Gerendameðvirkni Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 14. júní 2021 17:30 Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi. Við erum alin upp í gerendameðvirkni. Við erum alin upp við að hugsa að gott fólk geri ekki vonda hluti. En staðreyndin er sú að allir, séu þeir í ákveðnum aðstæðum, eru færir um vonda hluti. Við erum fljót að stökkva til og dæma, breyta fólki í skrímsli en það er hættulegt. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og þegar við gerum okkur grein fyrir þessari skrímslavæðingu okkar getum við farið að takast almennilega á við það. Ef við dæmum fólk skrímsli vegna gjörða sinna eiga vinir og vandamenn þeirra erfiðara með að taka undir að þau hafi gert eitthvað rangt. Við þurfum að hætta að hylma yfir með fólki og sætta okkur við að fólkið okkar getur gert eitthvað af sér. Við erum öll fær um ofbeldi. Ég held að það verði auðveldara að láta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og að samborgarar hætti að reyna að hylma yfir og réttlæta gjörðir þeirra af því að þetta er ,,venjulega” svo gott fólk. Ég held líka að um leið og við förum almennt að krefjast þess að fólk beri ábyrgð og takist á við afleiðingar þess að beita ofbeldi að þá muni ofbeldið minnka. Við þurfum gagngera kerfis- og hugsanabreytingu. Við þurfum að átta okkur á að gott fólk getur verið vont líka. Við þurfum að átta okkur á að lífið er ekki svart og hvítt. Við þurfum að takast á við ofbeldi og afleiðingar þess og ekki byrja að vorkenna öllum nema þolandanum. Menn eru fljótir að vorkenna gerandanum og fólkinu hans fyrir fyrir að mannorðið hafi beðið hnekki en vorkenna ekki manneskju sem hefur orðið fyrir ofbeldi heldur líta jafnvel á hana sem skítuga og viðbjóðslega og líta á allar ásakanir sem uppspuna og lygar. Þótt ástvinur þinn beiti einhvern ofbeldi þá gerir það hann ekki að skrímsli, hann er ennþá ástvinur þinn. Þér má þykja vænt um hann. En ástvinur þinn þarf samt að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Annars verða engar breytingar og ofbeldi heldur áfram að dafna og grassera. Ég trúi þolendum. Ég vil að við trúum öll þolendum og því að þó menn séu góðir yfirleitt þá geti þeir líka beitt ofbeldi. Við í sósíalistaflokknum viljum gagngera kerfisbreytingu. Við viljum þolendavænna kerfi og viljum meðal annars setja á laggirnar ofbeldiseftirlit. Kenna fólki að taka eftir ofbeldi í kringum sig. Hjálpa fólki að átta sig á að það er „venjulegt“ fólk sem beitir ofbeldi. Eins og segir í lokaorðum stefnunnar þá er þetta „hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“ Stjórnmálaflokkar geta ekki breytt því hvernig fólk hugsar eða hegðar sér en þeir geta breytt kerfinu og hvernig það virkar. Ofbeldi er alltaf óásættanlegt en við þurfum að átta okkur á því að það eru ekki bara skrímsli sem beita ofbeldi. Þetta er fólk í kringum okkur. Fólk sem við þekkjum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi. Við erum alin upp í gerendameðvirkni. Við erum alin upp við að hugsa að gott fólk geri ekki vonda hluti. En staðreyndin er sú að allir, séu þeir í ákveðnum aðstæðum, eru færir um vonda hluti. Við erum fljót að stökkva til og dæma, breyta fólki í skrímsli en það er hættulegt. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og þegar við gerum okkur grein fyrir þessari skrímslavæðingu okkar getum við farið að takast almennilega á við það. Ef við dæmum fólk skrímsli vegna gjörða sinna eiga vinir og vandamenn þeirra erfiðara með að taka undir að þau hafi gert eitthvað rangt. Við þurfum að hætta að hylma yfir með fólki og sætta okkur við að fólkið okkar getur gert eitthvað af sér. Við erum öll fær um ofbeldi. Ég held að það verði auðveldara að láta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og að samborgarar hætti að reyna að hylma yfir og réttlæta gjörðir þeirra af því að þetta er ,,venjulega” svo gott fólk. Ég held líka að um leið og við förum almennt að krefjast þess að fólk beri ábyrgð og takist á við afleiðingar þess að beita ofbeldi að þá muni ofbeldið minnka. Við þurfum gagngera kerfis- og hugsanabreytingu. Við þurfum að átta okkur á að gott fólk getur verið vont líka. Við þurfum að átta okkur á að lífið er ekki svart og hvítt. Við þurfum að takast á við ofbeldi og afleiðingar þess og ekki byrja að vorkenna öllum nema þolandanum. Menn eru fljótir að vorkenna gerandanum og fólkinu hans fyrir fyrir að mannorðið hafi beðið hnekki en vorkenna ekki manneskju sem hefur orðið fyrir ofbeldi heldur líta jafnvel á hana sem skítuga og viðbjóðslega og líta á allar ásakanir sem uppspuna og lygar. Þótt ástvinur þinn beiti einhvern ofbeldi þá gerir það hann ekki að skrímsli, hann er ennþá ástvinur þinn. Þér má þykja vænt um hann. En ástvinur þinn þarf samt að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Annars verða engar breytingar og ofbeldi heldur áfram að dafna og grassera. Ég trúi þolendum. Ég vil að við trúum öll þolendum og því að þó menn séu góðir yfirleitt þá geti þeir líka beitt ofbeldi. Við í sósíalistaflokknum viljum gagngera kerfisbreytingu. Við viljum þolendavænna kerfi og viljum meðal annars setja á laggirnar ofbeldiseftirlit. Kenna fólki að taka eftir ofbeldi í kringum sig. Hjálpa fólki að átta sig á að það er „venjulegt“ fólk sem beitir ofbeldi. Eins og segir í lokaorðum stefnunnar þá er þetta „hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“ Stjórnmálaflokkar geta ekki breytt því hvernig fólk hugsar eða hegðar sér en þeir geta breytt kerfinu og hvernig það virkar. Ofbeldi er alltaf óásættanlegt en við þurfum að átta okkur á því að það eru ekki bara skrímsli sem beita ofbeldi. Þetta er fólk í kringum okkur. Fólk sem við þekkjum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun