Vextir og vaxtaverkir Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. maí 2021 15:00 Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Þessir háu vextir kosta íslensk heimili ekki bara vegna lána. Vextirnir skila sér beint út í verðlag – í matarkörfuna og alla aðra vöru og þjónustu – því verslanir þurfa auðvitað að greiða vexti af lánum og standa undir vaxtakostnaði í gegnum kostnað af atvinnuhúsnæði sínu. Nú hefur verðbólgan farið af stað á ný og Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta. Hækkun upp á 0,25% virðist ekki mikil en veruleikinn er sá að hún felur í sér verulega skerðingu á kaupmætti okkar, á kjörum okkar. Um þetta er lítið rætt, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Þar er látið eins og þetta sé ekki pólitískt úrlausnarefni heldur náttúrulögmál, eðlilegur fylgifiskur búsetu á Íslandi. Verkjalyfin duga ekki til Háir vextir á Íslandi eru einfaldlega birtingarmynd þess að við búum við sveiflukenndan gjaldmiðil. Sú staða skapar óvissu sem nágrannaþjóðir okkar, sem annað hvort hafa evru eða eru með gjaldmiðil sinn bundinn við evru, þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Kostnaðinum af því að hafa íslenska krónu í opnu hagkerfi, er með öðrum orðum velt yfir á heimilin í landinu. Ýmsar smáskammtalækningar hafa verið reyndar: Gjaldeyrishöft sem draga úr tækifærum íslenskra fyrirtækja, háir stýrivextir sem hækka kostnað heimilanna og gengisfelling sem skerðir kaupmátt okkar. Allar þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar fyrir fólkið í landinu og skila í ofanálag engum varanlegum árangri. Það gengur ekki lengur að Íslendingar þurfi að líta á fasteignakaup sem áhættufjárfestingu og að áhættan og kostnaðurinn við krónuna sé á herðum almennings. Við þurfum varanlegar lausnir sem skapa stöðugleika og vissu fyrir almenning. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnarflokkarnir vilja ríghalda í krónuna þegar hún á stóran þátt í að viðhalda háum og sveiflukenndum vöxtum hér á landi? Með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir fólkið í landinu? Af hverju? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Neytendur Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Þessir háu vextir kosta íslensk heimili ekki bara vegna lána. Vextirnir skila sér beint út í verðlag – í matarkörfuna og alla aðra vöru og þjónustu – því verslanir þurfa auðvitað að greiða vexti af lánum og standa undir vaxtakostnaði í gegnum kostnað af atvinnuhúsnæði sínu. Nú hefur verðbólgan farið af stað á ný og Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta. Hækkun upp á 0,25% virðist ekki mikil en veruleikinn er sá að hún felur í sér verulega skerðingu á kaupmætti okkar, á kjörum okkar. Um þetta er lítið rætt, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Þar er látið eins og þetta sé ekki pólitískt úrlausnarefni heldur náttúrulögmál, eðlilegur fylgifiskur búsetu á Íslandi. Verkjalyfin duga ekki til Háir vextir á Íslandi eru einfaldlega birtingarmynd þess að við búum við sveiflukenndan gjaldmiðil. Sú staða skapar óvissu sem nágrannaþjóðir okkar, sem annað hvort hafa evru eða eru með gjaldmiðil sinn bundinn við evru, þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Kostnaðinum af því að hafa íslenska krónu í opnu hagkerfi, er með öðrum orðum velt yfir á heimilin í landinu. Ýmsar smáskammtalækningar hafa verið reyndar: Gjaldeyrishöft sem draga úr tækifærum íslenskra fyrirtækja, háir stýrivextir sem hækka kostnað heimilanna og gengisfelling sem skerðir kaupmátt okkar. Allar þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar fyrir fólkið í landinu og skila í ofanálag engum varanlegum árangri. Það gengur ekki lengur að Íslendingar þurfi að líta á fasteignakaup sem áhættufjárfestingu og að áhættan og kostnaðurinn við krónuna sé á herðum almennings. Við þurfum varanlegar lausnir sem skapa stöðugleika og vissu fyrir almenning. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnarflokkarnir vilja ríghalda í krónuna þegar hún á stóran þátt í að viðhalda háum og sveiflukenndum vöxtum hér á landi? Með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir fólkið í landinu? Af hverju? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar