Byggðasamlög og svarthol upplýsinganna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. september 2021 11:30 Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu. Ég hef allt þetta kjörtímabil lagt mig fram um að setja mig inn í það svarthol sem t.d. byggðasamlagið Sorpa virðist vera. Um Sorpu hefur mikið verið fjallað þar sem milljarða framkvæmd GAJA rauk upp í enn fleiri milljarða. Nú blasir við að enn og aftur þarf að sækja a.m.k.milljarð til sveitarfélaganna í formi stofnfjár og til íbúa með hækkaðri gjaldskrá. Hvar liggur ákvörðunartakan? Nú liggur fyrir ákvörðun um útflutning á brennanlegu sorpi. Þessi ákvörðun er reyndar alls ekki ný. Kjörnir fulltrúar hafa hins vegar nýverið frétt af henni, enda ógagnsæi í upplýsingagjöf regla hjá þeim sem um taumana halda. Bæjarstjóri Garðabæjar virðist raunar ekki viss um að þessi ákvörðun hafi yfir höfuð verið tekin. Það er satt best að segja skiljanlegt, því hvergi í fundargerðum stjórnar Sorpu né eigenda vettvangsins finnst staðfesting á henni. Stýrir þó þessi sami bæjarstjóri þar för. En eitthvað hefur samt orðið til þess að fylgja á þessari óskráðu, jafnvel óteknu, ákvörðun eftir með útboði sem lítur dagsins ljós nú í vikunni. Þetta hef ég gagnrýnt sem bæjarfulltrúi og fengið harða gagnrýni bæjarstjóra fyrir. Því allt liggur þetta víst ljóst fyrir, þótt enginn viti nákvæmlega hvar. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Vinnubrögð sem þessi ganga gegn þeim rétti kjörinna fulltrúa að vera upplýstir um einstök mál. Allar ákvarðanir byggðasamlaga sveitarfélaganna eru að lokum bornar undir samþykki í bæjarstjórnum. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að taka upplýsta afstöðu um þær ákvarðanir, þegar allt ferlið er hulið þoku? Slík pólitík er vond pólitík og kominn tími á breytingar. Viðreisn lagði á sínum tíma fram tillögu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að aðkoma bæjarfulltrúa væri tryggð við stefnumótun byggðasamlaganna. Nú er það loks að verða að veruleika. Ég hlakka til að taka þátt í að varða leiðir samlaganna til aukins gagnsæis og lýðræðislegri vinnubragða. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Garðabær Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu. Ég hef allt þetta kjörtímabil lagt mig fram um að setja mig inn í það svarthol sem t.d. byggðasamlagið Sorpa virðist vera. Um Sorpu hefur mikið verið fjallað þar sem milljarða framkvæmd GAJA rauk upp í enn fleiri milljarða. Nú blasir við að enn og aftur þarf að sækja a.m.k.milljarð til sveitarfélaganna í formi stofnfjár og til íbúa með hækkaðri gjaldskrá. Hvar liggur ákvörðunartakan? Nú liggur fyrir ákvörðun um útflutning á brennanlegu sorpi. Þessi ákvörðun er reyndar alls ekki ný. Kjörnir fulltrúar hafa hins vegar nýverið frétt af henni, enda ógagnsæi í upplýsingagjöf regla hjá þeim sem um taumana halda. Bæjarstjóri Garðabæjar virðist raunar ekki viss um að þessi ákvörðun hafi yfir höfuð verið tekin. Það er satt best að segja skiljanlegt, því hvergi í fundargerðum stjórnar Sorpu né eigenda vettvangsins finnst staðfesting á henni. Stýrir þó þessi sami bæjarstjóri þar för. En eitthvað hefur samt orðið til þess að fylgja á þessari óskráðu, jafnvel óteknu, ákvörðun eftir með útboði sem lítur dagsins ljós nú í vikunni. Þetta hef ég gagnrýnt sem bæjarfulltrúi og fengið harða gagnrýni bæjarstjóra fyrir. Því allt liggur þetta víst ljóst fyrir, þótt enginn viti nákvæmlega hvar. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Vinnubrögð sem þessi ganga gegn þeim rétti kjörinna fulltrúa að vera upplýstir um einstök mál. Allar ákvarðanir byggðasamlaga sveitarfélaganna eru að lokum bornar undir samþykki í bæjarstjórnum. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að taka upplýsta afstöðu um þær ákvarðanir, þegar allt ferlið er hulið þoku? Slík pólitík er vond pólitík og kominn tími á breytingar. Viðreisn lagði á sínum tíma fram tillögu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að aðkoma bæjarfulltrúa væri tryggð við stefnumótun byggðasamlaganna. Nú er það loks að verða að veruleika. Ég hlakka til að taka þátt í að varða leiðir samlaganna til aukins gagnsæis og lýðræðislegri vinnubragða. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun