Ættu að geta farið nýstikuðu leiðina á einum og hálfum tíma Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 22:57 Björgunarsveitarmenn frá Þorbirni sjást hér í aftakaveðri við stikun í dag. Leiðin sem þeir stikuðu sést merkt hér til hægri. Samsett Björgunarsveitin Þorbjörn hefur lokið við að stika gönguleið að gosstöðvunum í Geldingadal. Gönguleiðin hefst við Suðurstrandarveg og sveitin segir að vel búið göngufólk geti farið hana á einum og hálfum klukkutíma. Gríðarmikil ásókn hefur verið í eldosið í Geldingadal um helgina. Gosið er mjög úr alfaraleið og erfiðar aðstæður hafa verið í nágrenni þess; vont veður og merkingar engar. Björgunarsveitin Þorbjörn hefur þurft að aðstoða fjölmarga göngumenn sem villst hafa af leið eða verið orðnir kaldir og hraktir á langri göngu. Allt í skrúfuna í gærkvöldi „Það er einfaldlega þannig að við fengum þetta eldgos beint í fangið og á stað sem er mjög óaðgengilegur. Þangað liggja hvorki gönguleiðir né vegslóðar sem gerir þetta verkefni mun flóknara fyrir okkur. Ofan á þetta hefur verið mjög hvasst og leiðinlegt veður,“ segir björgunarsveitin í færslu á Facebook í kvöld. „Á meðan við höfum verið að ná utan um ástandið hefur fólk í þúsundatali lagt leið sína á svæðið. Okkur þykir það mjög skiljanlegt og við vildum að við gætum tekið betur á móti öllum. Í gærkvöldi fór svo allt í skrúfuna og fólki gekk illa að komast frá eldgosinu sem endaði með fjölda örmagna fólks sem þurfti á aðstoð okkar að halda. Við vildum óska þess að staðan væri betri og viljum koma því á framfæri hér með að við björgunarsveitarfólk erum einfaldlega sjálfboðaliðar sem hlaupa undir bagga með ýmsum aðilum þegar á reynir. Við tökum ekki ákvarðanir um lokanir né skilgreind hættusvæði, stofnanir og lögregla gera það.“ Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Sú leið hefur nú verið stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf Sjö kílómetrar fram og til baka Síðdegis í dag fór tíu manna hópur björgunarsveitarmanna upp á Fagradalsfjall í aftakaveðri og stikaði þægilega gönguleið að gosinu fyrir þá sem vilja berja það augum. „Nú er hægt að ganga stikaða slóð frá Suðurstrandavegi að gosstöðvunun á mjög þægilegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3.5 km eða 7 km fram og til baka,“ segir í færslu Þorbjarnar. Leiðin liggur frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika og hækkunin um 300 metrar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg fyrr í dag. Vegna eldgosins í Fagradalsfjalli Það eru nokkur atriði sem Björgunarsveitin Þorbjörn vill koma á framfæri í tengslum...Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Mánudagur, 22. mars 2021 Fólk er þó beðið að fara varlega, fylgjast með veðurspá og vera vel búið til göngunnar. Þá megi búast við því að vind lægi en þá eykst hættan á gasmengun verulega. „Það er vegna þess að gígurinn er í mikilli lægð og þegar vindurinn blæs ekki gasinu frá leggst það ofan í lægðina. Að endingu viljum við vinsamlegast biðja fólk um að vera ekki að ganga ofan á nýja hrauninu, það er einfaldlega stórhættulegt!“ Svona verður opnuninni háttað á Suðurstrandarvegi.Vegagerðin Vegagerðin boðaði í dag að Suðurstrandarvegur, sem staðið hefur lokaður síðan 18. mars, verði opnaður með takmörkunum í kvöld, sem sjást á myndinni hér fyrir ofan. Vegurinn er þó enn lokaður allri almennri umferð milli Grindavíkur og gatnamóta við Krýsuvíkurveg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni um tíuleytið í kvöld. Þá er vert að taka fram að almannavarnir hafa lokað gossvæðinu og er sú lokun enn í gildi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. 22. mars 2021 20:24 Opna Suðurstrandarveg með takmörkunum í kvöld Suðurstrandarvegur verður opnaður með takmörkunum í kvöld mánudaginn 22. mars en vegurinn hefur staðið lokaður síðan á fimmtudag, degi áður en eldgos hófst í Geldingadal. 22. mars 2021 18:41 Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Gríðarmikil ásókn hefur verið í eldosið í Geldingadal um helgina. Gosið er mjög úr alfaraleið og erfiðar aðstæður hafa verið í nágrenni þess; vont veður og merkingar engar. Björgunarsveitin Þorbjörn hefur þurft að aðstoða fjölmarga göngumenn sem villst hafa af leið eða verið orðnir kaldir og hraktir á langri göngu. Allt í skrúfuna í gærkvöldi „Það er einfaldlega þannig að við fengum þetta eldgos beint í fangið og á stað sem er mjög óaðgengilegur. Þangað liggja hvorki gönguleiðir né vegslóðar sem gerir þetta verkefni mun flóknara fyrir okkur. Ofan á þetta hefur verið mjög hvasst og leiðinlegt veður,“ segir björgunarsveitin í færslu á Facebook í kvöld. „Á meðan við höfum verið að ná utan um ástandið hefur fólk í þúsundatali lagt leið sína á svæðið. Okkur þykir það mjög skiljanlegt og við vildum að við gætum tekið betur á móti öllum. Í gærkvöldi fór svo allt í skrúfuna og fólki gekk illa að komast frá eldgosinu sem endaði með fjölda örmagna fólks sem þurfti á aðstoð okkar að halda. Við vildum óska þess að staðan væri betri og viljum koma því á framfæri hér með að við björgunarsveitarfólk erum einfaldlega sjálfboðaliðar sem hlaupa undir bagga með ýmsum aðilum þegar á reynir. Við tökum ekki ákvarðanir um lokanir né skilgreind hættusvæði, stofnanir og lögregla gera það.“ Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Sú leið hefur nú verið stikuð.Vísir/Loftmyndir ehf Sjö kílómetrar fram og til baka Síðdegis í dag fór tíu manna hópur björgunarsveitarmanna upp á Fagradalsfjall í aftakaveðri og stikaði þægilega gönguleið að gosinu fyrir þá sem vilja berja það augum. „Nú er hægt að ganga stikaða slóð frá Suðurstrandavegi að gosstöðvunun á mjög þægilegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3.5 km eða 7 km fram og til baka,“ segir í færslu Þorbjarnar. Leiðin liggur frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika og hækkunin um 300 metrar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg fyrr í dag. Vegna eldgosins í Fagradalsfjalli Það eru nokkur atriði sem Björgunarsveitin Þorbjörn vill koma á framfæri í tengslum...Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Mánudagur, 22. mars 2021 Fólk er þó beðið að fara varlega, fylgjast með veðurspá og vera vel búið til göngunnar. Þá megi búast við því að vind lægi en þá eykst hættan á gasmengun verulega. „Það er vegna þess að gígurinn er í mikilli lægð og þegar vindurinn blæs ekki gasinu frá leggst það ofan í lægðina. Að endingu viljum við vinsamlegast biðja fólk um að vera ekki að ganga ofan á nýja hrauninu, það er einfaldlega stórhættulegt!“ Svona verður opnuninni háttað á Suðurstrandarvegi.Vegagerðin Vegagerðin boðaði í dag að Suðurstrandarvegur, sem staðið hefur lokaður síðan 18. mars, verði opnaður með takmörkunum í kvöld, sem sjást á myndinni hér fyrir ofan. Vegurinn er þó enn lokaður allri almennri umferð milli Grindavíkur og gatnamóta við Krýsuvíkurveg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni um tíuleytið í kvöld. Þá er vert að taka fram að almannavarnir hafa lokað gossvæðinu og er sú lokun enn í gildi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. 22. mars 2021 20:24 Opna Suðurstrandarveg með takmörkunum í kvöld Suðurstrandarvegur verður opnaður með takmörkunum í kvöld mánudaginn 22. mars en vegurinn hefur staðið lokaður síðan á fimmtudag, degi áður en eldgos hófst í Geldingadal. 22. mars 2021 18:41 Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gærkvöldi og í nótt Þrátt fyrir lokanir björgunarsveita og lögreglu að eldgosinu reyndi fólk að komast að svæðinu í dag. Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu vel á hundrað manns sem reyndu að berja eldgosið augum í gærkvöldi og í nótt. Fjörutíu leituðu á fjöldahjálparstöð í Grindavík. 22. mars 2021 20:24
Opna Suðurstrandarveg með takmörkunum í kvöld Suðurstrandarvegur verður opnaður með takmörkunum í kvöld mánudaginn 22. mars en vegurinn hefur staðið lokaður síðan á fimmtudag, degi áður en eldgos hófst í Geldingadal. 22. mars 2021 18:41
Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. 22. mars 2021 14:44