Hert á reglum um sóttkví Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2021 12:10 Kamilla Sigríður segir fjölgun smita mikið áhyggjuefni. Hert verður á reglum um sóttkví sem verða þá eins og þær voru áður en bólusetningar hófust hér á landi. Ekki verður lengur tekið tillit til þess hvort útsettur einstaklingur sé bólusettur eða ekki, segir sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Dregið var úr skilyrðum um sóttkví í byrjun mánaðar og gert að matsatriði hverju sinni hvort bólusettur einstaklingur þurfi að fara í sóttkví eða ekki. Embætti landlæknis hyggst hins vegar uppfæra þær leiðbeiningar í dag í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. 71 greindist með kórónuveiruna í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Tveir eru á sjúkrahúsi. „Við höfum verið með þrengri skilgreiningar á því hverjir þurfa að fara í sóttkví vegna þess hversu vel bólusett við erum. En við ætlum að skoða það að fara bara aftur til fyrri viðmiða með það og taka þá ekki lengur bólusetningarnar með eins og við gerðum lengi framan af þegar bólusetningarnar byrjuðu,” segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði embættis læknis. Þannig þurfti bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví ekki að vera í sóttkví. Við minniháttar útsetningu, s.s. ef samstarfsmaður er smitaður eða samferðamaður á ferðalagi, má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga. „Einstaklingar sem eru í sama heimili og einhver sem er smitaður, eða kunningjar, einstaklingar sem hafa verið saman að skemmta sér eða á sömu skemmtistöðunum eða á ferðalagi erlendis í sama hópi og svo framvegis,“ segir Kamilla. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á lengd sóttkvíar sem stendur. „Við höfum í rauninni bara góða reynslu af því að nota sjö daga sýnatöku í lokin. Við höfum ekki fengið vísbendingar um að það þurfi að endurskoða en við verðum áfram með vakandi auga fyrir því hvort það fari að koma upp smit eftir að sóttkví hjá einstaklingi er lokið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Dregið var úr skilyrðum um sóttkví í byrjun mánaðar og gert að matsatriði hverju sinni hvort bólusettur einstaklingur þurfi að fara í sóttkví eða ekki. Embætti landlæknis hyggst hins vegar uppfæra þær leiðbeiningar í dag í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. 71 greindist með kórónuveiruna í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Tveir eru á sjúkrahúsi. „Við höfum verið með þrengri skilgreiningar á því hverjir þurfa að fara í sóttkví vegna þess hversu vel bólusett við erum. En við ætlum að skoða það að fara bara aftur til fyrri viðmiða með það og taka þá ekki lengur bólusetningarnar með eins og við gerðum lengi framan af þegar bólusetningarnar byrjuðu,” segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði embættis læknis. Þannig þurfti bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví ekki að vera í sóttkví. Við minniháttar útsetningu, s.s. ef samstarfsmaður er smitaður eða samferðamaður á ferðalagi, má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga. „Einstaklingar sem eru í sama heimili og einhver sem er smitaður, eða kunningjar, einstaklingar sem hafa verið saman að skemmta sér eða á sömu skemmtistöðunum eða á ferðalagi erlendis í sama hópi og svo framvegis,“ segir Kamilla. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á lengd sóttkvíar sem stendur. „Við höfum í rauninni bara góða reynslu af því að nota sjö daga sýnatöku í lokin. Við höfum ekki fengið vísbendingar um að það þurfi að endurskoða en við verðum áfram með vakandi auga fyrir því hvort það fari að koma upp smit eftir að sóttkví hjá einstaklingi er lokið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum