Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 20:57 Will Smith er ein skærasta stjarnan í Hollywood. Honum þykir mikið til drónamyndbands Björns Steinbekks koma, þar sem drónanum er flogið inn í hraunsletturnar. Vísir/Getty/vilhelm Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. „Þetta er þriðja eldfjallið sem gýs rétt eftir að ég heimsæki það,“ skrifar Smith og virðist svekktur. Þá nafngreinir hann Björn Steinbekk, höfund myndbandsins, og hrósar honum fyrir færnina á drónann. „Ég ætla að kanna hvort ég finni leiðbeiningar í upptökunni um hvernig ég eigi að losna undan eldfjallabölvuninni minni,“ skrifar Smith að lokum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Smith dvaldi hér á landi við kvikmyndatökur í ágúst og september í fyrra. Hann fór meðal annars að Dettifossi og ferðaðist um Norðurland. Þá getur verið að í þeirri ferð hafi hann einnig farið á eldfjallaslóðir á Reykjanesi. Myndbandið sem Smith birtir er drónamyndband úr smiðju áðurnefns Björns af gossvæðinu. Myndbönd Björns, og einkum það sem Smith deilir í dag, hafa vakið heimsathygli. Björn ræddi vinsældir eldgosamyndbandanna og færni sína í drónaflugi við Vísi á þriðjudag. Will Smith er ein af skærustu stjörnum Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og svo mætti lengi telja. Hér fyrir neðan má sjá myndband Björns sem Smith deildi í dag. Í því flýgur Björn dróna sínum inn í hraunslettur sem spýtast upp úr gígnum. Þá má nálgast fleiri myndbönd á Instagram-reikningi Björns hér. Eldgos í Fagradalsfjalli Hollywood Eldgos og jarðhræringar Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Þetta er þriðja eldfjallið sem gýs rétt eftir að ég heimsæki það,“ skrifar Smith og virðist svekktur. Þá nafngreinir hann Björn Steinbekk, höfund myndbandsins, og hrósar honum fyrir færnina á drónann. „Ég ætla að kanna hvort ég finni leiðbeiningar í upptökunni um hvernig ég eigi að losna undan eldfjallabölvuninni minni,“ skrifar Smith að lokum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Smith dvaldi hér á landi við kvikmyndatökur í ágúst og september í fyrra. Hann fór meðal annars að Dettifossi og ferðaðist um Norðurland. Þá getur verið að í þeirri ferð hafi hann einnig farið á eldfjallaslóðir á Reykjanesi. Myndbandið sem Smith birtir er drónamyndband úr smiðju áðurnefns Björns af gossvæðinu. Myndbönd Björns, og einkum það sem Smith deilir í dag, hafa vakið heimsathygli. Björn ræddi vinsældir eldgosamyndbandanna og færni sína í drónaflugi við Vísi á þriðjudag. Will Smith er ein af skærustu stjörnum Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og svo mætti lengi telja. Hér fyrir neðan má sjá myndband Björns sem Smith deildi í dag. Í því flýgur Björn dróna sínum inn í hraunslettur sem spýtast upp úr gígnum. Þá má nálgast fleiri myndbönd á Instagram-reikningi Björns hér.
Eldgos í Fagradalsfjalli Hollywood Eldgos og jarðhræringar Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56
Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15
Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18