Orsökina var að finna hjá netflutningsfyrirtækinu Fastly sem segir málið hafa komið upp þegar viðskiptavinur uppfærði stillingar sínar.
Sambandsleysið náði til fjölda síðna, allt frá fréttamiðlum og vefsíðna ríkisstjórna og yfirvalda víðs vegar um heim, og hefur málið beint kastljósinu að veikleikum þess að fá fyrirtæki haldi utan um helstu innviði Netsins.
Þannig lágu vefsíður breska ríkisútvarpsins, CNN, New York Times sem og Amazon, Reddit og Twitch niðri ásamt fjölda annarra.
Fastly hefur beðist afsökunar á málinu og viðurkennir að starfsmenn hefðu átt að sjá vandamálið fyrir.
Hugbúnaðarvillan tengist hugbúnaðaruppfærslu um miðjan maí og hefur Fastly heitið því að rannsaka ástæður þess að hún hafi ekki komið í ljós fyrr en einn viðskiptavina fyrirtækisins uppfærði stillingar sínar.
Netflutningsfyrirtækið Fastly aðstoðar stórar vefsíður að dreifa efni sínu víðs vegar um heiminn með því að stýra netumferðinni um hraðari netleiðir.