Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2021 11:40 Jeff Bezos hyggst láta af stöðu forstjóra Amazon snemma í næsta mánuði, skömmu fyrir áætlaða brottför. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. Frá þessu greinir geimferðafyrirtækið Blue Origin, en þeir munu ferðast upp í geim í jómfrúarferð geimferjunnar New Shepard. Tilraunir hafa verið gerðar með New Shepard, sem tekur alls sex manns, frá árinu 2012. Bezos segir frá því í myndbandi sem hann birtir á Instagram að hann hafi dreymt um það að ferðast upp í geim frá því að hann var fimm ára gamall. „20. júlí mun ég leggja í þá ferð með bróður mínum. Stærsta ævintýrið, með besta vini mínum,“ segir Bezos í myndbandinu sem sjá má að neðan. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Alls hafa verið gerðar tólf tilraunaferðir með New Shepard og hefur flaugin náð rúmlega 100 kílómetra hæð. Í flauginni er að finna stóran glugga sem mun veita farþegum einstakt útsýni, auk þess að þeim verður gefið færi á að upplifa þyngdarleysi í einhverjar mínútur áður en flauginni er aftur snúið til jarðar. Bezos skipar nú annað sætið á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en auðævi hans eru metin á 186 milljarða Bandaríkjadala. Bezos hyggst láta af stöðu forstjóra Amazon snemma í næsta mánuði, skömmu fyrir áætlaða brottför. Bandaríkin Amazon Geimurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Frá þessu greinir geimferðafyrirtækið Blue Origin, en þeir munu ferðast upp í geim í jómfrúarferð geimferjunnar New Shepard. Tilraunir hafa verið gerðar með New Shepard, sem tekur alls sex manns, frá árinu 2012. Bezos segir frá því í myndbandi sem hann birtir á Instagram að hann hafi dreymt um það að ferðast upp í geim frá því að hann var fimm ára gamall. „20. júlí mun ég leggja í þá ferð með bróður mínum. Stærsta ævintýrið, með besta vini mínum,“ segir Bezos í myndbandinu sem sjá má að neðan. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Alls hafa verið gerðar tólf tilraunaferðir með New Shepard og hefur flaugin náð rúmlega 100 kílómetra hæð. Í flauginni er að finna stóran glugga sem mun veita farþegum einstakt útsýni, auk þess að þeim verður gefið færi á að upplifa þyngdarleysi í einhverjar mínútur áður en flauginni er aftur snúið til jarðar. Bezos skipar nú annað sætið á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en auðævi hans eru metin á 186 milljarða Bandaríkjadala. Bezos hyggst láta af stöðu forstjóra Amazon snemma í næsta mánuði, skömmu fyrir áætlaða brottför.
Bandaríkin Amazon Geimurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira