Hvað hefur þú að fela strákur? Gunnar Dan Wiium skrifar 10. maí 2021 11:20 Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að „einhverjum“ hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. Ég hef átt erfitt með að staðsetja mig í þessu öllu saman með #metoo, eins og það sé innprentað í dna’ið mitt einhverskonar geranda meðvirknis strengur. Kannski er strengurinn afleiða eða karma ofbeldis karlmanna í garð kvenna í gegnum árþúsundir. Kannski er ég þjakaður af erfðasynd sem hefur skert sýn mína eða aftrað mér hvað varðar hreina afstöðu. Einhverskonar innprentuð skömm eða sekt fyrir brot minna meðbræðra, forfeðra. Kannski hefur þessi erfðasynd skert sýn mína á möguleg eigin brot gegn konum í þessu lífi. Þetta eru spurningar sem mér þykir vert að spyrja. Ég þarf greinilega að breytast, þroskast. Hvenær var það normið eiginlega að ég ætti ekki að breytast, „þetta hefur alltaf verið svona“ hugarfar. Ég þarf að breytast og vaxa sem manneskja og með því axla ég ábyrgð og raunverulega skila skömminni sem situr á mér eins og mara. Metoo byltingin er hér svo ég geti skoðað og rýnt, rýnt í eigin hugsanir, skúmaskot, samskipti og svo framvegis. Í stóra salnum í Laugarásbíó í kvöld voru skítnar 12 hræður. Miðað við hvað allir geta haft skoðanir og þóst vita allan fokking skít um sekt og sakleysi, ábyrgð og heiðarleika, finnst mér að salurinn hefði átt að vera fullur í kvöld. Það komin tími til breytinga, heilunar. Það er komin tími samruna og kærleiks en til þess þarf sannleikurinn að stíga fram. Hvernig komum við fram strákar? Hvernig hefur þú hagað þér strákur? Hvað hefur þú að fela strákur? Sannleikurinn gerir mig frjálsan og megi ég finna hann nú. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Jafnréttismál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að „einhverjum“ hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. Ég hef átt erfitt með að staðsetja mig í þessu öllu saman með #metoo, eins og það sé innprentað í dna’ið mitt einhverskonar geranda meðvirknis strengur. Kannski er strengurinn afleiða eða karma ofbeldis karlmanna í garð kvenna í gegnum árþúsundir. Kannski er ég þjakaður af erfðasynd sem hefur skert sýn mína eða aftrað mér hvað varðar hreina afstöðu. Einhverskonar innprentuð skömm eða sekt fyrir brot minna meðbræðra, forfeðra. Kannski hefur þessi erfðasynd skert sýn mína á möguleg eigin brot gegn konum í þessu lífi. Þetta eru spurningar sem mér þykir vert að spyrja. Ég þarf greinilega að breytast, þroskast. Hvenær var það normið eiginlega að ég ætti ekki að breytast, „þetta hefur alltaf verið svona“ hugarfar. Ég þarf að breytast og vaxa sem manneskja og með því axla ég ábyrgð og raunverulega skila skömminni sem situr á mér eins og mara. Metoo byltingin er hér svo ég geti skoðað og rýnt, rýnt í eigin hugsanir, skúmaskot, samskipti og svo framvegis. Í stóra salnum í Laugarásbíó í kvöld voru skítnar 12 hræður. Miðað við hvað allir geta haft skoðanir og þóst vita allan fokking skít um sekt og sakleysi, ábyrgð og heiðarleika, finnst mér að salurinn hefði átt að vera fullur í kvöld. Það komin tími til breytinga, heilunar. Það er komin tími samruna og kærleiks en til þess þarf sannleikurinn að stíga fram. Hvernig komum við fram strákar? Hvernig hefur þú hagað þér strákur? Hvað hefur þú að fela strákur? Sannleikurinn gerir mig frjálsan og megi ég finna hann nú. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar