Örorka og afkoma Atli Þór Þorvaldsson skrifar 30. apríl 2021 20:28 Á Íslandi er mikil velmegun. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims. Meðaltal launatekna er með því hæsta sem gerist. Landið er fámennt en ríkt af auðlindum, við eigum fiskinn í sjónum og við höfum virkjað bæði fallvötn og jarðhita. Og á síðustu árum, áður en heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á, flæddu ferðamenn til landsins og ný auðlind varð til. Í þessu ríka landi er samt ekki allt eins og best verður á kosið. Lífið er erfitt hjá of mörgum. Sumum er kerfislega gert lífið óþarflega erfitt. Auðlegðin er alls ekki í boði fyrir alla. Marga bresti má sjá í heilbrigðiskerfinu okkar. Starfsfólk er undir gríðarlegu álagi, tæki á Landspítala eru jafnvel gömul og úreld og biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengjast. Einn hópur sem mjög þarf á góðu heilbrigðiskerfi og stuðningi að halda, eru öryrkjar. Það er mikið tekið af fólki tekið þegar heilsan er ekki í lagi. Öryrkjar eru á öllum aldri og allir geta orðið öryrkjar hvenær sem er og á hvaða aldri sem er en enginn óskar sér þess. Örorkunni sem slíkri fylgja ýmis konar vandamál. Það er erfitt að glíma við fötlun og veikindi með öllum þeim takmörkunum, tálmunum, verkjum og vanlíðan sem heilsubrestinum gjarnan fylgir. Ofan á þetta allt saman er allt of langt gengið í að njörva sem flesta öryrkja niður í fátæktargildru. Öryrkjum eru skömmtuð kjör sem almennt er ekki hægt að lifa á. Sé horft til annarra hópa sem eru á kjörum sem duga ekki til framfærslu, er ekki úr vegi að benda á lágmarkslaun og atvinnuleysisbætur. Enginn vill vera á lágmarkslaunum, en almennt hafa þeir sem búa við slík kjör tækifæri til að hækka í launum með aukinni starfsreynslu og menntun. Í raun er engum ætlað að vera til lengdar á lægstu taxtalaunum. Lengst af hefur atvinnustig verið nokkuð gott í landinu og fáir þurft að búa við langtíma atvinnuleysi. Ástandið er óvenju slæmt núna, í kjölfar Covid-19 faraldursins. Það horfir þó til betri vegar. Vonandi er sá tími að koma aftur að allir geti fengið vinnu sem hafa til þess vilja og getu. Atvinnuleysistryggingar gera enda ekki ráð fyrir að fólk þurfi að vera á atvinnuleysisbótum til lengdar. Svo ótrúlega sem það hljómar þá eru öryrkjum skömmtuð kjör sem eru undir bæði lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum. Það segir sig sjálft að einstaklingur með skerta starfsgetu hefur ekki mikla möguleika til að bæta kjör sín. Menntun og starfsreynsla koma þar ekki að neinum notum. Hafi öryrkinn tækifæri og þrek til þess að vinna hlutastarf, þó ekki sé nema til þess að komast út á meðal fólks, þá eru skerðingar með þeim hætti að viðkomandi ber nánast ekkert úr bítum, þvert á móti er viðkomandi oft verr settur fjárhagslega með þátttöku á vinnumarkaði. Kerfið dæmir flesta öryrkja til fátæktar. Þegar föst útgjöld hafa verið greidd er lítið sem ekkert eftir fyrir nauðsynjum svo sem lyfjum og matvælum. Öryrkjum er markvisst og meðvitað haldið undir fátæktarmörkum. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa kjör allra landsmanna, annara en öryrkja, batnað. Þeir sitja algjörlega eftir. Tekjur þeirra duga ekki til almennrar framfærslu. Þær halda auk þess ekki í við launavísitölu. Skömmin er svo fullkomnuð með tekjutengingum, þannig að öryrkjum er gert illmögulegt að bæta kjör sín. Ef ástin knýr dyra hjá öryrkja verður það til þess að skerða afkomu hans. Það sama gildir þegar barn öryrkja verður 18 ára, við það eitt og sér versna kjör öryrkjans. Þá sjaldan sem stjórnmálamenn ræða kjör öryrkja, er iðulega farið með staðlausa stafi. Fjármálaráðherra hefur til dæmis rangtúlkað tölur með slíkum hætti að annað hvort er um yfirgripsmikið þekkingarleysi að ræða eða hreinlega viljandi rangfærslur. Öryrkjar landsins finna það vel á eigin skinni að þeir eru algjör afgangsstærð í augum stjórnvalda, sem ljá því ekki einu sinni máls að bæta kjör þeirra. Nú á að fara að safna aftur í sjóði samkvæmt fjármálaáætlun næstu ára. Ekki virðist nokkur áhugi á að bæta kjör okkar veikasta hóps. Þeirra sem minnst mega sín. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti, þegar því er haldið fram að vel hafi verið gert í málaflokknum. Í haust verða kosningar og kjörnir fulltrúar sækja um endurnýjað umboð. Árangursleysi núverandi stjórnvalda er mælanlegt og öryrkjar vita hvað þeir hafa ekki fengið. Er ekki rétt að minnast þess þegar komið er í kjörklefann í haust? Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er mikil velmegun. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims. Meðaltal launatekna er með því hæsta sem gerist. Landið er fámennt en ríkt af auðlindum, við eigum fiskinn í sjónum og við höfum virkjað bæði fallvötn og jarðhita. Og á síðustu árum, áður en heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á, flæddu ferðamenn til landsins og ný auðlind varð til. Í þessu ríka landi er samt ekki allt eins og best verður á kosið. Lífið er erfitt hjá of mörgum. Sumum er kerfislega gert lífið óþarflega erfitt. Auðlegðin er alls ekki í boði fyrir alla. Marga bresti má sjá í heilbrigðiskerfinu okkar. Starfsfólk er undir gríðarlegu álagi, tæki á Landspítala eru jafnvel gömul og úreld og biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengjast. Einn hópur sem mjög þarf á góðu heilbrigðiskerfi og stuðningi að halda, eru öryrkjar. Það er mikið tekið af fólki tekið þegar heilsan er ekki í lagi. Öryrkjar eru á öllum aldri og allir geta orðið öryrkjar hvenær sem er og á hvaða aldri sem er en enginn óskar sér þess. Örorkunni sem slíkri fylgja ýmis konar vandamál. Það er erfitt að glíma við fötlun og veikindi með öllum þeim takmörkunum, tálmunum, verkjum og vanlíðan sem heilsubrestinum gjarnan fylgir. Ofan á þetta allt saman er allt of langt gengið í að njörva sem flesta öryrkja niður í fátæktargildru. Öryrkjum eru skömmtuð kjör sem almennt er ekki hægt að lifa á. Sé horft til annarra hópa sem eru á kjörum sem duga ekki til framfærslu, er ekki úr vegi að benda á lágmarkslaun og atvinnuleysisbætur. Enginn vill vera á lágmarkslaunum, en almennt hafa þeir sem búa við slík kjör tækifæri til að hækka í launum með aukinni starfsreynslu og menntun. Í raun er engum ætlað að vera til lengdar á lægstu taxtalaunum. Lengst af hefur atvinnustig verið nokkuð gott í landinu og fáir þurft að búa við langtíma atvinnuleysi. Ástandið er óvenju slæmt núna, í kjölfar Covid-19 faraldursins. Það horfir þó til betri vegar. Vonandi er sá tími að koma aftur að allir geti fengið vinnu sem hafa til þess vilja og getu. Atvinnuleysistryggingar gera enda ekki ráð fyrir að fólk þurfi að vera á atvinnuleysisbótum til lengdar. Svo ótrúlega sem það hljómar þá eru öryrkjum skömmtuð kjör sem eru undir bæði lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum. Það segir sig sjálft að einstaklingur með skerta starfsgetu hefur ekki mikla möguleika til að bæta kjör sín. Menntun og starfsreynsla koma þar ekki að neinum notum. Hafi öryrkinn tækifæri og þrek til þess að vinna hlutastarf, þó ekki sé nema til þess að komast út á meðal fólks, þá eru skerðingar með þeim hætti að viðkomandi ber nánast ekkert úr bítum, þvert á móti er viðkomandi oft verr settur fjárhagslega með þátttöku á vinnumarkaði. Kerfið dæmir flesta öryrkja til fátæktar. Þegar föst útgjöld hafa verið greidd er lítið sem ekkert eftir fyrir nauðsynjum svo sem lyfjum og matvælum. Öryrkjum er markvisst og meðvitað haldið undir fátæktarmörkum. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa kjör allra landsmanna, annara en öryrkja, batnað. Þeir sitja algjörlega eftir. Tekjur þeirra duga ekki til almennrar framfærslu. Þær halda auk þess ekki í við launavísitölu. Skömmin er svo fullkomnuð með tekjutengingum, þannig að öryrkjum er gert illmögulegt að bæta kjör sín. Ef ástin knýr dyra hjá öryrkja verður það til þess að skerða afkomu hans. Það sama gildir þegar barn öryrkja verður 18 ára, við það eitt og sér versna kjör öryrkjans. Þá sjaldan sem stjórnmálamenn ræða kjör öryrkja, er iðulega farið með staðlausa stafi. Fjármálaráðherra hefur til dæmis rangtúlkað tölur með slíkum hætti að annað hvort er um yfirgripsmikið þekkingarleysi að ræða eða hreinlega viljandi rangfærslur. Öryrkjar landsins finna það vel á eigin skinni að þeir eru algjör afgangsstærð í augum stjórnvalda, sem ljá því ekki einu sinni máls að bæta kjör þeirra. Nú á að fara að safna aftur í sjóði samkvæmt fjármálaáætlun næstu ára. Ekki virðist nokkur áhugi á að bæta kjör okkar veikasta hóps. Þeirra sem minnst mega sín. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti, þegar því er haldið fram að vel hafi verið gert í málaflokknum. Í haust verða kosningar og kjörnir fulltrúar sækja um endurnýjað umboð. Árangursleysi núverandi stjórnvalda er mælanlegt og öryrkjar vita hvað þeir hafa ekki fengið. Er ekki rétt að minnast þess þegar komið er í kjörklefann í haust? Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun