Hrund, ertu ekkert að deita? Hrund Snorradóttir skrifar 28. maí 2021 07:31 Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins. Nema, stundum er svarið Jú það væri kanski fínt. Það kemur sérstaklega um mánaðarmót þegar ég stend frammi fyrir því að borga reikninga. Það er nefnilega þannig að einstæðir foreldrar þurfa á einum tekjum að standa sama straum af kostnaði lífsins eins og fólk í sambúð og hjónaböndum. Það er leiga/afborganir, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, frístund, tómstundir, sími/internet/sjónvarp, matur, fatnaður, klipping, bíll, og svo framvegis. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúða kaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði. Það gefur auga leið að einstætt foreldri á leigumarkaði getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð þar sem lungað úr tekjunum fara í leigu. Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru. Það að það komi inn barnabætur 4 sinnum á ári er bara til þess að moka flórinn á milli þeirra mánaða sem engar eru barnabæturnar. Matarkostnaður hækkar, leiga hækkar og leigjendur hafa ekkert um sína stöðu að segja. 50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks. Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kanski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum. Þar er mögulega kominn grundvöllur fyrir því að einstæðir foreldrar á leigumarkaði gætu mögulega safnað sér fyrir útborgun í íbúð, hafi þeir áhuga á því, nú eða bara lifað mannsæmadi lífi. Fjölskyldur á Íslandi eru að breytast. Fólk velur það í meira mæli að vera eitt umfram að vera óhamingjusamt og sumir hafa ekki einu sinni það val. Afhverju að gera lífið erfiðara fyrir þennan hóp? Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta. Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra. Höfundur er einstætt foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2021 Leigumarkaður Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins. Nema, stundum er svarið Jú það væri kanski fínt. Það kemur sérstaklega um mánaðarmót þegar ég stend frammi fyrir því að borga reikninga. Það er nefnilega þannig að einstæðir foreldrar þurfa á einum tekjum að standa sama straum af kostnaði lífsins eins og fólk í sambúð og hjónaböndum. Það er leiga/afborganir, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, frístund, tómstundir, sími/internet/sjónvarp, matur, fatnaður, klipping, bíll, og svo framvegis. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúða kaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði. Það gefur auga leið að einstætt foreldri á leigumarkaði getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð þar sem lungað úr tekjunum fara í leigu. Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru. Það að það komi inn barnabætur 4 sinnum á ári er bara til þess að moka flórinn á milli þeirra mánaða sem engar eru barnabæturnar. Matarkostnaður hækkar, leiga hækkar og leigjendur hafa ekkert um sína stöðu að segja. 50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks. Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kanski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum. Þar er mögulega kominn grundvöllur fyrir því að einstæðir foreldrar á leigumarkaði gætu mögulega safnað sér fyrir útborgun í íbúð, hafi þeir áhuga á því, nú eða bara lifað mannsæmadi lífi. Fjölskyldur á Íslandi eru að breytast. Fólk velur það í meira mæli að vera eitt umfram að vera óhamingjusamt og sumir hafa ekki einu sinni það val. Afhverju að gera lífið erfiðara fyrir þennan hóp? Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta. Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra. Höfundur er einstætt foreldri.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun