Vextir og vaxtaverkir Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. maí 2021 15:00 Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Þessir háu vextir kosta íslensk heimili ekki bara vegna lána. Vextirnir skila sér beint út í verðlag – í matarkörfuna og alla aðra vöru og þjónustu – því verslanir þurfa auðvitað að greiða vexti af lánum og standa undir vaxtakostnaði í gegnum kostnað af atvinnuhúsnæði sínu. Nú hefur verðbólgan farið af stað á ný og Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta. Hækkun upp á 0,25% virðist ekki mikil en veruleikinn er sá að hún felur í sér verulega skerðingu á kaupmætti okkar, á kjörum okkar. Um þetta er lítið rætt, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Þar er látið eins og þetta sé ekki pólitískt úrlausnarefni heldur náttúrulögmál, eðlilegur fylgifiskur búsetu á Íslandi. Verkjalyfin duga ekki til Háir vextir á Íslandi eru einfaldlega birtingarmynd þess að við búum við sveiflukenndan gjaldmiðil. Sú staða skapar óvissu sem nágrannaþjóðir okkar, sem annað hvort hafa evru eða eru með gjaldmiðil sinn bundinn við evru, þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Kostnaðinum af því að hafa íslenska krónu í opnu hagkerfi, er með öðrum orðum velt yfir á heimilin í landinu. Ýmsar smáskammtalækningar hafa verið reyndar: Gjaldeyrishöft sem draga úr tækifærum íslenskra fyrirtækja, háir stýrivextir sem hækka kostnað heimilanna og gengisfelling sem skerðir kaupmátt okkar. Allar þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar fyrir fólkið í landinu og skila í ofanálag engum varanlegum árangri. Það gengur ekki lengur að Íslendingar þurfi að líta á fasteignakaup sem áhættufjárfestingu og að áhættan og kostnaðurinn við krónuna sé á herðum almennings. Við þurfum varanlegar lausnir sem skapa stöðugleika og vissu fyrir almenning. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnarflokkarnir vilja ríghalda í krónuna þegar hún á stóran þátt í að viðhalda háum og sveiflukenndum vöxtum hér á landi? Með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir fólkið í landinu? Af hverju? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Neytendur Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Þessir háu vextir kosta íslensk heimili ekki bara vegna lána. Vextirnir skila sér beint út í verðlag – í matarkörfuna og alla aðra vöru og þjónustu – því verslanir þurfa auðvitað að greiða vexti af lánum og standa undir vaxtakostnaði í gegnum kostnað af atvinnuhúsnæði sínu. Nú hefur verðbólgan farið af stað á ný og Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta. Hækkun upp á 0,25% virðist ekki mikil en veruleikinn er sá að hún felur í sér verulega skerðingu á kaupmætti okkar, á kjörum okkar. Um þetta er lítið rætt, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Þar er látið eins og þetta sé ekki pólitískt úrlausnarefni heldur náttúrulögmál, eðlilegur fylgifiskur búsetu á Íslandi. Verkjalyfin duga ekki til Háir vextir á Íslandi eru einfaldlega birtingarmynd þess að við búum við sveiflukenndan gjaldmiðil. Sú staða skapar óvissu sem nágrannaþjóðir okkar, sem annað hvort hafa evru eða eru með gjaldmiðil sinn bundinn við evru, þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Kostnaðinum af því að hafa íslenska krónu í opnu hagkerfi, er með öðrum orðum velt yfir á heimilin í landinu. Ýmsar smáskammtalækningar hafa verið reyndar: Gjaldeyrishöft sem draga úr tækifærum íslenskra fyrirtækja, háir stýrivextir sem hækka kostnað heimilanna og gengisfelling sem skerðir kaupmátt okkar. Allar þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar fyrir fólkið í landinu og skila í ofanálag engum varanlegum árangri. Það gengur ekki lengur að Íslendingar þurfi að líta á fasteignakaup sem áhættufjárfestingu og að áhættan og kostnaðurinn við krónuna sé á herðum almennings. Við þurfum varanlegar lausnir sem skapa stöðugleika og vissu fyrir almenning. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnarflokkarnir vilja ríghalda í krónuna þegar hún á stóran þátt í að viðhalda háum og sveiflukenndum vöxtum hér á landi? Með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir fólkið í landinu? Af hverju? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun