Slæmur endir á aprílmánuði um einhverfu hjá Reykjavíkurborg Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir skrifa 30. apríl 2021 15:49 Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum. Hluti þessara barna hefur áður verið í almennum bekkjum og ekki notið sín í því umhverfi en flestar umsóknir komu frá foreldrum barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þegar um einhverf börn er að ræða er að ýmsu að huga varðandi skólagöngu. Eru bekkir nógu fámennir? Hvernig er aðstaða í kennslustofunni þegar litið er til skynjunar, svo sem varðandi hljóðvist, lýsingu og eril? Er stuðningur nægilegur og haldbær þekking á einhverfu til staðar? Er fagþekking í skólanum til að mæta þörfum barnsins t.d. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari? Er námsefnið við hæfi eða er þekking til að búa til námsefni fyrir nemandann sem byggir á hans áhugasviði? Býðst nemandanum stuðningur í félagslegum samskiptum utan sem innan kennslustunda? Þetta er meðal þess sem þarf að vera í lagi en þó engan veginn tæmandi listi. Einhverfusamtökin hafa lengi bent þörf fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun. Einn þáttur í þeirri starfsemi væri fræðsla og ráðgjöf inn í skólasamfélagið til að auðvelda öllum skólum að taka á móti einhverfum nemendum og bjóða upp á það umhverfi sem hentar þeim hópi. Í grein um þessa yfirvofandi synjun sem birtist í Kjarnanum 30. apríl er vitnað í svör og ummæli fulltrúa Reykjavíkurborgar, þess efnis að metfjöldi umsókna í einhverfudeild í ár tengist meðal annars auknum greiningum en að einnig sé til staðar „misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði“ enda sé markmiðið að einhverfir nemendur fari í almennar bekkjardeildir. Þetta svar ýtir að okkar mati enn undir þörfina á því að sérþekkingu á einhverfu sé safnað á einn stað til að sporna gegn því að stefna aðila eins og Reykjavíkurborgar um að dreifa kröftunum hafi neikvæð áhrif á líf og líðan einhverfra barna. Hvað fjölgun greininga varðar er einnig rétt að halda því til haga að um þessar mundir bíða um 380 börn eftir greiningu vegna gruns um einhverfu á Þroska- og hegðunarstöð og einnig eru mörg börn á biðlista á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Biðtíminn eftir greiningur er allt að 24 mánuðir. Því má áætla að mun fleiri börn þurfi þjónustu en þessi 30. Það er misskilningur að skóli án aðgreiningar þýði að öll börn þurfi að læra inni í sama rými. Skóli án aðgreiningar á að bjóða öll börn velkomin í sinn heimaskóla í aðstæður sem henta hverjum og einum. Helstu sérþarfir einhverfra snúa að umhverfi og samskiptum. Skynáreiti ráða miklu um getu þeirra til að njóta sín í námi og leik. Það gefur auga leið að auðveldara er að mæta þessum þörfum í sérhönnuðu umhverfi en í ólíkum bekkjardeildum í misjöfnu umhverfi eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Markmið Reykjavíkurborgar um að einhverfudeildir heyri bráðum fortíðinni til eru afar metnaðarfull og í raun aðdáunarverð ef í þeim felst yfirlýsing um að bráðum verði öll rými í skólum borgarinnar einhverfuvæn. Að flúorperum verði útrýmt, hópar minnkaðir og hljóðvist bætt til muna. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. Á raunsærri nótum munum við hins vegar enn um sinn halda áfram að berjast fyrir viðunandi úrræðum fyrir einhverf börn á þeirra eigin forsendum. Óvissustaða 30 barna núna, sem og allra hinna sem bíða greiningar og stuðnings, ýtir enn undir mikilvægi þess að stjórnvöld bregðist við kröfum Einhverfusamtakanna um stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28. apríl 2021 13:27 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum. Hluti þessara barna hefur áður verið í almennum bekkjum og ekki notið sín í því umhverfi en flestar umsóknir komu frá foreldrum barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þegar um einhverf börn er að ræða er að ýmsu að huga varðandi skólagöngu. Eru bekkir nógu fámennir? Hvernig er aðstaða í kennslustofunni þegar litið er til skynjunar, svo sem varðandi hljóðvist, lýsingu og eril? Er stuðningur nægilegur og haldbær þekking á einhverfu til staðar? Er fagþekking í skólanum til að mæta þörfum barnsins t.d. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari? Er námsefnið við hæfi eða er þekking til að búa til námsefni fyrir nemandann sem byggir á hans áhugasviði? Býðst nemandanum stuðningur í félagslegum samskiptum utan sem innan kennslustunda? Þetta er meðal þess sem þarf að vera í lagi en þó engan veginn tæmandi listi. Einhverfusamtökin hafa lengi bent þörf fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun. Einn þáttur í þeirri starfsemi væri fræðsla og ráðgjöf inn í skólasamfélagið til að auðvelda öllum skólum að taka á móti einhverfum nemendum og bjóða upp á það umhverfi sem hentar þeim hópi. Í grein um þessa yfirvofandi synjun sem birtist í Kjarnanum 30. apríl er vitnað í svör og ummæli fulltrúa Reykjavíkurborgar, þess efnis að metfjöldi umsókna í einhverfudeild í ár tengist meðal annars auknum greiningum en að einnig sé til staðar „misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði“ enda sé markmiðið að einhverfir nemendur fari í almennar bekkjardeildir. Þetta svar ýtir að okkar mati enn undir þörfina á því að sérþekkingu á einhverfu sé safnað á einn stað til að sporna gegn því að stefna aðila eins og Reykjavíkurborgar um að dreifa kröftunum hafi neikvæð áhrif á líf og líðan einhverfra barna. Hvað fjölgun greininga varðar er einnig rétt að halda því til haga að um þessar mundir bíða um 380 börn eftir greiningu vegna gruns um einhverfu á Þroska- og hegðunarstöð og einnig eru mörg börn á biðlista á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Biðtíminn eftir greiningur er allt að 24 mánuðir. Því má áætla að mun fleiri börn þurfi þjónustu en þessi 30. Það er misskilningur að skóli án aðgreiningar þýði að öll börn þurfi að læra inni í sama rými. Skóli án aðgreiningar á að bjóða öll börn velkomin í sinn heimaskóla í aðstæður sem henta hverjum og einum. Helstu sérþarfir einhverfra snúa að umhverfi og samskiptum. Skynáreiti ráða miklu um getu þeirra til að njóta sín í námi og leik. Það gefur auga leið að auðveldara er að mæta þessum þörfum í sérhönnuðu umhverfi en í ólíkum bekkjardeildum í misjöfnu umhverfi eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Markmið Reykjavíkurborgar um að einhverfudeildir heyri bráðum fortíðinni til eru afar metnaðarfull og í raun aðdáunarverð ef í þeim felst yfirlýsing um að bráðum verði öll rými í skólum borgarinnar einhverfuvæn. Að flúorperum verði útrýmt, hópar minnkaðir og hljóðvist bætt til muna. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. Á raunsærri nótum munum við hins vegar enn um sinn halda áfram að berjast fyrir viðunandi úrræðum fyrir einhverf börn á þeirra eigin forsendum. Óvissustaða 30 barna núna, sem og allra hinna sem bíða greiningar og stuðnings, ýtir enn undir mikilvægi þess að stjórnvöld bregðist við kröfum Einhverfusamtakanna um stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna
Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28. apríl 2021 13:27
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun