Andstyggileg snjókoma gerir Mývetningum lífið leitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2021 19:43 Þessi mynd var tekin í Mývatnssveit í dag. Vísir/BEB Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda. Gylfi H. Yngvason er bóndi á Skútustöðum í Mývatnssveit og segir það blessunarlega ekki koma oft fyrir að snjói á þessum árstíma. Það komi þó fyrir og sé „verulega andstyggilegt.“ „Þetta fer ansi illa með fuglana. Á þessum tíma eru ungar að byrja að skríða fram og flugan að koma upp í vatninu. Þetta drepur bara fluguna og þar af leiðandi fæðuna fyrir fuglana. Þetta er krapableytuhríð sem rennbleytir féð og lömbin. Gróðurinn er að springa út. Þetta kemur bara alls staðar illa niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Gylfi stundaði áður búskap með kindur en er hættur því í dag. Fjölskylda bróður hans stendur þó í slíkum búskap og fer hann ekki varhluta af því hve hvimleið sumarsnjókoman getur verið í þeim geira. Bóndanum líður ekki vel ef skepnunum hans líður ekki vel, og skepnum líður ekki vel í svona veðri. Gylfi segir ótækt að koma fénu, sem er úti á beit eins og alvenja er á þessum árstíma, aftur inn í hús. Það fari sérstaklega illa með lömb að draga þau og troða inn í hús. Þó séu margir bændur með einhvers konar skýli á túnum sínum, sem féð geti leitað skjóls í. „Féð verður allt vott og kalt. Það þolir ákaflega vel snjó og svoleiðis, en þegar það er krapahríð og bleyta í leiðinni, það þolir engin skepna það.“ Seinni partinn í dag snerist snjókoman í rigningu, þó enn snjói upp til fjalla og hlíða í sveitinni.Vísir/BEB Skepnurnar standa af sér veðrið til styttri tíma Gylfi segir að skepnurnar séu fljótar að ná sér og að veðrið ætti ekki að hafa áhrif á afurðir að sumri loknu, að því gefnu að það vari ekki til lengri tíma. „Sauðfé er rosalega harðgert, þannig að eftir nokkra daga, þegar koma hlýindi, þá er allt komið á fullt aftur. Ef þetta stendur ekki í langan tíma á þetta nú ekki að koma niður á afurðum í haust. Þetta kemur fyrst og fremst niður á lundarfari bóndans og búandans. Svo fer þetta bara í skapið á manni, þegar það kemur ekki vor. Loksins þegar fór að hlýna og gróðurinn að taka við sér þá smellur hann aftur í þetta leiðindaskítkast,“ segir Gylfi og er auðheyranlega ekki hinn kátasti með veðrið. Hann segir að í morgun hafi aðeins tekið að hvítna í sveitinni, en síðan hafi haugsnjóað í dag. „Allt varð rennandi blautt og fuglar á hreiðrum, það hefur snjóað yfir þá.“ Hann segir að farið sé að éta úr snjónum sem þegar hefur fallið og tekið sé að rigna, þó enn snjói uppi til fjalla. Hann vonar í það minnsta að snjókomunni sloti, þó vel geti tekið að snjóa þegar kólnar með kvöldinu. Íslenskir ferðamenn ekki spenntir fyrir snjó Hvað sem veðurguðirnir kunna að ákveða að gera segir Gylfi að snjórinn sé einfaldlega til ama, hvar sem litið er. „Þetta kætir okkur ekki, ég get alveg lofað því. Svo er það þannig að þessi sveit byggir mjög mikið á ferðamönnum og nú verðum við að treysta á Íslendinga. Þeir eru eðlilega ekki að koma norður í land þegar þeir vita að veðrið er svona. Það væri nú ekki spennandi að vera í útilegu eða vera að ferðast í þessu,“ segir Gylfi. Skútustaðahreppur Veður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Gylfi H. Yngvason er bóndi á Skútustöðum í Mývatnssveit og segir það blessunarlega ekki koma oft fyrir að snjói á þessum árstíma. Það komi þó fyrir og sé „verulega andstyggilegt.“ „Þetta fer ansi illa með fuglana. Á þessum tíma eru ungar að byrja að skríða fram og flugan að koma upp í vatninu. Þetta drepur bara fluguna og þar af leiðandi fæðuna fyrir fuglana. Þetta er krapableytuhríð sem rennbleytir féð og lömbin. Gróðurinn er að springa út. Þetta kemur bara alls staðar illa niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Gylfi stundaði áður búskap með kindur en er hættur því í dag. Fjölskylda bróður hans stendur þó í slíkum búskap og fer hann ekki varhluta af því hve hvimleið sumarsnjókoman getur verið í þeim geira. Bóndanum líður ekki vel ef skepnunum hans líður ekki vel, og skepnum líður ekki vel í svona veðri. Gylfi segir ótækt að koma fénu, sem er úti á beit eins og alvenja er á þessum árstíma, aftur inn í hús. Það fari sérstaklega illa með lömb að draga þau og troða inn í hús. Þó séu margir bændur með einhvers konar skýli á túnum sínum, sem féð geti leitað skjóls í. „Féð verður allt vott og kalt. Það þolir ákaflega vel snjó og svoleiðis, en þegar það er krapahríð og bleyta í leiðinni, það þolir engin skepna það.“ Seinni partinn í dag snerist snjókoman í rigningu, þó enn snjói upp til fjalla og hlíða í sveitinni.Vísir/BEB Skepnurnar standa af sér veðrið til styttri tíma Gylfi segir að skepnurnar séu fljótar að ná sér og að veðrið ætti ekki að hafa áhrif á afurðir að sumri loknu, að því gefnu að það vari ekki til lengri tíma. „Sauðfé er rosalega harðgert, þannig að eftir nokkra daga, þegar koma hlýindi, þá er allt komið á fullt aftur. Ef þetta stendur ekki í langan tíma á þetta nú ekki að koma niður á afurðum í haust. Þetta kemur fyrst og fremst niður á lundarfari bóndans og búandans. Svo fer þetta bara í skapið á manni, þegar það kemur ekki vor. Loksins þegar fór að hlýna og gróðurinn að taka við sér þá smellur hann aftur í þetta leiðindaskítkast,“ segir Gylfi og er auðheyranlega ekki hinn kátasti með veðrið. Hann segir að í morgun hafi aðeins tekið að hvítna í sveitinni, en síðan hafi haugsnjóað í dag. „Allt varð rennandi blautt og fuglar á hreiðrum, það hefur snjóað yfir þá.“ Hann segir að farið sé að éta úr snjónum sem þegar hefur fallið og tekið sé að rigna, þó enn snjói uppi til fjalla. Hann vonar í það minnsta að snjókomunni sloti, þó vel geti tekið að snjóa þegar kólnar með kvöldinu. Íslenskir ferðamenn ekki spenntir fyrir snjó Hvað sem veðurguðirnir kunna að ákveða að gera segir Gylfi að snjórinn sé einfaldlega til ama, hvar sem litið er. „Þetta kætir okkur ekki, ég get alveg lofað því. Svo er það þannig að þessi sveit byggir mjög mikið á ferðamönnum og nú verðum við að treysta á Íslendinga. Þeir eru eðlilega ekki að koma norður í land þegar þeir vita að veðrið er svona. Það væri nú ekki spennandi að vera í útilegu eða vera að ferðast í þessu,“ segir Gylfi.
Skútustaðahreppur Veður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent