Töframennirnir stöðvuðu Curry, stórleikur Embiid dugði ekki til og Doncic sá um Detroit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 11:30 Luka Dončić var frábær að venju í nótt. Tom Pennington/Getty Images Það fóru ekki nema tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry snöggkólnaði gegn Washington Wizards, Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers þrátt fyrir stórleik Joel Embiid og Luka Dončić var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Russell Westbrook bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu er Washington Wizards unnu fjögurra stiga sigur á Golden State Warriors, lokatölur 118-114. Westbrook skoraði aðeins 14 stig en tók 20 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í liði Wizards. Stephen Curry tókst ekki að halda ótrúlegu gengi sínu áfram en hann hefur verið hreint ótrúlegur í aprílmánuði. Hann skoraði 18 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kelly Oubre Jr. var stigahæstur í liði Warriors. 27th triple-double of the season for @russwest44! #DCAboveAll14 PTS | 20 REB | 10 AST pic.twitter.com/qmR4HCXlyB— NBA (@NBA) April 22, 2021 Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik, lokatölur 116-113. Chris Paul átti mjög góðan leik að venju í liði Phoenix, hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 38 stig í liði 76ers ásamt því að taka 17 fráköst. Embiid var nálægt því að jafna leikinn eftir að Chris Paul klikkaði á vítaskoti undir lok leiks. Embiid náði boltanum og henti honum þvert yfir völlinn og var hársbreidd frá því að jafna metin. Joel Embiid was THIS CLOSE to sending it to OT in incredible fashion. pic.twitter.com/gw6eFGiml8— NBA (@NBA) April 22, 2021 Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas sem vann tíu stiga sigur á Detroit PIstons, lokatölur 127-117. Slóveninn ungi skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jerami Grant skoraði 26 stig í liði Pistons. New York Knicks vann einnig tíu stiga sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik, lokatölur 137-127. Julius Randle hefur verið nær óstöðvandi í liði Knicks undanfarnar vikur og var það enn á ný í nótt. Hann skoraði 40 stig og tók 11 fráköst. 40 PTS, 11 REB, 6 AST 8th consecutive victory NYK moves into 4th in EastJulius Randle lifts the @nyknicks in OT! pic.twitter.com/nfUc4aFoHY— NBA (@NBA) April 22, 2021 Clint Capela hélt áfram að taka fáránlega mörg fráköst í liði Atlanta, hann tók 22 slík ásamt því að skora 25 stig. Þá vann Denver Nuggets eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 106-105. Nikola Jokić skoraði 25 stig í liði Nuggets og tók 9 fráköst. Damian Lillard svar stigahæstur í liði Portland með 22 stig. 25 PTS, 9 REB, 5 AST from Jokic helps the @nuggets outlast Portland for their 4th straight W! #MileHighBasketball pic.twitter.com/JdefBJeugv— NBA (@NBA) April 22, 2021 Önnur úrslit Toronto Raptors 114-103 Brooklyn NetsIndiana Pacers 122-116 Oklahoma City ThunderCleveland Cavaliers 121-105 Chicago Bulls Houston Rockets 89-112 Utah Jazz San Antonio Spurs 87-107 Miami HeatSacramento Kings 128-125 Minnesota TimberwolvesLos Angeles Clippers 117-105 Memphis Grizzlies Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Russell Westbrook bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu er Washington Wizards unnu fjögurra stiga sigur á Golden State Warriors, lokatölur 118-114. Westbrook skoraði aðeins 14 stig en tók 20 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í liði Wizards. Stephen Curry tókst ekki að halda ótrúlegu gengi sínu áfram en hann hefur verið hreint ótrúlegur í aprílmánuði. Hann skoraði 18 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kelly Oubre Jr. var stigahæstur í liði Warriors. 27th triple-double of the season for @russwest44! #DCAboveAll14 PTS | 20 REB | 10 AST pic.twitter.com/qmR4HCXlyB— NBA (@NBA) April 22, 2021 Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik, lokatölur 116-113. Chris Paul átti mjög góðan leik að venju í liði Phoenix, hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 38 stig í liði 76ers ásamt því að taka 17 fráköst. Embiid var nálægt því að jafna leikinn eftir að Chris Paul klikkaði á vítaskoti undir lok leiks. Embiid náði boltanum og henti honum þvert yfir völlinn og var hársbreidd frá því að jafna metin. Joel Embiid was THIS CLOSE to sending it to OT in incredible fashion. pic.twitter.com/gw6eFGiml8— NBA (@NBA) April 22, 2021 Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas sem vann tíu stiga sigur á Detroit PIstons, lokatölur 127-117. Slóveninn ungi skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jerami Grant skoraði 26 stig í liði Pistons. New York Knicks vann einnig tíu stiga sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik, lokatölur 137-127. Julius Randle hefur verið nær óstöðvandi í liði Knicks undanfarnar vikur og var það enn á ný í nótt. Hann skoraði 40 stig og tók 11 fráköst. 40 PTS, 11 REB, 6 AST 8th consecutive victory NYK moves into 4th in EastJulius Randle lifts the @nyknicks in OT! pic.twitter.com/nfUc4aFoHY— NBA (@NBA) April 22, 2021 Clint Capela hélt áfram að taka fáránlega mörg fráköst í liði Atlanta, hann tók 22 slík ásamt því að skora 25 stig. Þá vann Denver Nuggets eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 106-105. Nikola Jokić skoraði 25 stig í liði Nuggets og tók 9 fráköst. Damian Lillard svar stigahæstur í liði Portland með 22 stig. 25 PTS, 9 REB, 5 AST from Jokic helps the @nuggets outlast Portland for their 4th straight W! #MileHighBasketball pic.twitter.com/JdefBJeugv— NBA (@NBA) April 22, 2021 Önnur úrslit Toronto Raptors 114-103 Brooklyn NetsIndiana Pacers 122-116 Oklahoma City ThunderCleveland Cavaliers 121-105 Chicago Bulls Houston Rockets 89-112 Utah Jazz San Antonio Spurs 87-107 Miami HeatSacramento Kings 128-125 Minnesota TimberwolvesLos Angeles Clippers 117-105 Memphis Grizzlies Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira