Þjónandi forysta Eva Björk Harðardóttir skrifar 19. apríl 2021 07:01 Kynin eru almennt ólík að eðlisfari. Mismunandi hormón hafa áhrif á hvaða hlutar heilans í hverju kyni fyrir sig eru virkari en önnur. Við hugsum oft og leysum mál með mismunandi hætti eftir kynjum því styrkleikar okkar eru mismunandi. Við myndum alla jafna sambönd við okkar lífsförunauta út frá því hvernig við getum bætt hvert annað upp og virðumst oft dragast að andstæðum okkar. Tökum eftir hvernig hjón eru oft á tíðum ótrúlega ólík en samt samhent og farsæl í lífinu. Leiðtoga þessa lands þyrfti að mínu mati að velja sem þverskurð af því samfélagi sem þeim er ætlað að leiða eða þjóna hverju sinni. Þannig ættum við að ná sem bestum árangri þegar kemur að því að velta upp öllum hliðum þeirra mála sem við erum að glíma við hverju sinni. Afdrifaríkar ákvarðanatökur sem snerta líf og afkomu fólks í landinu má ekki gjaldfella með því að velja í leiðtogahlutverkin einhæfar stereotýpur með sömu menntun, búsetu og uppruna. Ég hef alla tíð aðhyllst þá aðferðarfræði, að leiðtogi þurfi að vera þjónn þeirra sem hann leiðir. Löngu áður en ég hafði heyrt um eða lesið mér til um þjónandi leiðtoga. Fyrst sem kennari, þar sem nemendur mínir og foreldrar voru þeir aðilar sem ég var að þjóna og síðar sem hótelstjóri. Þar uppgötvaði ég fljótlega að þar sem ég gat ekki sjálf verið í öllum hlutverkum til lengdar þá yrði ég að þjóna mínu starfsfólki á þann hátt að þau hefðu þau tæki og tól sem þau þörfnuðust til að þjóna gestum hótelsins þannig að þeir færu ánægðir frá okkur. Einnig er það ótvírætt þannig að ánægður starfsmaður er mun hæfari til að veita betri þjónustu en ósáttur starfsmaður. Sömu hugmyndafræði hef ég notað í sveitarstjórnarmálunum. Þeir sem veljast til forystu þurfa að mínu mati að vera tilbúnir að vera þjónar þess samfélags sem velur þá í það hlutverk ef vel á að vera. Það þýðir ekki það að slíkir leiðtogar verði þá eins og viljalaus verkfæri. Ákveðin framtíðarsýn og sterk gildi eru nauðsynlegt veganesti því ef þú ætlar að taka spor inn í framtíðina og ná fólkinu með þér, þá er eins gott að snúast ekki eins og skopparakringla eftir skoðunum síðasta ræðumanns. Á tímum þarf að taka erfiðar ákvarðanir en þá er eins gott að þær séu réttar fyrir heildina og skref í rétta átt þótt það komi ekki í ljós fyrr en seinna. Alþingismaður þarf að vera tilbúinn til að slá vörð um fólkið og fyrirtækin í landinu og veita þeim þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að geta vaxið og lifað góðu lífi í þessu landi. Ég tel mjög nauðsynlegt að koma hreint fram með skoðanir á umdeildum málaflokkum. Oft finnst mér eins og fólk veigri sér við að taka umræðuna ef skoðanir eru skiptar. Ég hef sjálf fallið í þá gryfju. En kjósendur eiga rétt á því að vita nákvæmlega fyrir hvað viðkomandi frambjóðendur standa, skoðanir þeirra og gildi. Ef við frambjóðendur, bjóðum uppá orðræðu sem við höldum að kjósendur vilji heyra í stað þess að koma hreint fram og bera það á borð sem kjósendur þurfa að heyra, þá erum við að svíkja þá. Höfundur er í framboði til prófkjörs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 29. maí nk. og sækist eftir 2.-3.sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Kynin eru almennt ólík að eðlisfari. Mismunandi hormón hafa áhrif á hvaða hlutar heilans í hverju kyni fyrir sig eru virkari en önnur. Við hugsum oft og leysum mál með mismunandi hætti eftir kynjum því styrkleikar okkar eru mismunandi. Við myndum alla jafna sambönd við okkar lífsförunauta út frá því hvernig við getum bætt hvert annað upp og virðumst oft dragast að andstæðum okkar. Tökum eftir hvernig hjón eru oft á tíðum ótrúlega ólík en samt samhent og farsæl í lífinu. Leiðtoga þessa lands þyrfti að mínu mati að velja sem þverskurð af því samfélagi sem þeim er ætlað að leiða eða þjóna hverju sinni. Þannig ættum við að ná sem bestum árangri þegar kemur að því að velta upp öllum hliðum þeirra mála sem við erum að glíma við hverju sinni. Afdrifaríkar ákvarðanatökur sem snerta líf og afkomu fólks í landinu má ekki gjaldfella með því að velja í leiðtogahlutverkin einhæfar stereotýpur með sömu menntun, búsetu og uppruna. Ég hef alla tíð aðhyllst þá aðferðarfræði, að leiðtogi þurfi að vera þjónn þeirra sem hann leiðir. Löngu áður en ég hafði heyrt um eða lesið mér til um þjónandi leiðtoga. Fyrst sem kennari, þar sem nemendur mínir og foreldrar voru þeir aðilar sem ég var að þjóna og síðar sem hótelstjóri. Þar uppgötvaði ég fljótlega að þar sem ég gat ekki sjálf verið í öllum hlutverkum til lengdar þá yrði ég að þjóna mínu starfsfólki á þann hátt að þau hefðu þau tæki og tól sem þau þörfnuðust til að þjóna gestum hótelsins þannig að þeir færu ánægðir frá okkur. Einnig er það ótvírætt þannig að ánægður starfsmaður er mun hæfari til að veita betri þjónustu en ósáttur starfsmaður. Sömu hugmyndafræði hef ég notað í sveitarstjórnarmálunum. Þeir sem veljast til forystu þurfa að mínu mati að vera tilbúnir að vera þjónar þess samfélags sem velur þá í það hlutverk ef vel á að vera. Það þýðir ekki það að slíkir leiðtogar verði þá eins og viljalaus verkfæri. Ákveðin framtíðarsýn og sterk gildi eru nauðsynlegt veganesti því ef þú ætlar að taka spor inn í framtíðina og ná fólkinu með þér, þá er eins gott að snúast ekki eins og skopparakringla eftir skoðunum síðasta ræðumanns. Á tímum þarf að taka erfiðar ákvarðanir en þá er eins gott að þær séu réttar fyrir heildina og skref í rétta átt þótt það komi ekki í ljós fyrr en seinna. Alþingismaður þarf að vera tilbúinn til að slá vörð um fólkið og fyrirtækin í landinu og veita þeim þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að geta vaxið og lifað góðu lífi í þessu landi. Ég tel mjög nauðsynlegt að koma hreint fram með skoðanir á umdeildum málaflokkum. Oft finnst mér eins og fólk veigri sér við að taka umræðuna ef skoðanir eru skiptar. Ég hef sjálf fallið í þá gryfju. En kjósendur eiga rétt á því að vita nákvæmlega fyrir hvað viðkomandi frambjóðendur standa, skoðanir þeirra og gildi. Ef við frambjóðendur, bjóðum uppá orðræðu sem við höldum að kjósendur vilji heyra í stað þess að koma hreint fram og bera það á borð sem kjósendur þurfa að heyra, þá erum við að svíkja þá. Höfundur er í framboði til prófkjörs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 29. maí nk. og sækist eftir 2.-3.sæti.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar