki neitt nema þú sért kominn langleiðina að þessu og þegar þú ert kominn að þessu þá ertu bara kominn inn á stórhættulegt svæði. Þannig að ég mæli bara með því að fólk horfi á þetta bara á netinu, að það sé bara skásti kosturinn,“ segir Guðni. Þessi var óhræddur við að berja eldgosið augum úr nálægð.Vísir/Sigurjón
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira