Börnin bíða í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. apríl 2021 08:01 Biðlistar á leikskólum Garðabæjar eru staðreynd. Hversu óþægilegt sem það er fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar sem hafa haft uppi metnaðarfull loforð fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Undanfarin ár hefur meirihlutinn hins vegar ítrekað misreiknað sig í áætlunum um íbúafjölgun komandi árs. Og af því að Sjálfstæðismenn reikna ekki rétt, hefur sveitarfélagið ekki getað undirbúið sig, þannig að sómi sé af, fyrir að taka á móti nýjum bæjarbúum. Biðlistar eru staðreynd Hátt í hundrað 4 og 5 ára börn hefur verið komið fyrir í grunnskólanum í Urriðaholti sem þrengir verulega að grunnskólabörnum í hverfinu. 104 börn sem eru fædd árið 2019 eða fyrr eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Foreldrar 274 barna fædd árið 2020 bíða svo haustsins til að sjá hve mörg pláss losna en hafa enga tryggingu fyrir því að biðlistinn styttist. Þá fyrst er ákveðið að koma fyrir færanlegum skólastofum við Sunnuhvol til að bregðast við skorti á leikskólaplássum í Garðabæ. Við vitum þó ekki hvenær skólastofurnar verða tilbúnar. Biðlistarnir eru fyrirsjáanlegur vandi og færanlegu skólastofurnar lausn sem við í Garðabæjarlistanum lögðum til síðasta haust. En meirihlutinn sá ekki vandann þá. Í stað þess að búa til leikskólapláss var búinn til leikskólabiðlisti. Sárt að horfast í augu við sannleikann Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs notaði tækifærið á síðasta fundi bæjarráðs, þar sem ég á ekki sæti, til að bóka sérstaklega um gagnrýni mína á þessa heimatilbúnu leikskólabiðlista og skort á þjónustu og segir hana ranga. Það væri heiðarlegra hjá henni að taka upp umræðuna við mig sjálfa, ef hún telur þessar tölur um fjölda barna sem bíða eftir leikskólaplássi eða hefur verið komið inn á grunnskóla rangar. En það getur hún ekki því þetta er staðan í dag í Garðabæ. Það er ekki þægileg staðreynd að horfast í augu við en hún er sönn. Við erum sammála um að það er frábær þróun að fá ungt fjölskufólk í sveitarfélagið. Við í Garðabæjarlistanum viljum bara standa faglega að hlutum, sjá íbúaþróun fyrir og vera tilbúin með þjónustuna. Ítrekað höfum við séð hvernig meirihlutinn í Garðabæ vanáætlar íbúafjölgun, til þess að afkoma í ársreikningi líti betur út. Afleiðingin er að þegar fólk flytur til Garðabæjar, þá er þjónustan sem var búið að lofa ekki fyrir hendi. Þess vegna höfum við mótmælt áætlunum meirihlutans um íbúafjölgun við gerð fjárhagsáætlana. Þess vegna lögðum við til síðasta haust að brugðist yrði strax við skorti á leikskólaplássi. Ekki hlustað á fjármálaráðherra eða raunverulegar tölur Garðabær hefði strax á síðasta árið getað hafið skipulag og byggingu leikskóla sem þörf er á í nýju hverfi. Það hefði líka rímað vel við ákall Bjarna Benediktssonar um auknar fjárfestingar sveitarfélaga. En Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ vildi ekki hlusta á Bjarna, raunverulegar tölur eða staðreyndirnar sem Garðabæjarlistinn lagði fram. Því var ekki byggt upp í samræmi við raunverulega þörf, með öllum þeim óþægindum sem það hefur í för með sér fyrir fjölda fjölskyldna í Garðabæ. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Biðlistar á leikskólum Garðabæjar eru staðreynd. Hversu óþægilegt sem það er fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar sem hafa haft uppi metnaðarfull loforð fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Undanfarin ár hefur meirihlutinn hins vegar ítrekað misreiknað sig í áætlunum um íbúafjölgun komandi árs. Og af því að Sjálfstæðismenn reikna ekki rétt, hefur sveitarfélagið ekki getað undirbúið sig, þannig að sómi sé af, fyrir að taka á móti nýjum bæjarbúum. Biðlistar eru staðreynd Hátt í hundrað 4 og 5 ára börn hefur verið komið fyrir í grunnskólanum í Urriðaholti sem þrengir verulega að grunnskólabörnum í hverfinu. 104 börn sem eru fædd árið 2019 eða fyrr eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Foreldrar 274 barna fædd árið 2020 bíða svo haustsins til að sjá hve mörg pláss losna en hafa enga tryggingu fyrir því að biðlistinn styttist. Þá fyrst er ákveðið að koma fyrir færanlegum skólastofum við Sunnuhvol til að bregðast við skorti á leikskólaplássum í Garðabæ. Við vitum þó ekki hvenær skólastofurnar verða tilbúnar. Biðlistarnir eru fyrirsjáanlegur vandi og færanlegu skólastofurnar lausn sem við í Garðabæjarlistanum lögðum til síðasta haust. En meirihlutinn sá ekki vandann þá. Í stað þess að búa til leikskólapláss var búinn til leikskólabiðlisti. Sárt að horfast í augu við sannleikann Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs notaði tækifærið á síðasta fundi bæjarráðs, þar sem ég á ekki sæti, til að bóka sérstaklega um gagnrýni mína á þessa heimatilbúnu leikskólabiðlista og skort á þjónustu og segir hana ranga. Það væri heiðarlegra hjá henni að taka upp umræðuna við mig sjálfa, ef hún telur þessar tölur um fjölda barna sem bíða eftir leikskólaplássi eða hefur verið komið inn á grunnskóla rangar. En það getur hún ekki því þetta er staðan í dag í Garðabæ. Það er ekki þægileg staðreynd að horfast í augu við en hún er sönn. Við erum sammála um að það er frábær þróun að fá ungt fjölskufólk í sveitarfélagið. Við í Garðabæjarlistanum viljum bara standa faglega að hlutum, sjá íbúaþróun fyrir og vera tilbúin með þjónustuna. Ítrekað höfum við séð hvernig meirihlutinn í Garðabæ vanáætlar íbúafjölgun, til þess að afkoma í ársreikningi líti betur út. Afleiðingin er að þegar fólk flytur til Garðabæjar, þá er þjónustan sem var búið að lofa ekki fyrir hendi. Þess vegna höfum við mótmælt áætlunum meirihlutans um íbúafjölgun við gerð fjárhagsáætlana. Þess vegna lögðum við til síðasta haust að brugðist yrði strax við skorti á leikskólaplássi. Ekki hlustað á fjármálaráðherra eða raunverulegar tölur Garðabær hefði strax á síðasta árið getað hafið skipulag og byggingu leikskóla sem þörf er á í nýju hverfi. Það hefði líka rímað vel við ákall Bjarna Benediktssonar um auknar fjárfestingar sveitarfélaga. En Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ vildi ekki hlusta á Bjarna, raunverulegar tölur eða staðreyndirnar sem Garðabæjarlistinn lagði fram. Því var ekki byggt upp í samræmi við raunverulega þörf, með öllum þeim óþægindum sem það hefur í för með sér fyrir fjölda fjölskyldna í Garðabæ. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun