Bólusettir muni líklega veikjast alvarlega hér eins og annars staðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2021 20:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að grípa eigi strax til aðgerða innanlands svo stemma megi stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Reikna megi með að bólusettir veikist alvarlega hér á landi eins og dæmi séu um í öðrum Evrópulöndum. 96 hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá mánudeginum í síðustu viku. Stærsta stökkið var milli daganna 18. og 19. júlí en í gær greindust 38. Um 80 prósent þeirra sem greinst hafa þessa síðustu átta daga eru að minnsta kosti hálfbólusett, langflestir fullbólusettir. Þá hafa einnig langflestir sem greinst hafa undanfarið verið utan sóttkvíar; af 38 smituðum í gær voru níu í sóttkví. „Þetta er jafnvel að fara upp í veldisvöxt eins og við höfum séð oft áður. Ég held það sé óhætt að segja það að það er ný bylgja farin af stað og er mestmegnis í bólusettum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segir að til skoðunar sé að grípa til innanlandsaðgerða en hefur ekki sent frá sér minnisblað með tillögum þess efnis. Það að krefja bólusetta um neikvætt Covid-próf á landamærum dugi ekki eitt og sér til að bæla faraldurinn niður. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur hertar reglur á landamærum taka gildi alltof seint. Hann gefur lítið fyrir þau rök sem komið hafa fram gegn aðgerðum á landamærum að bólusettir veikist ekki alvarlega. Staðreyndin sé sú að bylgjan á Íslandi sé aðeins á eftir löndum á borð við Spán og Bretland. Þar hafi það sýnt sig að bólusettir þurfi jafnvel að leggjast inn á spítala. „Það bendir margt til þess að við munum koma til með að þurfa að taka á móti tiltölulega illa lösnu fólki sem hefur smitast ofan í bólusetningar,“ segir Kári. Áhyggjur af haustinu Hann bendir á að börn, sem flest eru óbólusett, mæti aftur í skólann eftir mánuð. Það stefni í óefni verði ekki gripið í taumana nú. „Þá sitjum við uppi með mjög, mjög flókið vandamál. Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir hópsmit meðal barnanna? Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að þau hópsmit breiðist út í samfélagið?“ Nú sé tími til kominn að stíga til baka. „Ég held við verðum að byrja núna að grípa til ýmissa aðgerða, kannski fjöldatakmarkanir, kannski grímuskylda innanhúss og svo framvegis,“ segir Kári. „Nú er þetta bara spurning um að hafa kjark til að grípa inn í núna og segja jú, það er búið að vera gott að eiga þetta frelsi undanfarnar vikur en við verðum að stíga skref aftur á bak.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Kára má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
96 hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá mánudeginum í síðustu viku. Stærsta stökkið var milli daganna 18. og 19. júlí en í gær greindust 38. Um 80 prósent þeirra sem greinst hafa þessa síðustu átta daga eru að minnsta kosti hálfbólusett, langflestir fullbólusettir. Þá hafa einnig langflestir sem greinst hafa undanfarið verið utan sóttkvíar; af 38 smituðum í gær voru níu í sóttkví. „Þetta er jafnvel að fara upp í veldisvöxt eins og við höfum séð oft áður. Ég held það sé óhætt að segja það að það er ný bylgja farin af stað og er mestmegnis í bólusettum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segir að til skoðunar sé að grípa til innanlandsaðgerða en hefur ekki sent frá sér minnisblað með tillögum þess efnis. Það að krefja bólusetta um neikvætt Covid-próf á landamærum dugi ekki eitt og sér til að bæla faraldurinn niður. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur hertar reglur á landamærum taka gildi alltof seint. Hann gefur lítið fyrir þau rök sem komið hafa fram gegn aðgerðum á landamærum að bólusettir veikist ekki alvarlega. Staðreyndin sé sú að bylgjan á Íslandi sé aðeins á eftir löndum á borð við Spán og Bretland. Þar hafi það sýnt sig að bólusettir þurfi jafnvel að leggjast inn á spítala. „Það bendir margt til þess að við munum koma til með að þurfa að taka á móti tiltölulega illa lösnu fólki sem hefur smitast ofan í bólusetningar,“ segir Kári. Áhyggjur af haustinu Hann bendir á að börn, sem flest eru óbólusett, mæti aftur í skólann eftir mánuð. Það stefni í óefni verði ekki gripið í taumana nú. „Þá sitjum við uppi með mjög, mjög flókið vandamál. Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir hópsmit meðal barnanna? Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að þau hópsmit breiðist út í samfélagið?“ Nú sé tími til kominn að stíga til baka. „Ég held við verðum að byrja núna að grípa til ýmissa aðgerða, kannski fjöldatakmarkanir, kannski grímuskylda innanhúss og svo framvegis,“ segir Kári. „Nú er þetta bara spurning um að hafa kjark til að grípa inn í núna og segja jú, það er búið að vera gott að eiga þetta frelsi undanfarnar vikur en við verðum að stíga skref aftur á bak.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Kára má horfa á í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira