Tækifærin í Brexit? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2021 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli ríkjanna tæki gildi. Í kjölfarið var undirritað bráðabirgðasamkomulag um óbreytt ástand meðan á samningaviðræðum stæði. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í september í fyrra. Ég viðurkenni að ég hef fylgst með framvindu þessa máls, forvitin um það hvernig ráðherra hygðist tryggja okkur betri samning en þann sem var í gildi á meðan að Bretland var hluti af Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur talað fjálglega um tvíhliða samninga og að Ísland geti náð betri samningum eitt og sér en í samfloti með öðrum Evrópuríkjum. Tímamótasamningur í höfn? Á föstudaginn dró svo til tíðinda. Samningur EFTA-ríkjanna við bresk stjórnvöld var í höfn. Samningur sem veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum. Utanríkisráðherra, sem þá stóð í ströngu í prófkjörsbaráttu í Reykjavík, var ekki lengi að stíga fram og lýsa yfir að um tímamótasamning væri að ræða sem muni marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Stórt mál vissulega, sem ráðherra kaus að tilkynna í fjölmiðlum án aðkomu utanríkismálanefndar Alþingis eða samráðs við aðra hagsmunaaðila. Hagsmunir Íslendinga í utanríkismálum mega ekki hanga saman við það hvort ráðherra standi í mikilvægu prófkjöri eða ekki. Niðurstaðan: Vöruviðskipti þau sömu Hvað kemur í ljós þegar nýi samningurinn er rýndur? Hver er niðurstaðan og afrek utanríkisráðherra? Jú, í nýjum drögum að fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands er kveðið á um innflutning á 19 tonnum af hvers konar osti, samanborið við 19 tonn í bráðabirgðasamningi. 11 tonnum af osti með verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna samanborið við 11 tonnum í bráðabirgðasamningi og 18,3 tonn af unnum kjötvörum, samanborið við 18,3 tonn í bráðabirgðasamningi. Sem sagt sama staða. En þá hlýtur tímamótsamningurinn að vera falinn í auknum útflutningstækifærum fyrir okkur Íslendinga. Skoðum málið. Jú, í samningnum er kveðið á um útflutning á 692 tonnum af lambakjöti, samanborið við 692 tonnum af lambakjöti í bráðabirgðasamningi, 329 tonnum af skyri samanborið við 329 tonnum af skyri og hvað varðar sjávarútveginn er ekkert kveðið á um fjölda tonna í samantekt um helstu þætti samningsins. En staðan virðist vera óbreytt miðað við stöðuna eins og hún var áður innan ESB. Ráðherra glataði tækifærinu Félag atvinnurekenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt fríverslunarsamninginn harðlega. Þau telja að stjórnvöld hafi þarna farið á mis við tækifæri til að auka fríverslun við búvörur og sjávarútveg. Þess má geta að 60% af vöruflutningi Íslands til Bretlands eru sjávarafurðir. Tækifærin voru ekki gripin og verðmætin sem hefði verið hægt að sækja, verða ekki til. Svör ráðherra við gagnrýninni eru á þann veg að það séu ekki margir stjórnmálamenn sem hafi unnið jafn ötullega að aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum og hann. Og að þetta hafi verið einmanaleg barátta til þessa. Það er ekki nema von, þar sem að hann virðist ekki hafa viljað eiga samráð eða samtal við hagsmunasamtök um þennan veigamikla samning. Einu hagsmunaaðilarnir sem virðast hafa fengið sæti við borð ráðherra voru Bændasamtökin. Ekki fulltrúar verslunarinnar, neytenda, sjávarútvegsins eða Samkeppniseftirlitið – hvað þá sjálft Alþingi Íslendinga. Nýtum fullveldið Allt tal utanríkisráðherra um tækifærin í Brexit standast ekki skoðun. Það sem hann hefur afrekað er að tryggja nákvæmlega sama ástand og ríkti áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Allt tal um að við sem fullvalda þjóð gætum náð betri samningum upp á eigin spýtur með tvíhliða samningum er því hjómið eitt. Þessi samningur var ágætis prófraun. En á endanum fengum við samning í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin. Við eigum að nýta fullveldið okkar til að vera þjóð meðal þjóða og eiga sæti við borðið. Utanríkisráðherra segist hafa haft þennan samning sem forgangsmál í ráðherratíð sinni. Það er ekki að sjá að það hafi skilað einhverjum sérstökum árangri. Það var nefnilega þetta með tækifærin í Brexit. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Brexit Bretland Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli ríkjanna tæki gildi. Í kjölfarið var undirritað bráðabirgðasamkomulag um óbreytt ástand meðan á samningaviðræðum stæði. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í september í fyrra. Ég viðurkenni að ég hef fylgst með framvindu þessa máls, forvitin um það hvernig ráðherra hygðist tryggja okkur betri samning en þann sem var í gildi á meðan að Bretland var hluti af Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur talað fjálglega um tvíhliða samninga og að Ísland geti náð betri samningum eitt og sér en í samfloti með öðrum Evrópuríkjum. Tímamótasamningur í höfn? Á föstudaginn dró svo til tíðinda. Samningur EFTA-ríkjanna við bresk stjórnvöld var í höfn. Samningur sem veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum. Utanríkisráðherra, sem þá stóð í ströngu í prófkjörsbaráttu í Reykjavík, var ekki lengi að stíga fram og lýsa yfir að um tímamótasamning væri að ræða sem muni marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Stórt mál vissulega, sem ráðherra kaus að tilkynna í fjölmiðlum án aðkomu utanríkismálanefndar Alþingis eða samráðs við aðra hagsmunaaðila. Hagsmunir Íslendinga í utanríkismálum mega ekki hanga saman við það hvort ráðherra standi í mikilvægu prófkjöri eða ekki. Niðurstaðan: Vöruviðskipti þau sömu Hvað kemur í ljós þegar nýi samningurinn er rýndur? Hver er niðurstaðan og afrek utanríkisráðherra? Jú, í nýjum drögum að fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands er kveðið á um innflutning á 19 tonnum af hvers konar osti, samanborið við 19 tonn í bráðabirgðasamningi. 11 tonnum af osti með verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna samanborið við 11 tonnum í bráðabirgðasamningi og 18,3 tonn af unnum kjötvörum, samanborið við 18,3 tonn í bráðabirgðasamningi. Sem sagt sama staða. En þá hlýtur tímamótsamningurinn að vera falinn í auknum útflutningstækifærum fyrir okkur Íslendinga. Skoðum málið. Jú, í samningnum er kveðið á um útflutning á 692 tonnum af lambakjöti, samanborið við 692 tonnum af lambakjöti í bráðabirgðasamningi, 329 tonnum af skyri samanborið við 329 tonnum af skyri og hvað varðar sjávarútveginn er ekkert kveðið á um fjölda tonna í samantekt um helstu þætti samningsins. En staðan virðist vera óbreytt miðað við stöðuna eins og hún var áður innan ESB. Ráðherra glataði tækifærinu Félag atvinnurekenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt fríverslunarsamninginn harðlega. Þau telja að stjórnvöld hafi þarna farið á mis við tækifæri til að auka fríverslun við búvörur og sjávarútveg. Þess má geta að 60% af vöruflutningi Íslands til Bretlands eru sjávarafurðir. Tækifærin voru ekki gripin og verðmætin sem hefði verið hægt að sækja, verða ekki til. Svör ráðherra við gagnrýninni eru á þann veg að það séu ekki margir stjórnmálamenn sem hafi unnið jafn ötullega að aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum og hann. Og að þetta hafi verið einmanaleg barátta til þessa. Það er ekki nema von, þar sem að hann virðist ekki hafa viljað eiga samráð eða samtal við hagsmunasamtök um þennan veigamikla samning. Einu hagsmunaaðilarnir sem virðast hafa fengið sæti við borð ráðherra voru Bændasamtökin. Ekki fulltrúar verslunarinnar, neytenda, sjávarútvegsins eða Samkeppniseftirlitið – hvað þá sjálft Alþingi Íslendinga. Nýtum fullveldið Allt tal utanríkisráðherra um tækifærin í Brexit standast ekki skoðun. Það sem hann hefur afrekað er að tryggja nákvæmlega sama ástand og ríkti áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Allt tal um að við sem fullvalda þjóð gætum náð betri samningum upp á eigin spýtur með tvíhliða samningum er því hjómið eitt. Þessi samningur var ágætis prófraun. En á endanum fengum við samning í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin. Við eigum að nýta fullveldið okkar til að vera þjóð meðal þjóða og eiga sæti við borðið. Utanríkisráðherra segist hafa haft þennan samning sem forgangsmál í ráðherratíð sinni. Það er ekki að sjá að það hafi skilað einhverjum sérstökum árangri. Það var nefnilega þetta með tækifærin í Brexit. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun