Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 09:20 Um þrjú þúsund afganskir hermenn vernda Bagram en búast fastlega við því að Talbianar geri árás á herstöðina. AP/Rahmat Gul Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Hermennirnir bandarísku fóru á brott aðfaranótt síðastliðins föstudags en Bagram var í um tuttugu ár helsta herstöð Bandaríkjanna í Afganistan. AP fréttaveitan segir að íbúar hafi farið ránshendi um tóman hluta herstöðvarinnar áður en afganskir hermenn ráku þá á brott. Í Bagram má meðal annars finna stærsta flugvöll landsins og fangelsi sem inniheldur um fimm þúsund Talibana. Forsvarsmenn afganska hersins segjast búast fastlega við því að Talibanar muni ráðast á herstöðina. Þó Talibanar hafi unnið fjölda sigra í átökum við stjórnarherinn að undanförnu segjast forsvarsmenn hersins geta haldið Bagram. Sjá einnig: Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan BBC hefur eftir herforingjanum Asadullah Kohistani, sem ræddi við blaðamenn í Bagram í gær, að stjórnarherinn væri alls ekki jafn öflugur og herafli Bandaríkjanna. Þeir gerðu þó sitt besta og ætluðu sér að tryggja öryggi íbúa Afganistans. Herforinginn Asadullah Kohistani hefur tekið við stjórn Bagram.AP/Rahmat Gul Kohistani leiðir um þrjú þúsund hermenn en tugir þúsunda hermanna hafa haldið til í Bagram. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Herstöðin var byggð af bandarískum verktökum á sjötta áratug síðustu aldar og fyrir yfirvöld í Afganistan. Sovétríkin tóku þó herstöðina yfir í innrás þeirra árið 1979. Í kjölfar þess tók ríkisstjórn landsins, sem var studd af Sovétríkjunum við rekstri herstöðvarinnar og svo Talibanar þegar þeir tóku völd í kjölfar þess að Sovétríkin fóru frá landinu. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hermennirnir bandarísku fóru á brott aðfaranótt síðastliðins föstudags en Bagram var í um tuttugu ár helsta herstöð Bandaríkjanna í Afganistan. AP fréttaveitan segir að íbúar hafi farið ránshendi um tóman hluta herstöðvarinnar áður en afganskir hermenn ráku þá á brott. Í Bagram má meðal annars finna stærsta flugvöll landsins og fangelsi sem inniheldur um fimm þúsund Talibana. Forsvarsmenn afganska hersins segjast búast fastlega við því að Talibanar muni ráðast á herstöðina. Þó Talibanar hafi unnið fjölda sigra í átökum við stjórnarherinn að undanförnu segjast forsvarsmenn hersins geta haldið Bagram. Sjá einnig: Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan BBC hefur eftir herforingjanum Asadullah Kohistani, sem ræddi við blaðamenn í Bagram í gær, að stjórnarherinn væri alls ekki jafn öflugur og herafli Bandaríkjanna. Þeir gerðu þó sitt besta og ætluðu sér að tryggja öryggi íbúa Afganistans. Herforinginn Asadullah Kohistani hefur tekið við stjórn Bagram.AP/Rahmat Gul Kohistani leiðir um þrjú þúsund hermenn en tugir þúsunda hermanna hafa haldið til í Bagram. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Herstöðin var byggð af bandarískum verktökum á sjötta áratug síðustu aldar og fyrir yfirvöld í Afganistan. Sovétríkin tóku þó herstöðina yfir í innrás þeirra árið 1979. Í kjölfar þess tók ríkisstjórn landsins, sem var studd af Sovétríkjunum við rekstri herstöðvarinnar og svo Talibanar þegar þeir tóku völd í kjölfar þess að Sovétríkin fóru frá landinu.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43
Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05
Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56