19. júní: Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna tileinkaður upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum Magnea Marinósdóttir skrifar 19. júní 2021 12:03 Enn og aftur berast fregnir af hörmulegu kynferðisofbeldi í tengslum við vopnuð átök, nú síðast frá Tigray-héraði í Eþíópíu. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings frá Eritríu, hefur verið sakaður um allt í senn stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og tilraun til þjóðarmorðs í tilraun sinni til að skipta út stjórn héraðsins. Sú ákvörðun var tekin eftir að kosningar til héraðsþings fóru fram í Tigray í september s.l. í trássi við tilmæli alríkisstjórnarinnar um frestun fyrirhugaðra alríkis- og héraðskosninga vegna COVID faraldursins. Það sem vafalaust jók spennuna er sú staðreynd að Tigray er heimahérað Þjóðfrelsishreyfingar Tigray sem réð lögum og lofum í Eþíópíu frá 1995 til ársins 2018 eða allt þar til Abiy Ahmed Ali, núverandi forsætisráðherra, komst til valda í kjölfar fjöldamótmæla gegn einræðisstjórn Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Þá tók við stjórnartaumunum bandalag nokkurra stjórnmálaflokka undir forustu Framfaraflokksins (e.Prosperity Party), flokks forsætisráðherrans, án þátttöku Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Jafnframt er mikilvægt að geta þess að helmingur vopnabúrs landsins er talið vera í héraðinu. Það fyrirkomulag er arfleið stríðsins á milli Eþíópíu og Eritríu sem lauk með friðarsamningi sem forsætisráðherrann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2019. Hugsanlegt er að fyrrgreindar aðstæður hafi spilað veigamikið hlutverk þegar ákvörðun var tekin um að fara fram með vopnavaldi eftir héraðskosningarnar þar sem Þjóðfrelsishreyfingin vann yfirburðasigur en voru dæmdar ólöglegar af alríkisstjórninni. Fyrsta árásin var gerð 4. nóvember eftir að alríkisstjórnin sakaði héraðsstjórnina (Þjóðfrelsishreyfinunga) um að hafa ráðist á herstöð í héraðinu. Hún hefur neitað þeim ásökunum. Ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni Grunur leikur á að kynferðisofbeldi sé framið af öllum stríðandi fylkingum en auk þess hafa komið fram ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni að hálfu stjórnarhersins og bandamanna þeirra. Ásakanirnar eru byggðar á fréttaflutningi af fjöldamorðum á almennum borgurum og nauðgunum, þar með talið hópnauðgunum á konum. Frásagnir þolenda sem vitna í orð gerenda þess efnis að nauðganirnar eigi að tryggja að engin börn af Tigray uppruna fæðist til framtíðar (sjá m.a. fréttir Al Jazeera og CNN) gefa einnig til kynna ásetning um þjóðarmorð. Í lok maí s.l. höfðu þrír hermenn verið sakfelldir fyrir nauðgun auk þess sem saksóknaraembætti hersins hafði gefið út ákærur um nauðgun og annars konar kynferðisofbeldi á hendur 25 hermönnum til viðbótar. Afleiðingar ofbeldisins og aðgerðir Alþjóðaráðsins og landsfélaga Rauða krossins í Eþíópíu og Suður-Súdan Fyrir utan afleiðingar ofbeldisins fyrir fórnarlömbin, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild, hefur það einnig valdið því að meira en 2 milljónir hafa lagt á flótta. Hluti flóttafólksins hefur hugsanlega misst heimili sín og heimkynni fyrir fullt og allt. Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins, Robert Mardini, fordæmdi ástandið í yfirlýsingu þann 22. apríl með vísan í ummæli starfsmanna ráðsins á svæðinu sem ásamt landsfélögum Rauða krossins í Eþíópíu og Suður-Súdan veita neyðaraðstoð, þ.m.t. læknisþjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum þangað sem þolendur kynferðisofbeldisins geta leitað sér aðstoðar. Það eru þó alls ekki allir, að talið er, sem leita sér lífsnauðsynlegar aðstoðar af ástæðum sem m.a. má rekja til þolendaskammar og skaðlegra félagslegra afleiðinga opinberunar ofbeldisins fyrir fórnarlömbin. Mardini lýsti því jafnframt yfir að það væri forgangsatriði að fyrirbyggja frekara kynferðisofbeldi og veita þolendum aðstoð. Nú þegar hefur sérfræðingur á sviði aðgerða sem lúta að kynferðisofbeldi verið sendur til starfa með undirsendinefnd ráðsins í héraðinu. Hlutverk hennar er að veita neyðaraðstoð sem er m.a. sniðin að þörfum þolenda kynferðisofbeldis þar sem þeim er veitt viðeigandi aðstoð og vernd. Vinnan fer fram í samvinnu og samráði við landsfélag Rauða krossins, sendinefnd Alþjóðaráðsins í höfuðborginni Addis Ababa og teymi Alþjóðaráðsins í Genf sem skipað er sérfræðingum frá þremur heimsálfum, þar með talið höfundi þessarar greinar. Meiri upplýsingar um Alþjóðaráðið og starfsemi teymisins má finna hér og hér. Forgangsatriði er að veita fórnarlömbum kynferðisofbeldis eins þolendavæna aðstoð og kostur er auk þess að grípa til ráðstafana til að fyrirbyggja frekara kynferðisofbeldi. Sérstaða Alþjóðaráðsins felst einkum í aðgangi þess að öllum svæðum og stríðandi fylkingum. Er það í krafti þeirra lagalegu stöðu sem ráðið nýtur samkvæmt Gefnarsáttmálunum og grundvallarhugsjónum þess, þ.e. mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi og sjálfstæði. Betur má ef duga skal 19. júní er fagnað á Íslandi sem þeim tímamótum er konur fengu kosningarrétt til Alþingis árið 1915. Það væri gaman að geta fagnað fagurri veröld sem væri laus við hrylling og grimmd vopnaðra stríðsátaka og kynferðisofbeldis en því miður eigum við enn langt í land. Það er m.a. höfuðástæða þess að frá árinu 2015 hafa Sameinuðu þjóðirnar sérstaklega tileinkað 19. júní upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum. Þess vegna skulum við, um leið og við fögnum kosningarétti kvenna, taka undir ákallið um að endir verði bundinn á blóðug átök og það hörmulega kynferðisofbeldi sem framið er af stríðandi fylkingum og almennum borgurum í algeru trássi við mannúðarlög og alþjóðlega mannréttindasáttmála. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur á sviði jafnréttismála. Hún hefur síðan í febrúar 2020 starfað í teymi Alþjóðaráðsins um aðgerðir sem lúta fyrirbyggjandi aðgerðum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi framið í tengslum við vopnuð átök. Nánari upplýsingar um alþjóðadaginn. Nánari upplýsingar um starfsemi Alþjóðaráðsins í Tigray: Humanitarian needs of Ethiopian refugees continue to grow | ICRC. Viðtal við framkvæmdastjóra Alþjóðaráðsins, Robert Mardini Helstu heimildir: ·Kosningar ·Árás stjórnarhersins inn í Tigray ·Flóttamannastraumurinn ·Útgáfa ákæru um kynferðisofbeldi og sakfelling hermenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Magnea Marinósdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Enn og aftur berast fregnir af hörmulegu kynferðisofbeldi í tengslum við vopnuð átök, nú síðast frá Tigray-héraði í Eþíópíu. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings frá Eritríu, hefur verið sakaður um allt í senn stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og tilraun til þjóðarmorðs í tilraun sinni til að skipta út stjórn héraðsins. Sú ákvörðun var tekin eftir að kosningar til héraðsþings fóru fram í Tigray í september s.l. í trássi við tilmæli alríkisstjórnarinnar um frestun fyrirhugaðra alríkis- og héraðskosninga vegna COVID faraldursins. Það sem vafalaust jók spennuna er sú staðreynd að Tigray er heimahérað Þjóðfrelsishreyfingar Tigray sem réð lögum og lofum í Eþíópíu frá 1995 til ársins 2018 eða allt þar til Abiy Ahmed Ali, núverandi forsætisráðherra, komst til valda í kjölfar fjöldamótmæla gegn einræðisstjórn Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Þá tók við stjórnartaumunum bandalag nokkurra stjórnmálaflokka undir forustu Framfaraflokksins (e.Prosperity Party), flokks forsætisráðherrans, án þátttöku Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Jafnframt er mikilvægt að geta þess að helmingur vopnabúrs landsins er talið vera í héraðinu. Það fyrirkomulag er arfleið stríðsins á milli Eþíópíu og Eritríu sem lauk með friðarsamningi sem forsætisráðherrann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2019. Hugsanlegt er að fyrrgreindar aðstæður hafi spilað veigamikið hlutverk þegar ákvörðun var tekin um að fara fram með vopnavaldi eftir héraðskosningarnar þar sem Þjóðfrelsishreyfingin vann yfirburðasigur en voru dæmdar ólöglegar af alríkisstjórninni. Fyrsta árásin var gerð 4. nóvember eftir að alríkisstjórnin sakaði héraðsstjórnina (Þjóðfrelsishreyfinunga) um að hafa ráðist á herstöð í héraðinu. Hún hefur neitað þeim ásökunum. Ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni Grunur leikur á að kynferðisofbeldi sé framið af öllum stríðandi fylkingum en auk þess hafa komið fram ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni að hálfu stjórnarhersins og bandamanna þeirra. Ásakanirnar eru byggðar á fréttaflutningi af fjöldamorðum á almennum borgurum og nauðgunum, þar með talið hópnauðgunum á konum. Frásagnir þolenda sem vitna í orð gerenda þess efnis að nauðganirnar eigi að tryggja að engin börn af Tigray uppruna fæðist til framtíðar (sjá m.a. fréttir Al Jazeera og CNN) gefa einnig til kynna ásetning um þjóðarmorð. Í lok maí s.l. höfðu þrír hermenn verið sakfelldir fyrir nauðgun auk þess sem saksóknaraembætti hersins hafði gefið út ákærur um nauðgun og annars konar kynferðisofbeldi á hendur 25 hermönnum til viðbótar. Afleiðingar ofbeldisins og aðgerðir Alþjóðaráðsins og landsfélaga Rauða krossins í Eþíópíu og Suður-Súdan Fyrir utan afleiðingar ofbeldisins fyrir fórnarlömbin, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild, hefur það einnig valdið því að meira en 2 milljónir hafa lagt á flótta. Hluti flóttafólksins hefur hugsanlega misst heimili sín og heimkynni fyrir fullt og allt. Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins, Robert Mardini, fordæmdi ástandið í yfirlýsingu þann 22. apríl með vísan í ummæli starfsmanna ráðsins á svæðinu sem ásamt landsfélögum Rauða krossins í Eþíópíu og Suður-Súdan veita neyðaraðstoð, þ.m.t. læknisþjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum þangað sem þolendur kynferðisofbeldisins geta leitað sér aðstoðar. Það eru þó alls ekki allir, að talið er, sem leita sér lífsnauðsynlegar aðstoðar af ástæðum sem m.a. má rekja til þolendaskammar og skaðlegra félagslegra afleiðinga opinberunar ofbeldisins fyrir fórnarlömbin. Mardini lýsti því jafnframt yfir að það væri forgangsatriði að fyrirbyggja frekara kynferðisofbeldi og veita þolendum aðstoð. Nú þegar hefur sérfræðingur á sviði aðgerða sem lúta að kynferðisofbeldi verið sendur til starfa með undirsendinefnd ráðsins í héraðinu. Hlutverk hennar er að veita neyðaraðstoð sem er m.a. sniðin að þörfum þolenda kynferðisofbeldis þar sem þeim er veitt viðeigandi aðstoð og vernd. Vinnan fer fram í samvinnu og samráði við landsfélag Rauða krossins, sendinefnd Alþjóðaráðsins í höfuðborginni Addis Ababa og teymi Alþjóðaráðsins í Genf sem skipað er sérfræðingum frá þremur heimsálfum, þar með talið höfundi þessarar greinar. Meiri upplýsingar um Alþjóðaráðið og starfsemi teymisins má finna hér og hér. Forgangsatriði er að veita fórnarlömbum kynferðisofbeldis eins þolendavæna aðstoð og kostur er auk þess að grípa til ráðstafana til að fyrirbyggja frekara kynferðisofbeldi. Sérstaða Alþjóðaráðsins felst einkum í aðgangi þess að öllum svæðum og stríðandi fylkingum. Er það í krafti þeirra lagalegu stöðu sem ráðið nýtur samkvæmt Gefnarsáttmálunum og grundvallarhugsjónum þess, þ.e. mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi og sjálfstæði. Betur má ef duga skal 19. júní er fagnað á Íslandi sem þeim tímamótum er konur fengu kosningarrétt til Alþingis árið 1915. Það væri gaman að geta fagnað fagurri veröld sem væri laus við hrylling og grimmd vopnaðra stríðsátaka og kynferðisofbeldis en því miður eigum við enn langt í land. Það er m.a. höfuðástæða þess að frá árinu 2015 hafa Sameinuðu þjóðirnar sérstaklega tileinkað 19. júní upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum. Þess vegna skulum við, um leið og við fögnum kosningarétti kvenna, taka undir ákallið um að endir verði bundinn á blóðug átök og það hörmulega kynferðisofbeldi sem framið er af stríðandi fylkingum og almennum borgurum í algeru trássi við mannúðarlög og alþjóðlega mannréttindasáttmála. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur á sviði jafnréttismála. Hún hefur síðan í febrúar 2020 starfað í teymi Alþjóðaráðsins um aðgerðir sem lúta fyrirbyggjandi aðgerðum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi framið í tengslum við vopnuð átök. Nánari upplýsingar um alþjóðadaginn. Nánari upplýsingar um starfsemi Alþjóðaráðsins í Tigray: Humanitarian needs of Ethiopian refugees continue to grow | ICRC. Viðtal við framkvæmdastjóra Alþjóðaráðsins, Robert Mardini Helstu heimildir: ·Kosningar ·Árás stjórnarhersins inn í Tigray ·Flóttamannastraumurinn ·Útgáfa ákæru um kynferðisofbeldi og sakfelling hermenna
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun