Nokkur orð um kynferðislegt ofbeldi Margrét Valdimarsdóttir skrifar 7. maí 2021 09:31 Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim. Talskonan sagði að við ungar konur á leiðinni á útihátíð vildi hún segja „góða skemmtun“, en að hún vildi minna karla á öllum aldri á að nauðga engum. Útvarpsmaðurinn varð vandræðalegur og þakkaði henni fyrir komuna. Svar talskonunnar opnaði augu mín fyrir því hvað þær hugmyndir sem við höfum um kynferðisbrot eru litaðar af mikilli þolendaskömm. Hugmyndin um að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir brotinu, eða að a.m.k. ábyrgir fyrir að koma í veg fyrir það, skýrir að hluta til af hverju fáir segja frá. Ég man líka eftir rúmlega 20 ára gamalli frétt af ungri konu á Húsavík, sú steig fram og sagði frá. Það var sérstaklega fréttnæmt að hluti íbúa safnaði undirskriftum til að styðja gerandann, ekki þolandann. Stuðningsyfirlýsing með yfir 100 undirskriftum var birt í bæjarblaðinu. Fólki fannst þetta fínn gaur. Þessi frétt varð til þess að ég fór að íhuga hvaða áhrif skrímslavæðing gerenda getur haft. Sú ranghugmynd að menn sem gerast sekir um kynferðisbrot séu fáir og alvondir skýrir hvers vegna fólk á erfitt með að trúa að „venjulegir“ menn geti nauðgað. Hvað undirskriftalistann varðar þá er það í mínum huga aukaatriði að maðurinn á Húsavík var síðar sakfelldur, bæði í héraði og í hæstarétti. Ekkert þeirra sem skrifaði undir var á staðnum og gat því vitað hvort nauðgunin átti sér stað eða ekki, það er og var alltaf aðalatriðið. Mörgum árum seinna, sagði þolandinn frá því í fjölmiðlum að það eina verra en nauðgunin hefði verið að sjá fólk „halda með“ gerandanum. Rétt eins og þið, þá veit ég ekki hvað gerðist 14. mars síðastliðinn. Mér finnst þó mikilvægt að við áttum okkur á því að athugasemdir við fréttir, statusar, tíst og myndbönd á samfélagsmiðlum eru nútíma undirskriftalistar í bæjarblaðinu. Það sem við segjum á internetinu er ekki ekkert. Íslenskar rannsóknir sýna að hlutfall þolenda sem tilkynnir kynferðisbrot til lögreglu hefur aukist lítillega á síðustu árum. Það er þó enn lágt, og mun lægra en hlutfall þolenda annars konar brota. Ef einhver segir okkur frá kynferðisofbeldi ættu okkar viðbrögð að vera að trúa og sýna stuðning. Enn í dag er erfitt fyrir þolendur að segja frá. Saklaus uns sekt er sönnuð er mikilvæg regla í dómsmálum, en á ekki við um samskipti milli einstaklinga. Ég hef séð tillögu um uppsetningu á heimasíðu þar sem fólk getur nafnlaust sakað fólk um kynferðisofbeldi. Ég myndi ekki styðja né taka þátt í því. Slíkt hefur verið notað sem kúgunartæki í öðrum löndum. Það er ekki það sem við þurfum. Við þurfum samfélag þar sem fólk styður þolendur í sínu nærumhverfi og kynferðisbrot eru tekin alvarlega í réttarkerfinu. Höfundur er félags- og afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræði við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir um 25 árum heyrði ég útvarpsviðtal við þáverandi talskonu Stígamóta um háa tíðni nauðgana á útihátíðum. Umræðuefnið var fastur liður í kringum verslunarmannahelgi. Útvarpsmaðurinn spurði hvaða skilaboðum talskonan vildi koma til ungra kvenna, hvaða ráð hún vildi gefa þeim. Talskonan sagði að við ungar konur á leiðinni á útihátíð vildi hún segja „góða skemmtun“, en að hún vildi minna karla á öllum aldri á að nauðga engum. Útvarpsmaðurinn varð vandræðalegur og þakkaði henni fyrir komuna. Svar talskonunnar opnaði augu mín fyrir því hvað þær hugmyndir sem við höfum um kynferðisbrot eru litaðar af mikilli þolendaskömm. Hugmyndin um að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir brotinu, eða að a.m.k. ábyrgir fyrir að koma í veg fyrir það, skýrir að hluta til af hverju fáir segja frá. Ég man líka eftir rúmlega 20 ára gamalli frétt af ungri konu á Húsavík, sú steig fram og sagði frá. Það var sérstaklega fréttnæmt að hluti íbúa safnaði undirskriftum til að styðja gerandann, ekki þolandann. Stuðningsyfirlýsing með yfir 100 undirskriftum var birt í bæjarblaðinu. Fólki fannst þetta fínn gaur. Þessi frétt varð til þess að ég fór að íhuga hvaða áhrif skrímslavæðing gerenda getur haft. Sú ranghugmynd að menn sem gerast sekir um kynferðisbrot séu fáir og alvondir skýrir hvers vegna fólk á erfitt með að trúa að „venjulegir“ menn geti nauðgað. Hvað undirskriftalistann varðar þá er það í mínum huga aukaatriði að maðurinn á Húsavík var síðar sakfelldur, bæði í héraði og í hæstarétti. Ekkert þeirra sem skrifaði undir var á staðnum og gat því vitað hvort nauðgunin átti sér stað eða ekki, það er og var alltaf aðalatriðið. Mörgum árum seinna, sagði þolandinn frá því í fjölmiðlum að það eina verra en nauðgunin hefði verið að sjá fólk „halda með“ gerandanum. Rétt eins og þið, þá veit ég ekki hvað gerðist 14. mars síðastliðinn. Mér finnst þó mikilvægt að við áttum okkur á því að athugasemdir við fréttir, statusar, tíst og myndbönd á samfélagsmiðlum eru nútíma undirskriftalistar í bæjarblaðinu. Það sem við segjum á internetinu er ekki ekkert. Íslenskar rannsóknir sýna að hlutfall þolenda sem tilkynnir kynferðisbrot til lögreglu hefur aukist lítillega á síðustu árum. Það er þó enn lágt, og mun lægra en hlutfall þolenda annars konar brota. Ef einhver segir okkur frá kynferðisofbeldi ættu okkar viðbrögð að vera að trúa og sýna stuðning. Enn í dag er erfitt fyrir þolendur að segja frá. Saklaus uns sekt er sönnuð er mikilvæg regla í dómsmálum, en á ekki við um samskipti milli einstaklinga. Ég hef séð tillögu um uppsetningu á heimasíðu þar sem fólk getur nafnlaust sakað fólk um kynferðisofbeldi. Ég myndi ekki styðja né taka þátt í því. Slíkt hefur verið notað sem kúgunartæki í öðrum löndum. Það er ekki það sem við þurfum. Við þurfum samfélag þar sem fólk styður þolendur í sínu nærumhverfi og kynferðisbrot eru tekin alvarlega í réttarkerfinu. Höfundur er félags- og afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræði við HA.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar