Hið raunverulega lím ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 13:31 Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum flokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita. Gegnsæi og áhrif fiskverðs Viðreisn hefur ítrekað að þjóðin og sjómenn þurfi hlutinn sinn. Það fæst meðal annars með því að treysta markaðnum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað pólitískra naflastrengja stjórnarflokkanna við útgerðina. Gegnsæi er hér líka lykilatriði, ekki síst þegar kemur að ákvörðun fiskverðs. Sífelld spenna um verðlagningu á fiski hér á landi veldur tortryggni milli sjómanna og útgerða. Meðan að eðlilegar skýringar finnast ekki skapar það ósætti innan greinarinnar og við þjóðina. Eitt af því augljósa er að efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs. Opinbert verð á fiski – sem notað er við útreikning veiðigjalds og í uppgjöri við sjómenn er 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Bæði þjóðin og sjómenn eru því skert um hlutinn sinn. Áhrifin á stofn veiðigjalds gætu því verið tvöföldun þess. Það er dágóð aukning. Það þarf að auka gegnsæi innan sjávarútvegsins og sýnileika áhrifa útgerðar á aðra þætti þjóðmálanna. Bakhjarlar ríkisstjórnar vilja ekki breytingar Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftafrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. Þær nauðsynlegu umbætur sem þarf til að auka réttlæti við skiptingu á gæðum sjávarauðlindarinnar og fyrirsjáanleika má ekki setja á dagskrá. Það er engin tilviljun að allar tillögur Viðreisnar um tímabindingu samninga, tilraun með makríl og markaðsverð, almennilegt auðlindaákvæði eða aukið gegnsæi um eignarhald og tengda aðila í sjávarútvegi hafa allar verið felldar eða ekki fengist ræddar. Allar. Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið. Skoðum nokkur atriði. Fáar ríkisstjórnir hafa haft jafn skýrt umboð frá kjósendum til að efla heilbrigðiskerfið. Samt sitjum við uppi með erfiðleika við að leyfa okkur að lifa með veirunni því ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og styrk stoðir heilbrigðisþjónustunnar. Eins og hún fékk umboð til að gera í kosningunum 2017. Það umboð fólst ekki í fjölgun biðlista með tilheyrandi þjáningum. Loftslagsstefna og aðgerðir ríkisstjórnar eru síðan ekki í takti við raunheima eins og ný skýrsla Sameinuðu Þjóðanna sýnir og skýrt auðlindaákvæði í þágu þjóðar kemst ekki í stjórnarskrá því sætið við borðsendann vill ekki, þegar upp er staðið, hrófla við ríkisstjórninni. Þegar þetta er teiknað upp verður forgangsröðun gleggri og myndin skýr. Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður raunverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi. Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo sem gömul saga og ný hjá þessum flokkum. Það má auðvitað ekki eyðileggja partýið. Hinn taktvissi gangur kyrrstöðunnar; varðstöðunnar um sérhagsmuni skal sleginn áfram. Það er skjólið sem Vinstri græn veita. Gegnsæi og áhrif fiskverðs Viðreisn hefur ítrekað að þjóðin og sjómenn þurfi hlutinn sinn. Það fæst meðal annars með því að treysta markaðnum til að verðleggja þjóðarauðlindina í stað pólitískra naflastrengja stjórnarflokkanna við útgerðina. Gegnsæi er hér líka lykilatriði, ekki síst þegar kemur að ákvörðun fiskverðs. Sífelld spenna um verðlagningu á fiski hér á landi veldur tortryggni milli sjómanna og útgerða. Meðan að eðlilegar skýringar finnast ekki skapar það ósætti innan greinarinnar og við þjóðina. Eitt af því augljósa er að efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs. Opinbert verð á fiski – sem notað er við útreikning veiðigjalds og í uppgjöri við sjómenn er 27% lægra en verðmæti fisks segir til um. Bæði þjóðin og sjómenn eru því skert um hlutinn sinn. Áhrifin á stofn veiðigjalds gætu því verið tvöföldun þess. Það er dágóð aukning. Það þarf að auka gegnsæi innan sjávarútvegsins og sýnileika áhrifa útgerðar á aðra þætti þjóðmálanna. Bakhjarlar ríkisstjórnar vilja ekki breytingar Helsta ástæða þess að allt verður lagt í sölurnar til að þessi ríkisstjórn haldi áfram er að mikilvægir og þurftafrekir bakhjarlar hennar vilja ekki breytingar. Þær nauðsynlegu umbætur sem þarf til að auka réttlæti við skiptingu á gæðum sjávarauðlindarinnar og fyrirsjáanleika má ekki setja á dagskrá. Það er engin tilviljun að allar tillögur Viðreisnar um tímabindingu samninga, tilraun með makríl og markaðsverð, almennilegt auðlindaákvæði eða aukið gegnsæi um eignarhald og tengda aðila í sjávarútvegi hafa allar verið felldar eða ekki fengist ræddar. Allar. Og eins þunglamalegar lægðir fylgja haustinu birtast okkur SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi rétt fyrir kosningar og halda upp vörnum fyrir flokkanna. Ásamt Morgunblaðinu, hinu ríkisstyrkta útgerðarblaði. Allt skal gert til að passa upp á að kyrrstaðan haldi áfram. Varðstaðan um sérreglur. Fyrir útvalda. Út á það gengur þetta stjórnarsamstarf, það er límið þegar upp er staðið. Skoðum nokkur atriði. Fáar ríkisstjórnir hafa haft jafn skýrt umboð frá kjósendum til að efla heilbrigðiskerfið. Samt sitjum við uppi með erfiðleika við að leyfa okkur að lifa með veirunni því ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og styrk stoðir heilbrigðisþjónustunnar. Eins og hún fékk umboð til að gera í kosningunum 2017. Það umboð fólst ekki í fjölgun biðlista með tilheyrandi þjáningum. Loftslagsstefna og aðgerðir ríkisstjórnar eru síðan ekki í takti við raunheima eins og ný skýrsla Sameinuðu Þjóðanna sýnir og skýrt auðlindaákvæði í þágu þjóðar kemst ekki í stjórnarskrá því sætið við borðsendann vill ekki, þegar upp er staðið, hrófla við ríkisstjórninni. Þegar þetta er teiknað upp verður forgangsröðun gleggri og myndin skýr. Rauði takkinn á þingi er góðkunningi stjórnarþingmanna og ráðherra. Á meðan verður raunverulegur þjóðarhlutur í sjávarauðlindinni áfram látinn sitja á hakanum. Fyrir vikið treystir útgerðin ítök sín og festir hlut sinn í sessi. Sjaldan sem ábyrgð kjósenda hefur verið jafnaugljós. Höfundur er formaður Viðreisnar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun