Öflugri sem ein heild Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 24. mars 2021 09:38 Sumir tala um það að setja upp „landsbyggðargleraugun” þegar að þingmenn eða aðrir ráðamenn vekja athygli á málefnum landsbyggðarinnar. Ég á mér þann draum að fólk þurfi ekki að setja sig í stellingar til að standa fyrir málefnum er varða landsbyggðina. Þvert á móti hugmyndir margra, þá vilja ekkert allir búa á höfuðborgarsvæðinu og þannig viljum við líka ekki hafa byggðina í landinu. Við viljum eiga þann kost á að geta dreift byggð og átt sterka og öfluga kjarna í fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Gæðunum er misskipt og það veldur togstreitu á milli suðvesturhornsins og landsbyggðarinnar. Norðurslóðamál á Norðurlandi – galin pæling? Norðurslóðastofnanir eru fjölmargar á Norðurlandi og flestar eru þær á Akureyri. Enda skildi það teljast eðlilegt að norðurslóðamálefni eigi heima á norðurlandi. Samt sem áður var það ekki fyrsti og eini augljósi kosturinn þegar velja átti “höfuðstað norðurslóðamála” á Íslandi. Eitthvað sem landsbyggðarbúum er augljóst þarf ekki að vera augljóst fyrir augum höfuðborgarbúa. Menning á sér líka stað á landsbyggðinni Það virðist einnig ekki vera tekið eftir því hversu öflugt menningarlíf er á landsbyggðinni. Samt virðist menningarmálaráðherra það nær ómögulegt að viðurkenna menningu hér út á landi til jafns við menningu á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegri jöfnun á grundvelli íbúafjölda er synjað. Áhugaleysið fyrir menningu á landsbyggðinni virðist vera algjört. Við þurfum að jafna metin Staðreyndin er sú að það er gríðarleg verðmætasköpun á landsbyggðinni sem hefur bætt lífskjör allra landsmanna. Sjávarútvegurinn, raforkan og auðlindirnar eru gæðin sem eru á víð og dreif um landið. Fjármagni til innviðauppbyggingar er þó ekki jafn vel skipt og gæðunum. Landsbyggðin þarfnast öflugra og áberandi þingmanna sem vekja stöðugt athygli á þessum atriðum. Vandamálið við „landsbyggðargleraugun“ er að gleraugun er hægt að taka niður. Málefni landsbyggðarinnar eiga ekki að vera þess eðlis að hægt sé að klæða sig í og úr þeim eftir hentisemi. Það þarf einna helst að fara að líta á málin á heildstæðan máta og jafna þannig leikinn. Ég vona að með skrifum mínum sé ég ekki að telja þér trú um að ég hafi einhverja óvild í garð höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti er það raunin. Ég trúi því hins vegar að landbyggðina verði að styrkja til að standa á móti öflugu og sterku höfuðborgarsvæðinu. Þannig bætum við lífsgæði allra. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Byggðamál Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sumir tala um það að setja upp „landsbyggðargleraugun” þegar að þingmenn eða aðrir ráðamenn vekja athygli á málefnum landsbyggðarinnar. Ég á mér þann draum að fólk þurfi ekki að setja sig í stellingar til að standa fyrir málefnum er varða landsbyggðina. Þvert á móti hugmyndir margra, þá vilja ekkert allir búa á höfuðborgarsvæðinu og þannig viljum við líka ekki hafa byggðina í landinu. Við viljum eiga þann kost á að geta dreift byggð og átt sterka og öfluga kjarna í fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Gæðunum er misskipt og það veldur togstreitu á milli suðvesturhornsins og landsbyggðarinnar. Norðurslóðamál á Norðurlandi – galin pæling? Norðurslóðastofnanir eru fjölmargar á Norðurlandi og flestar eru þær á Akureyri. Enda skildi það teljast eðlilegt að norðurslóðamálefni eigi heima á norðurlandi. Samt sem áður var það ekki fyrsti og eini augljósi kosturinn þegar velja átti “höfuðstað norðurslóðamála” á Íslandi. Eitthvað sem landsbyggðarbúum er augljóst þarf ekki að vera augljóst fyrir augum höfuðborgarbúa. Menning á sér líka stað á landsbyggðinni Það virðist einnig ekki vera tekið eftir því hversu öflugt menningarlíf er á landsbyggðinni. Samt virðist menningarmálaráðherra það nær ómögulegt að viðurkenna menningu hér út á landi til jafns við menningu á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegri jöfnun á grundvelli íbúafjölda er synjað. Áhugaleysið fyrir menningu á landsbyggðinni virðist vera algjört. Við þurfum að jafna metin Staðreyndin er sú að það er gríðarleg verðmætasköpun á landsbyggðinni sem hefur bætt lífskjör allra landsmanna. Sjávarútvegurinn, raforkan og auðlindirnar eru gæðin sem eru á víð og dreif um landið. Fjármagni til innviðauppbyggingar er þó ekki jafn vel skipt og gæðunum. Landsbyggðin þarfnast öflugra og áberandi þingmanna sem vekja stöðugt athygli á þessum atriðum. Vandamálið við „landsbyggðargleraugun“ er að gleraugun er hægt að taka niður. Málefni landsbyggðarinnar eiga ekki að vera þess eðlis að hægt sé að klæða sig í og úr þeim eftir hentisemi. Það þarf einna helst að fara að líta á málin á heildstæðan máta og jafna þannig leikinn. Ég vona að með skrifum mínum sé ég ekki að telja þér trú um að ég hafi einhverja óvild í garð höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti er það raunin. Ég trúi því hins vegar að landbyggðina verði að styrkja til að standa á móti öflugu og sterku höfuðborgarsvæðinu. Þannig bætum við lífsgæði allra. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun