Tesla hættir að taka við Bitcoin Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 08:52 Elon Musk, forstjóri Tesla. Getty/Liesa Johannssen-Koppitz Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Tesla hefði keypt einn og hálfan milljarð í rafmyntinni, sem er sú þekktasta og vinsælasta sinnar tegundar í heiminum. Mánuði síðar tilkynnti fyrirtækið að það myndi taka við myntinni í viðskiptum. Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af mörgum, þá sérstaklega umhverfisverndarsinnum, sem bentu á skaðleg áhrif þess að grafa eftir rafmyntinni en slíkur gröftur fer alla jafna fram í stórum gagnaverum sem þurfa mikinn orkuforða til þess að starfa. Tesla hefur nú tekið undir þessar áhyggjur og mun framvegis ekki taka við rafmyntinni. „Við höfum áhyggjur af aukinni notkun jarðefnaeldsneyta við gröft og færslur Bitcoin, þá sérstaklega kola, sem hafa versta útblástur af öllu eldsneyti,“ skrifaði Musk á Twitter-síðu sína í gær. Tesla muni þó ekki selja sínar myntir heldur nota þær þegar færslur með þær verða umhverfisvænni. Verðmæti Bitcoin féll um rúmlega tíu prósent eftir tilkynningu Musk og stendur virði einnar Bitcoin í um það bil 6,2 milljónum íslenskra króna. Tesla & Bitcoin pic.twitter.com/YSswJmVZhP— Elon Musk (@elonmusk) May 12, 2021 Tesla Rafmyntir Loftslagsmál Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Tesla hefði keypt einn og hálfan milljarð í rafmyntinni, sem er sú þekktasta og vinsælasta sinnar tegundar í heiminum. Mánuði síðar tilkynnti fyrirtækið að það myndi taka við myntinni í viðskiptum. Sú ákvörðun var harðlega gagnrýnd af mörgum, þá sérstaklega umhverfisverndarsinnum, sem bentu á skaðleg áhrif þess að grafa eftir rafmyntinni en slíkur gröftur fer alla jafna fram í stórum gagnaverum sem þurfa mikinn orkuforða til þess að starfa. Tesla hefur nú tekið undir þessar áhyggjur og mun framvegis ekki taka við rafmyntinni. „Við höfum áhyggjur af aukinni notkun jarðefnaeldsneyta við gröft og færslur Bitcoin, þá sérstaklega kola, sem hafa versta útblástur af öllu eldsneyti,“ skrifaði Musk á Twitter-síðu sína í gær. Tesla muni þó ekki selja sínar myntir heldur nota þær þegar færslur með þær verða umhverfisvænni. Verðmæti Bitcoin féll um rúmlega tíu prósent eftir tilkynningu Musk og stendur virði einnar Bitcoin í um það bil 6,2 milljónum íslenskra króna. Tesla & Bitcoin pic.twitter.com/YSswJmVZhP— Elon Musk (@elonmusk) May 12, 2021
Tesla Rafmyntir Loftslagsmál Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57