Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Óttar Kolbeinsson Proppé og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 7. júlí 2021 15:25 Frá vinstri: Fjölnir Geir Bragason, Árni H. Kristjánsson og Tómas V. Albertsson. vísir/arnar Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. Fimmmenningarnir eru þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson og Tómas V. Albertsson. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og flestir sem voru vistaðir á stofnununum og hafa komið þá eftir að málið varð opinbert. „Það er fjöldi manns búinn að tala við okkur og það eru svona þrjár setningar sem endurtaka sig alltaf; brotið sjálfsmat, gríðarlegur höfnunarótti og einræna,“ sagði Fjölnir eftir fundinn. Árni tekur í sama streng: „Það blasir við að ef barn skortir ást og umhyggju þá verður það fyrir skaða. Mismiklum auðvitað en svo sannarlega fyrir skaða. Ég hef til dæmis alla ævi verið félagsfælinn, ég vil helst vera einn með sjálfum mér en ég hef lært að vera innan um fólk,“ segir hann. Líkamlegum þörfum sinnt en andlegar þarfir hunsaðar Á vöggustofunum voru tugir barna vistuð á hverju ári. Það voru börn fátækra, ungra, einhleypra eða veikra mæðra sem gert var ráð fyrir að gætu ekki alið börnin sín hjálparlaust. Mennirnir lýsa því hvernig yfirlýst uppeldisstefna borgarinnar var á þessum tíma: „Eingöngu átti að sinna líkamlegum þörfum. Ef börn grétu þá átti að láta þau gráta nema það væri rökstuddur grunur um líkamlega kvilla. Sem sagt líkamlegum þörfum barna var eingöngu sinnt en alls ekki andlegum þörfum,“ segir Árni. „Og náttúrulega snertingin,“ segir Tómas og á þá við skort á henni: „Það er til mynd af mér tekinni bara í gegn um rúðu. Móðir mín fékk ekkert að snerta mig. Við erum bara sýnd í glugganum eins og hver annar sýningargripur.“ Hvað varð um börnin sem dóu? Fjölnir segir ljóst að mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum og vill fá nákvæma úttekt á því hve mörg þau voru. Á stöðunum voru bæði kapella og líkhús. „Börn dóu þarna… hve mörg börn dóu þarna? Hvað varð um þessi börn? Við þurfum bara að vita það,“ segir Fjölnir. „Þú getur ímyndað þér að ef skaðinn er það mikill að börn eru að deyja þarna og við, hinir þessir sterku sem lifðum af, erum stórskaddaðir af þessu.“ Spurðir hvað hafi farið fram á fundinum með borgarstjóra segjast þeir vilja viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. „Við viljum að það verðu farið í saumana á þessari starfsemi, hún verði rannsökuð og gerð á henni úttekt,“ segir Árni. „Við viljum fyrir hönd okkar og allra annarra barnanna sem voru í vistun þarna, mæðra okkar að þetta verði viðurkennt að þetta var skaðleg uppeldisstefna.“ Borgarstjóri sagði eftir fundinn að málið yrði opnað.vísir/nadine Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að borgin ætli að rannsaka starfsemi vöggustofanna. „Ég held að miðað við það sem fram hefur komið þá muni borgin bregðast við því og skoða hvernig best verði að því staðið þannig að bæði rannsóknin og niðurstaða hennar njóti trausts,“ segir Dagur. Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Fimmmenningarnir eru þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson og Tómas V. Albertsson. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og flestir sem voru vistaðir á stofnununum og hafa komið þá eftir að málið varð opinbert. „Það er fjöldi manns búinn að tala við okkur og það eru svona þrjár setningar sem endurtaka sig alltaf; brotið sjálfsmat, gríðarlegur höfnunarótti og einræna,“ sagði Fjölnir eftir fundinn. Árni tekur í sama streng: „Það blasir við að ef barn skortir ást og umhyggju þá verður það fyrir skaða. Mismiklum auðvitað en svo sannarlega fyrir skaða. Ég hef til dæmis alla ævi verið félagsfælinn, ég vil helst vera einn með sjálfum mér en ég hef lært að vera innan um fólk,“ segir hann. Líkamlegum þörfum sinnt en andlegar þarfir hunsaðar Á vöggustofunum voru tugir barna vistuð á hverju ári. Það voru börn fátækra, ungra, einhleypra eða veikra mæðra sem gert var ráð fyrir að gætu ekki alið börnin sín hjálparlaust. Mennirnir lýsa því hvernig yfirlýst uppeldisstefna borgarinnar var á þessum tíma: „Eingöngu átti að sinna líkamlegum þörfum. Ef börn grétu þá átti að láta þau gráta nema það væri rökstuddur grunur um líkamlega kvilla. Sem sagt líkamlegum þörfum barna var eingöngu sinnt en alls ekki andlegum þörfum,“ segir Árni. „Og náttúrulega snertingin,“ segir Tómas og á þá við skort á henni: „Það er til mynd af mér tekinni bara í gegn um rúðu. Móðir mín fékk ekkert að snerta mig. Við erum bara sýnd í glugganum eins og hver annar sýningargripur.“ Hvað varð um börnin sem dóu? Fjölnir segir ljóst að mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum og vill fá nákvæma úttekt á því hve mörg þau voru. Á stöðunum voru bæði kapella og líkhús. „Börn dóu þarna… hve mörg börn dóu þarna? Hvað varð um þessi börn? Við þurfum bara að vita það,“ segir Fjölnir. „Þú getur ímyndað þér að ef skaðinn er það mikill að börn eru að deyja þarna og við, hinir þessir sterku sem lifðum af, erum stórskaddaðir af þessu.“ Spurðir hvað hafi farið fram á fundinum með borgarstjóra segjast þeir vilja viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. „Við viljum að það verðu farið í saumana á þessari starfsemi, hún verði rannsökuð og gerð á henni úttekt,“ segir Árni. „Við viljum fyrir hönd okkar og allra annarra barnanna sem voru í vistun þarna, mæðra okkar að þetta verði viðurkennt að þetta var skaðleg uppeldisstefna.“ Borgarstjóri sagði eftir fundinn að málið yrði opnað.vísir/nadine Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að borgin ætli að rannsaka starfsemi vöggustofanna. „Ég held að miðað við það sem fram hefur komið þá muni borgin bregðast við því og skoða hvernig best verði að því staðið þannig að bæði rannsóknin og niðurstaða hennar njóti trausts,“ segir Dagur.
Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira