Skoðun

Traust forysta VG!

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er.

Hér eftir sem hingað til er lýðheilsa þjóðarinnar í fyrirrúmi. Faraldurinn heldur okkur enn við efnið og mikilvægt að halda ró, taka yfirvegaðar ákvarðanir í samráði við okkar færustu vísindamenn. Nú er þorri þjóðarinnar bólusettur en óútreiknanlegri veiru og nýjum afbrigðum fylgja nýjar áskoranir.

Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki setið auðum höndum, þvert á móti hefur hún komið í gegn fjölda framfaramála sem munu gera samfélagið betra og aðlaga það nútímakröfum um sanngjarnt og réttlátara þjóðfélag.

  • Komið hefur verið á þriggja þrepa skattkerfi sem gagnast þeim tekjulægri,
  • Fæðingarorlof hefur verið lengt í 12 mánuði sem nýtist barna fólki og býr til fjölskylduvænna samfélag,
  • Þá hefur verið komið á hlutdeildarlánum og hafist handa uppbyggingu leiguíbúða sem nýtist ungu fólki og tekjulágum.
  • Nýr menntasjóður námsmanna býður upp á nútímalegt námslán þar sem hluti lánsins breytist í styrk.
  • Felld voru niður komugjöld fyrir aldraða og öryrkja á heilsugæslur og tannlæknakostnaður þessara hópa sömuleiðis lækkaður.

Allt eru þetta þjóðþrifamál sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu og langt í frá að allt sé upptalið. Við Vinstri græn höfum sýnt og sannað í verki að við erum leiðandi afl sem ætlum okkur að halda áfram að gera samfélagið betra. Við munum halda áfram að byggja upp réttlátara og sterkara samfélag. Það er varanlegt verkefni og alltaf munu birtast nýjar áskoranir sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Þess vegna skiptir máli hver stjórnar.

Vinstri græn eru traustsins verð og við leitum eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum.

Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og skipar annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×