Ekki í lagi að ferðaglaðir Íslendingar séu að græta erlent starfsfólk Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 16:51 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Vísir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, segir að reynsla erlends starfsfólks í ferðaþjónustu í samskiptum við íslenska viðskiptavini hafi verið bitur í mörgum tilvikum síðasta sumar. „Við skulum segja að Íslendingar hafi verið nokkuð kröfuharðir viðskiptavinir, sem í sjálfu sér er ekki neitt slæmt. Við viljum auðvitað að viðskiptavinir láti vita hvað þeir vilja og reynum að þjónusta það eins og mögulegt er. En það eru þessir hlutir varðandi til dæmis framkomu við erlent starfsfólk sem komu okkur óskemmtilega á óvart,“ sagði Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Að sögn Jóhannesar voru þess dæmi að starfsfólk í móttöku mætti mikilli ókurteisi fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku og þurfa því að beita fyrir sig enskunni. Grein Húsvíkingsins Egils Páls Egilssonar um slæma mannasiði Íslendinga á ferðum sínum um landið vakti mikla athygli og vakti umræðu um þessa „martröð sem ekki er talað um.“ Þar skrifaði Egill Páll: „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks.“ Íslendingar geti bætt sig í framkomu Í viðtali við Bylgjuna í gær sagðist Jóhannes kannast við ýmis þau umkvörtunarefni sem fram koma í greininni. Reynsla sumra starfsmanna hafi oft einfaldlega verið „afar neikvæð og leiðinleg.“ „Sumar sögurnar sem ég heyrði síðastliðið sumar sneru að fólki með langa ferðamálamenntun erlendis frá, jafnvel reynslu frá fimm stjörnu hótelum erlendis og búið að vera lengi í faginu, en fékk, skulum við segja, afar vond viðbrögð frá íslenskum viðskiptavinum fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að svona samskipti séu of algeng, ekki síst í ljósi þess að erlent starfsfólk leggi sig margt mjög fram við að læra íslenskuna, þótt vissulega sé ekki alltaf hlaupið að því að verða fullnuma í málinu. „Ég held að þetta sumar hafi sýnt okkur í ferðaþjónustunni að við Íslendingar sem samfélag getum bætt okkur í framkomu okkar við samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki tungumál okkar fullkomlega.“ Aðrir þættir hafi einnig verið til ama fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, eins og sú tilhneiging Íslendinga að koma með sitt eigið áfengi inn á veitinga- eða afþreyingarstaði. „Þetta er eitthvað sem við gerum almennt ekki á veitingastöðum í útlöndum og þetta er óvirðing við staðinn og þjónustuna sem þar er seld,“ sagði Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Innflytjendamál Tengdar fréttir Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
„Við skulum segja að Íslendingar hafi verið nokkuð kröfuharðir viðskiptavinir, sem í sjálfu sér er ekki neitt slæmt. Við viljum auðvitað að viðskiptavinir láti vita hvað þeir vilja og reynum að þjónusta það eins og mögulegt er. En það eru þessir hlutir varðandi til dæmis framkomu við erlent starfsfólk sem komu okkur óskemmtilega á óvart,“ sagði Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Að sögn Jóhannesar voru þess dæmi að starfsfólk í móttöku mætti mikilli ókurteisi fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku og þurfa því að beita fyrir sig enskunni. Grein Húsvíkingsins Egils Páls Egilssonar um slæma mannasiði Íslendinga á ferðum sínum um landið vakti mikla athygli og vakti umræðu um þessa „martröð sem ekki er talað um.“ Þar skrifaði Egill Páll: „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks.“ Íslendingar geti bætt sig í framkomu Í viðtali við Bylgjuna í gær sagðist Jóhannes kannast við ýmis þau umkvörtunarefni sem fram koma í greininni. Reynsla sumra starfsmanna hafi oft einfaldlega verið „afar neikvæð og leiðinleg.“ „Sumar sögurnar sem ég heyrði síðastliðið sumar sneru að fólki með langa ferðamálamenntun erlendis frá, jafnvel reynslu frá fimm stjörnu hótelum erlendis og búið að vera lengi í faginu, en fékk, skulum við segja, afar vond viðbrögð frá íslenskum viðskiptavinum fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að svona samskipti séu of algeng, ekki síst í ljósi þess að erlent starfsfólk leggi sig margt mjög fram við að læra íslenskuna, þótt vissulega sé ekki alltaf hlaupið að því að verða fullnuma í málinu. „Ég held að þetta sumar hafi sýnt okkur í ferðaþjónustunni að við Íslendingar sem samfélag getum bætt okkur í framkomu okkar við samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki tungumál okkar fullkomlega.“ Aðrir þættir hafi einnig verið til ama fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, eins og sú tilhneiging Íslendinga að koma með sitt eigið áfengi inn á veitinga- eða afþreyingarstaði. „Þetta er eitthvað sem við gerum almennt ekki á veitingastöðum í útlöndum og þetta er óvirðing við staðinn og þjónustuna sem þar er seld,“ sagði Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Innflytjendamál Tengdar fréttir Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17