Veðurfræðingur og náttúruvársérfræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 07:48 Gosið út í ljósaskiptunum. Vísir/Vilhelm Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu. Hann sagði skjálftavirkni hafa verið mjög svipaða síðustu daga; engin tíðindi þar. Einar og Haraldur Eiríksson, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, eru sammála um að það sé ekkert vit í því fyrir fólk að fara að gosstöðvunum þegar líður á daginn. „Fólk ætti fyrst og fremst að hugsa um veðrið núna og klæða sig vel. Og helst að sleppa því að fara í dag,“ segir Einar. „Það er ekkert að veðrinu þarna núna en það er vaxandi austanátt og veðrið að versna og verður orðið allhvasst eftir hádegi,“ segir Haraldur. Veðurstofa spáir hvassviðri víðast hvar á landinu. Seint í dag er spáð stormi á gosstöðvunum. „Menn verða að huga að veðri og reyna að vera ekki með vindinn í fangið,“ segir Einar og vísar til hættunnar vegna gasmengunar. Fleiri leiðir hafi verið stikaðar og menn verði að vanda sig við að velja þá leið þar sem gasmengunin er minni. „Og þegar fólk er komið á svæðið; ekki setjast beint með gasið í fangið heldur reyna að finna stað þar sem er minni gasmengun og þú ert með vindinn í bakið.“ Einar ítrekar að þegar líður á daginn bæti verulega í vindinn en á morgun sé spáð breytilegri átt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið í dag og í spá veðurvaktar um gasdreifingu segir að ekkert útivistarveður verði við gosstöðvarnar síðdegis eða í kvöld. Mengun gæti borist til Grindavíkur, sem væri óholl fyrir viðkvæma. Gasdreifingarspáin verður uppfærð fyrir hádegi. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Hann sagði skjálftavirkni hafa verið mjög svipaða síðustu daga; engin tíðindi þar. Einar og Haraldur Eiríksson, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, eru sammála um að það sé ekkert vit í því fyrir fólk að fara að gosstöðvunum þegar líður á daginn. „Fólk ætti fyrst og fremst að hugsa um veðrið núna og klæða sig vel. Og helst að sleppa því að fara í dag,“ segir Einar. „Það er ekkert að veðrinu þarna núna en það er vaxandi austanátt og veðrið að versna og verður orðið allhvasst eftir hádegi,“ segir Haraldur. Veðurstofa spáir hvassviðri víðast hvar á landinu. Seint í dag er spáð stormi á gosstöðvunum. „Menn verða að huga að veðri og reyna að vera ekki með vindinn í fangið,“ segir Einar og vísar til hættunnar vegna gasmengunar. Fleiri leiðir hafi verið stikaðar og menn verði að vanda sig við að velja þá leið þar sem gasmengunin er minni. „Og þegar fólk er komið á svæðið; ekki setjast beint með gasið í fangið heldur reyna að finna stað þar sem er minni gasmengun og þú ert með vindinn í bakið.“ Einar ítrekar að þegar líður á daginn bæti verulega í vindinn en á morgun sé spáð breytilegri átt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið í dag og í spá veðurvaktar um gasdreifingu segir að ekkert útivistarveður verði við gosstöðvarnar síðdegis eða í kvöld. Mengun gæti borist til Grindavíkur, sem væri óholl fyrir viðkvæma. Gasdreifingarspáin verður uppfærð fyrir hádegi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Veður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira