Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason skrifar 15. júní 2021 07:00 Helsta markmið Parísarsáttmálans hljóðar upp á að takmarka meðalhlýnun Jarðar um 1.5 gráðu frá iðnbyltingu. Ljóst er þó að þrátt fyrir núverandi markmið þjóða stefnir í að Jörðin muni hlýna um 3 til 4 gráður. Afleiðingar slíkrar hlýnunar er varla hægt að ofmeta, en hún mun valda enn meiri skaða á vistkerfum og samfélögum um allan heim en núverandi 1.2 gráðu hlýnun. Með öðrum orðum, enn frekara hrun vistkerfa, meiri fólksflótti og fleiri dauðsföll. Það er ekkert minna í vændum en það og þess vegna er þörf á róttækari aðgerðum og það strax. Parísarsáttmálinn var samþykktur til að reyna að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Til að eiga möguleika á því að ná 1.5 gráðu markmiði sáttmálans þarf að draga úr losun um 55% milli 2020 og 2030 á heimsvísu; þetta samsvarar um 7.6% samdrætti árlega. Í kjölfarið þarf að nást kolefnishlutleysi árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og er það mikilvægt skref í rétta átt. En, það er enn óvíst nákvæmlega hvernig kolefnishlutleysið verður skilgreint og hvort það muni ná til allrar losunar sem á sér stað í landinu. Hvað varðar áfangamarkmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 1990, skv. innnsendu landsmarkmiði til Parísarsáttmálans. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að þetta á við um sameiginlegt markmið Íslands með Noregi og ríkjum ESB, sem snýst um samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild. Ef notast verður við svipaðar reiknireglur og fyrir fyrra markmið Íslands í samfloti með Noregi og ESB, verður Íslandi líklegast úthlutað markmið upp á um það bil 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð stjórnvalda (e. ESR), milli 2005 og 2030. Þess vegna er stefna stjórnvalda ekki að draga úr losun Íslands um 55% heldur að bíða eftir að fá úthlutað lægra markmiði. Einnig er mikilvægt að nefna að landsmarkmið Íslands til Parísarsáttmálans nær ekki yfir alla losun sem á sér stað í landinu. Til dæmis er engin krafa um samdrátt í losun vegna landnotkunar (sem nemur um 66% af heildarlosun Íslands), einungis að losun megi ekki aukast miðað við ákveðin viðmiðunarár. Losun frá alþjóðaflugi, aljþóðasiglingum og neysludrifin losun fellur einnig utan markmiðsins. Með því að skilgreina þetta markmið um 55% ekki nógu vel í almennri umræðu eru íslensk stjórnvöld að auka á upplýsingaóreiðu hvað varðar loftslagsmál, sérstaklega þegar kemur að skuldbindingum. Frekari rök fyrir því að íslensk stjórnvöld séu ekki að grípa til nógu róttækra aðgerða og séu ekki að standa við orð sín má finna í umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarp um kolefnishlutleysi á Alþingi síðastliðinn laugardag. Þar var tillaga um að lögfesta sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt milli 2020 og 2030 felld með 38 atkvæðum gegn 17. Þetta sýnir skýrt að íslensk stjórnvöld skortir vilja til að skuldbinda sig til að draga úr losun um 55%. Við erum rík þjóð og erum með gífurlega háa losun á höfðatölu, eða tæp 38 tonn CO2-ígilda fyrir hvern einstakling ef öll losun, þar með talin losun frá landi, er tekin með. Það undirstrikar siðferðislega skyldu okkar til að draga úr heildarlosun (landnotkun meðtalin) um að minnsta kosti 55% árið 2030, miðað við 2020. Á næsta kjörtímabili ætti því að vera forgangsmál að lögfesta þetta markmið og fylgja því eftir með róttækum aðgerðum. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja farsæla framtíð allra núverandi og framtíðar Jarðarbúa. Höfundur er Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Helsta markmið Parísarsáttmálans hljóðar upp á að takmarka meðalhlýnun Jarðar um 1.5 gráðu frá iðnbyltingu. Ljóst er þó að þrátt fyrir núverandi markmið þjóða stefnir í að Jörðin muni hlýna um 3 til 4 gráður. Afleiðingar slíkrar hlýnunar er varla hægt að ofmeta, en hún mun valda enn meiri skaða á vistkerfum og samfélögum um allan heim en núverandi 1.2 gráðu hlýnun. Með öðrum orðum, enn frekara hrun vistkerfa, meiri fólksflótti og fleiri dauðsföll. Það er ekkert minna í vændum en það og þess vegna er þörf á róttækari aðgerðum og það strax. Parísarsáttmálinn var samþykktur til að reyna að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Til að eiga möguleika á því að ná 1.5 gráðu markmiði sáttmálans þarf að draga úr losun um 55% milli 2020 og 2030 á heimsvísu; þetta samsvarar um 7.6% samdrætti árlega. Í kjölfarið þarf að nást kolefnishlutleysi árið 2050. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og er það mikilvægt skref í rétta átt. En, það er enn óvíst nákvæmlega hvernig kolefnishlutleysið verður skilgreint og hvort það muni ná til allrar losunar sem á sér stað í landinu. Hvað varðar áfangamarkmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 er yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda að draga úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 1990, skv. innnsendu landsmarkmiði til Parísarsáttmálans. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að þetta á við um sameiginlegt markmið Íslands með Noregi og ríkjum ESB, sem snýst um samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild. Ef notast verður við svipaðar reiknireglur og fyrir fyrra markmið Íslands í samfloti með Noregi og ESB, verður Íslandi líklegast úthlutað markmið upp á um það bil 40% samdrátt í losun á beinni ábyrgð stjórnvalda (e. ESR), milli 2005 og 2030. Þess vegna er stefna stjórnvalda ekki að draga úr losun Íslands um 55% heldur að bíða eftir að fá úthlutað lægra markmiði. Einnig er mikilvægt að nefna að landsmarkmið Íslands til Parísarsáttmálans nær ekki yfir alla losun sem á sér stað í landinu. Til dæmis er engin krafa um samdrátt í losun vegna landnotkunar (sem nemur um 66% af heildarlosun Íslands), einungis að losun megi ekki aukast miðað við ákveðin viðmiðunarár. Losun frá alþjóðaflugi, aljþóðasiglingum og neysludrifin losun fellur einnig utan markmiðsins. Með því að skilgreina þetta markmið um 55% ekki nógu vel í almennri umræðu eru íslensk stjórnvöld að auka á upplýsingaóreiðu hvað varðar loftslagsmál, sérstaklega þegar kemur að skuldbindingum. Frekari rök fyrir því að íslensk stjórnvöld séu ekki að grípa til nógu róttækra aðgerða og séu ekki að standa við orð sín má finna í umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarp um kolefnishlutleysi á Alþingi síðastliðinn laugardag. Þar var tillaga um að lögfesta sjálfstætt markmið Íslands um 55% samdrátt milli 2020 og 2030 felld með 38 atkvæðum gegn 17. Þetta sýnir skýrt að íslensk stjórnvöld skortir vilja til að skuldbinda sig til að draga úr losun um 55%. Við erum rík þjóð og erum með gífurlega háa losun á höfðatölu, eða tæp 38 tonn CO2-ígilda fyrir hvern einstakling ef öll losun, þar með talin losun frá landi, er tekin með. Það undirstrikar siðferðislega skyldu okkar til að draga úr heildarlosun (landnotkun meðtalin) um að minnsta kosti 55% árið 2030, miðað við 2020. Á næsta kjörtímabili ætti því að vera forgangsmál að lögfesta þetta markmið og fylgja því eftir með róttækum aðgerðum. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja farsæla framtíð allra núverandi og framtíðar Jarðarbúa. Höfundur er Loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar