Gróðureldar – hvað getur ÞÚ gert? Eyrún Viktorsdóttir skrifar 5. maí 2021 16:00 Atburðarás gærdagsins minnti okkur svo sannarlega á gróðureldahættuna og hversu nálæg hún raunverulega er. Gróðureldaváin herjar ekki einungis á stjörnurnar í Los Angeles heldur einnig Stjörnuna í Garðabæ. Við eigum það nefnilega til að tengja gróðurelda við Bandaríkin eða Ástralíu, ekki við okkar ástkæra ylhýra. Hættan er komin heim og við getum ekki sópað henni undir teppið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) átti stórleik í gær, eins og svo oft áður. Atburðarásin var löng, ströng og erfið en sem betur fer búum við svo vel að eiga öfluga slökkviliðsmenn- og konur sem náðu tökum á aðstæðum. Til að manna vettvanginn í Heiðmörk í gær þurftu samt sem áður allir að leggjast á árarnar þegar allt tiltækt lið var kallað út. Þar á meðal voru ekki einungis slökkviliðsmenn á vakt heldur einnig á frívakt, á námskeiðum, frá Brunavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Árnessýslu ásamt björgunarsveitarfólki, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Hættan var mikil og bregðast þurfti við aðstæðum hratt og vel til að tryggja öryggi, koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og ráða niðurlögum eldsins. Lítið hefði mátt út af bregða svo illa færi og ekki er gott að hugsa „hvað ef“? Hvað ef stór eldsvoði hefði átt sér stað á sama tíma? Hvernig hefðum við tryggt öryggi landsmanna þegar 80 aðilar voru þá þegar við störf í Heiðmörk? Við kunnum að vera heppin með mannskap en búnaðurinn verður sömuleiðis að vera til staðar svo að slökkviliðsmenn- og konur geti sinnt starfi sínu eins vel og völ er á. Í gær sannaði slökkvibúnaður á þyrlum gildi sitt og í raun fengum við nýtt tískuorð þegar orðið skjóla tók skyndilega við af óróapúlsinum. Skjólan svokallaða átti stóran þátt í slökkvistarfinu en hún virkar sem stór fata sem fest er á þyrlu. Þyrlan flýgur með skjóluna og fyllir á hana t.d. í nærliggjandi vatni og ber það að lokum yfir eldana. Skjólan er öflug og rúmar um 1.600 lítra og getur reynst ómissandi þegar erfitt er að nálgast eldinn eins og í gær. Aðgengi er nefnilega ekki alltaf eins og best verður á kosið þegar gróðureldar eiga í hlut og þá getur verið gríðarlega mikilvægt að notast við skjólur. Er það mat undirritaðrar að nauðsynlegt sé að efla búnað slökkviliða og er hægt að gera það m.a. með því að festa kaup á fleiri skjólum. HMS tekur undir mikilvægi þess og mun aðhafast í því máli í kjölfar gróðureldanna í Heiðmörk í gær. Það er einfaldlega ekki nóg að eiga eina skjólu því gróðureldaváin er ekki að fara neitt. Þvert á móti virðist hún vera að færast í aukana með hinni hnattrænu hlýnun jarðar. Skógar landsins eru í miðju góðæri og vaxa sem aldrei fyrr, lággróður á borð við mosa, gras og lúpínu breiðir vel út sér og eldsmaturinn er því svo sannarlega til staðar. Aðstæður sem þessar neyða okkur til þess að vera á varðbergi, sérstaklega þegar þurrt er í lofti og vindasamt. Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum svo sannarlega stjórnað viðbrögðum okkar og undirbúið okkur með því að temja okkur góða siði í kringum eld og þekkja fyrstu viðbrögð. Þú kæri lesandi getur lagt þitt af mörkum í baráttunni við gróðurelda og ég hvet þig til þess að kynna þér málið á www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá HMS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Atburðarás gærdagsins minnti okkur svo sannarlega á gróðureldahættuna og hversu nálæg hún raunverulega er. Gróðureldaváin herjar ekki einungis á stjörnurnar í Los Angeles heldur einnig Stjörnuna í Garðabæ. Við eigum það nefnilega til að tengja gróðurelda við Bandaríkin eða Ástralíu, ekki við okkar ástkæra ylhýra. Hættan er komin heim og við getum ekki sópað henni undir teppið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) átti stórleik í gær, eins og svo oft áður. Atburðarásin var löng, ströng og erfið en sem betur fer búum við svo vel að eiga öfluga slökkviliðsmenn- og konur sem náðu tökum á aðstæðum. Til að manna vettvanginn í Heiðmörk í gær þurftu samt sem áður allir að leggjast á árarnar þegar allt tiltækt lið var kallað út. Þar á meðal voru ekki einungis slökkviliðsmenn á vakt heldur einnig á frívakt, á námskeiðum, frá Brunavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Árnessýslu ásamt björgunarsveitarfólki, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Hættan var mikil og bregðast þurfti við aðstæðum hratt og vel til að tryggja öryggi, koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og ráða niðurlögum eldsins. Lítið hefði mátt út af bregða svo illa færi og ekki er gott að hugsa „hvað ef“? Hvað ef stór eldsvoði hefði átt sér stað á sama tíma? Hvernig hefðum við tryggt öryggi landsmanna þegar 80 aðilar voru þá þegar við störf í Heiðmörk? Við kunnum að vera heppin með mannskap en búnaðurinn verður sömuleiðis að vera til staðar svo að slökkviliðsmenn- og konur geti sinnt starfi sínu eins vel og völ er á. Í gær sannaði slökkvibúnaður á þyrlum gildi sitt og í raun fengum við nýtt tískuorð þegar orðið skjóla tók skyndilega við af óróapúlsinum. Skjólan svokallaða átti stóran þátt í slökkvistarfinu en hún virkar sem stór fata sem fest er á þyrlu. Þyrlan flýgur með skjóluna og fyllir á hana t.d. í nærliggjandi vatni og ber það að lokum yfir eldana. Skjólan er öflug og rúmar um 1.600 lítra og getur reynst ómissandi þegar erfitt er að nálgast eldinn eins og í gær. Aðgengi er nefnilega ekki alltaf eins og best verður á kosið þegar gróðureldar eiga í hlut og þá getur verið gríðarlega mikilvægt að notast við skjólur. Er það mat undirritaðrar að nauðsynlegt sé að efla búnað slökkviliða og er hægt að gera það m.a. með því að festa kaup á fleiri skjólum. HMS tekur undir mikilvægi þess og mun aðhafast í því máli í kjölfar gróðureldanna í Heiðmörk í gær. Það er einfaldlega ekki nóg að eiga eina skjólu því gróðureldaváin er ekki að fara neitt. Þvert á móti virðist hún vera að færast í aukana með hinni hnattrænu hlýnun jarðar. Skógar landsins eru í miðju góðæri og vaxa sem aldrei fyrr, lággróður á borð við mosa, gras og lúpínu breiðir vel út sér og eldsmaturinn er því svo sannarlega til staðar. Aðstæður sem þessar neyða okkur til þess að vera á varðbergi, sérstaklega þegar þurrt er í lofti og vindasamt. Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum svo sannarlega stjórnað viðbrögðum okkar og undirbúið okkur með því að temja okkur góða siði í kringum eld og þekkja fyrstu viðbrögð. Þú kæri lesandi getur lagt þitt af mörkum í baráttunni við gróðurelda og ég hvet þig til þess að kynna þér málið á www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá HMS
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar