Hvað gerum við nú? Finnur Ricart Andrason skrifar 7. júní 2021 08:31 Pælingar eftir áhorf Apausalypse Hvað segjum við, hvað gerum við, nú þegar faraldurinn tekur að lægja? Við höfum lært að líta inn á við, að takast á við einmanaleika og innilokun. Við höfum uppgötvað á ný hve mikils virði mannleg samskipti, tengsl, ást og umhyggja eru. Nú þegar við stöndum nær brúninni enn nokkru sinni áður, þá má spurja sig: ætlum við að nýta þetta tækifæri og takast á, af alvöru, við þau gríðarstóru vandamál sem liggja frammi fyrir okkur? Eða ætlum við að hrökklast aftur til baka inn í þægindin, inn í ysinn og þysinn? Þetta eru spurningarnar sem vakna við áhorf Apausalypse, leikstýrt af Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnasyni. Ég held að þessi mynd verði mikilvægur gripur, í sagnfræðilegu samhengi, í framtíðinni. Hún nær að fanga það absúrd og abstrakt andrúmsloft sem skapaðist þegar samfélaginu var skellt í lás og þegar hagkerfið var stöðvað. Myndin nær að fanga sjaldgæfan atburð í mannkynssögunni, mögulegan vendipunkt sem gæti hrint af stað stórum samfélagslegum breytingum. Myndin setur heimsfaraldurinn í samhengi við tækifæri sem við höfum fengið til að endurhugsa lifnaðarhætti og forgangsraðanir okkar. Við höfum séð hvað við getum gert í krísuástandi. Nú þurfum við að ákveða hvort við viljum breyta þessari krísu í tækifæri, í verulegan vendipunkt. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig við endurreisum samfélagið okkar og hvort við tökumst á við loftslags vána, og aðrar minni sýnilegar samfélagslegar krísur, af sama krafti og við tókumst á við heimsfaraldurinn. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að nota þetta tækifæri sem faraldurinn hefur veitt okkur til þess að ráðast í breytingar í samfélaginu og endurraða gildum okkar. Við söknuðum snertingar og mannlegra samskipta. Við komumst að því hversu mikið við þurfum á hvert öðru að halda, og okkur þykir jafnvel enn væntar um okkar nánust heldur en áður. Núna þurfum við að framlengja þessa væntumþykju til framtíðarkynslóða sem eru í hættu vegna gjörða okkar og aðgerðarleysis. Ef þú vilt komast að því hvort þú deilir þessari skoðun með mér mæli ég með að þú farir á Apausalypse í Bío Paradís. Höfundur er loftslagsaktívisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Pælingar eftir áhorf Apausalypse Hvað segjum við, hvað gerum við, nú þegar faraldurinn tekur að lægja? Við höfum lært að líta inn á við, að takast á við einmanaleika og innilokun. Við höfum uppgötvað á ný hve mikils virði mannleg samskipti, tengsl, ást og umhyggja eru. Nú þegar við stöndum nær brúninni enn nokkru sinni áður, þá má spurja sig: ætlum við að nýta þetta tækifæri og takast á, af alvöru, við þau gríðarstóru vandamál sem liggja frammi fyrir okkur? Eða ætlum við að hrökklast aftur til baka inn í þægindin, inn í ysinn og þysinn? Þetta eru spurningarnar sem vakna við áhorf Apausalypse, leikstýrt af Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnasyni. Ég held að þessi mynd verði mikilvægur gripur, í sagnfræðilegu samhengi, í framtíðinni. Hún nær að fanga það absúrd og abstrakt andrúmsloft sem skapaðist þegar samfélaginu var skellt í lás og þegar hagkerfið var stöðvað. Myndin nær að fanga sjaldgæfan atburð í mannkynssögunni, mögulegan vendipunkt sem gæti hrint af stað stórum samfélagslegum breytingum. Myndin setur heimsfaraldurinn í samhengi við tækifæri sem við höfum fengið til að endurhugsa lifnaðarhætti og forgangsraðanir okkar. Við höfum séð hvað við getum gert í krísuástandi. Nú þurfum við að ákveða hvort við viljum breyta þessari krísu í tækifæri, í verulegan vendipunkt. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig við endurreisum samfélagið okkar og hvort við tökumst á við loftslags vána, og aðrar minni sýnilegar samfélagslegar krísur, af sama krafti og við tókumst á við heimsfaraldurinn. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að nota þetta tækifæri sem faraldurinn hefur veitt okkur til þess að ráðast í breytingar í samfélaginu og endurraða gildum okkar. Við söknuðum snertingar og mannlegra samskipta. Við komumst að því hversu mikið við þurfum á hvert öðru að halda, og okkur þykir jafnvel enn væntar um okkar nánust heldur en áður. Núna þurfum við að framlengja þessa væntumþykju til framtíðarkynslóða sem eru í hættu vegna gjörða okkar og aðgerðarleysis. Ef þú vilt komast að því hvort þú deilir þessari skoðun með mér mæli ég með að þú farir á Apausalypse í Bío Paradís. Höfundur er loftslagsaktívisti.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar