DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2021 10:21 Kjerstin Braathen, forstjóri DNB, segir bankann taka gagnrýnina „mjög alvarlega“ og muni gangast undir greiðslu sektarinnar. EPA Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Frá þessu segir í frétt e24 en DNB sagði upp öllum viðskiptum sínum við Samherja í árslok 2019. Norska fjármálaeftirlitið gagnrýnir bankann harðlega í tilkynningu sinni. Kjerstin Braathen, forstjóri DNB, segir bankann taka gagnrýnina „mjög alvarlega“ og muni gangast við greiðslu sektarinnar. Norska ríkið á 34 prósent hlutafjár í DNB-bankanum. Fjármálaeftirlitið átelur bankann sérstaklega fyrir að hafa ekki kannað millifærslur milli tveggja fyrirtækja Samherja hjá bankanum eftir að fréttir bárust af starfsemi félagsins í Namibíu. Í 36 síðna skýrslu norska fjármálaeftirlitsins um DNB er fjallað um viðskipti Samherja og DNB, en skýrslan er frá í byrjun desember og var fyrst birt opinberlega í dag. Málið allt má rekja til þess að gögnum var á sínum tíma lekið til Wikileaks sem leiddu til ásakana um að namibískir embættismenn hafi þegið mútur frá starfsmönnum Samherja í skiptum fyrir makrílkvóta. Í febrúar síðastliðinn var greint frá því að rannsókn efnahagsbrotadeildar bankans á aðkomu DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefði verið lögð niður. Bankinn yrði því ekki ákærður í málinu, en rannsókn þar hafi ekki leitt í ljós upplýsingar sem gætu leitt til ákæru gegn einstaka starfsmönnum bankans. Samherjaskjölin Noregur Sjávarútvegur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frá þessu segir í frétt e24 en DNB sagði upp öllum viðskiptum sínum við Samherja í árslok 2019. Norska fjármálaeftirlitið gagnrýnir bankann harðlega í tilkynningu sinni. Kjerstin Braathen, forstjóri DNB, segir bankann taka gagnrýnina „mjög alvarlega“ og muni gangast við greiðslu sektarinnar. Norska ríkið á 34 prósent hlutafjár í DNB-bankanum. Fjármálaeftirlitið átelur bankann sérstaklega fyrir að hafa ekki kannað millifærslur milli tveggja fyrirtækja Samherja hjá bankanum eftir að fréttir bárust af starfsemi félagsins í Namibíu. Í 36 síðna skýrslu norska fjármálaeftirlitsins um DNB er fjallað um viðskipti Samherja og DNB, en skýrslan er frá í byrjun desember og var fyrst birt opinberlega í dag. Málið allt má rekja til þess að gögnum var á sínum tíma lekið til Wikileaks sem leiddu til ásakana um að namibískir embættismenn hafi þegið mútur frá starfsmönnum Samherja í skiptum fyrir makrílkvóta. Í febrúar síðastliðinn var greint frá því að rannsókn efnahagsbrotadeildar bankans á aðkomu DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefði verið lögð niður. Bankinn yrði því ekki ákærður í málinu, en rannsókn þar hafi ekki leitt í ljós upplýsingar sem gætu leitt til ákæru gegn einstaka starfsmönnum bankans.
Samherjaskjölin Noregur Sjávarútvegur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira