152 ástæður til bjartsýni Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 4. september 2021 09:01 Athygli þín er auðlind af skornum skammti. Nóbelsverðlaunahafinn Herbert A. Simon sagði athyglina vera „flöskuháls mannlegrar hugsunar“. Við tökum meðvitað eftir aðeins brotabroti af því sem gerist í kringum okkur. Þessi flöskuháls athyglinnar takmarkar ekki aðeins hvað við veitum athygli í annars örvandi upplýsingaumhverfi, heldur mótar ákvarðanirnar sem við tökum. Það er alveg á hreinu að við veitum mörgum hlutum athygli. En spurningin er: Hversu meðvituð eða meðvitaður ert þú um það sem þú veitir athygli? Athyglin mótar ákvarðanir Athygli okkar mótar hugsun, ímyndarafl, sjónarhorn, ákvarðanir og að lokum aðgerðir sem við grípum til. Enska orðið yfir fréttir, news, er samansett úr upphafsstöfum höfuðáttanna fjögurra, north, east, west og south. Hins vegar má deila um hversu fjölbreytt sjónarhorn við fáum í gegnum fréttaflutning, hvort sem hann er innlendur eða alþjóðlegur. Líka er hollt að velta fyrir sér hversu meðvituð við erum um hvort upplýsingar leiði til betra og innihaldsríkara lífs þegar við tökum ákvarðanir? Nægir ekki að vita hvað er rétt Gagnlegt er að byrja á að skoða hugann þegar kemur að stærstu vá samtímans, loftslagsvánni. Geta jarðarinnar til að endurnýja krafta sína, vegna landnýtingar og ágengni á lífríki jarðar, fer minnkandi. Enric Sala, einn helsti leiðtogi í verndun og eflingu vistkerfa hafsins, komst vel að orði í nýlegu viðtali í hljóðvarpinu Outrage and Optimism. „Ég hélt alltaf að þegar fólk vissi um vísindalegar staðreyndir myndi það taka öðruvísi ákvarðanir.“ Staðreyndin er hins vegar sú, að við erum ekki eins rökræn og við viljum halda. Í raun erum við full af hugsanaskekkjum og tilfinningum í hvert sinn sem við tökum ákvarðanir. Svo eigum við líka erfitt með að hugsa heildrænt, að sjá samhengi hlutanna og hugsa langt fram í tímann. Enric breytti nálgun sinni til að ná eyrum fólks og ráðamanna þegar hann sá hvaða sjónarhorni við lítum helst til. Við gerum lítið í málum jarðarinnar nema við skiljum hvaða áhrif umhverfisváin hefur á okkar persónulega líf. Rekjum fjóra áhugaverða punkta í bók Enrics Sala, The Nature of Nature. 600% aukning á fiski 1. Meira en þrír-fjórðu af fiskistofnum í hafinu eru ofveiddir. Fjöldi fiska eykst um 600% að meðaltali þegar við verndum afmörkuð svæði í hafinu. Fiskurinn syndir svo að sjálfsögðu til annarra svæða, þar sem hægt er að veiða hann undir sjálfbærari stjórn. Allir vinna. Staðreyndin er hins vegar sú að aðeins 3% af heimshöfunum eru vernduð. 2. Það er algeng mýta að segja að við getum ekki verndað lífið í hafinu af því að við þurfum að fæða vaxandi fólksfjölda. Staðreyndin er sú að við framleiðum nægan mat fyrir 30% fleiri en búa á jörðinni, eða 10 milljarða manna. Við hins vegar sóum þriðjungi hans eða týnum. Eyðum meira í ís og tölvuleiki, en náttúru 3. Við eyðum meiri pening í að kaupa ís, en við verjum í að vernda náttúruna á ári. Auðlindir jarðar sem við nýtum eru metnar á 125 trilljónir dollara á ári. Ofnýting á auðlindum jarðar, kostar okkur 6 trilljónir á ári. Trilljón er stjarnfræðileg upphæð, svo há að það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir stærðinni. Ein trilljón er milljón milljónir. Eða þúsund milljarðar dollara, margfaldaðir með 127 kr. á gengi dagsins. Það eru 12 núll í trilljón. Hætt/ur að lesa? 4. Áætlað er að kostnaðurinn við að vernda að minnsta kosti 30% af náttúrunni sé um það bil 140 milljarðar dollara á ári. Það er minni upphæð en við eyðum í tölvuleiki á ári. Til samanburðar er jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn niðurgreiddur um 3 trilljónir dollara á ári. 152. leiðandi aðilar á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Festa – miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, hefur vaxið ört frá því samtökin voru stofnuð af sex fyrirtækjum árið 2011, Landsbankanum, Íslandsbanka, Össuri, Símanum, Landsvirkjun og Rio Tinto Alcan. Nýlega gekk 152. aðildafélagið í Festu, en það er Seðlabanki Íslands. Breiður hópur fyrirtækja á aðild að Festu, frá minnstu til þeirra stærstu á Íslandi, stofnanir, háskólar, sveitafélög, félagasamtök, fjámálastofnanir og hagsmunasamtök. Festa er þekkingarsamfélag og frjáls félagsamtök, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Samfélag Festu stuðlar að nýsköpun, framsýnni hugsun og brúarsmíð á milli ólíkra aðila. Við stuðlum að hringrásarhagkerfinu og sjálfbærni. Við trúum á sjálfbæra framtíð, erindi einstaklinga, hugvit og sterka innviði. Því virkari sem samfélag Festu er, því fókuseraðri verður athygli okkar að málefninu. Athyglin mótar hugsanir, hugsanir móta ákvarðanir og ákvarðanir eru grunnurinn að aðgerðum. Ástæða til bjartsýni Í raun fjallar þetta um sjónarhorn og hugrekki til að taka réttar ákvarðanir. Það vantar ekkert upp á þekkingu, rök, greiningar eða vísindi. Við þurfum að nýta auðlindina athygli betur og meðvitaðar og styðja hvert annað í átt að sjálfbærni. Þar kemur fræðsluhlutverk Festu sterkt inn. Vaxandi samfélag Festu stígur sífellt fastar til jarðar í þessum ásetningi og styður við vegferð annarra í sömu átt. Það er sannarlega ástæða til bjartsýni um sjálfbærari og frjósamari framtíð. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Athygli þín er auðlind af skornum skammti. Nóbelsverðlaunahafinn Herbert A. Simon sagði athyglina vera „flöskuháls mannlegrar hugsunar“. Við tökum meðvitað eftir aðeins brotabroti af því sem gerist í kringum okkur. Þessi flöskuháls athyglinnar takmarkar ekki aðeins hvað við veitum athygli í annars örvandi upplýsingaumhverfi, heldur mótar ákvarðanirnar sem við tökum. Það er alveg á hreinu að við veitum mörgum hlutum athygli. En spurningin er: Hversu meðvituð eða meðvitaður ert þú um það sem þú veitir athygli? Athyglin mótar ákvarðanir Athygli okkar mótar hugsun, ímyndarafl, sjónarhorn, ákvarðanir og að lokum aðgerðir sem við grípum til. Enska orðið yfir fréttir, news, er samansett úr upphafsstöfum höfuðáttanna fjögurra, north, east, west og south. Hins vegar má deila um hversu fjölbreytt sjónarhorn við fáum í gegnum fréttaflutning, hvort sem hann er innlendur eða alþjóðlegur. Líka er hollt að velta fyrir sér hversu meðvituð við erum um hvort upplýsingar leiði til betra og innihaldsríkara lífs þegar við tökum ákvarðanir? Nægir ekki að vita hvað er rétt Gagnlegt er að byrja á að skoða hugann þegar kemur að stærstu vá samtímans, loftslagsvánni. Geta jarðarinnar til að endurnýja krafta sína, vegna landnýtingar og ágengni á lífríki jarðar, fer minnkandi. Enric Sala, einn helsti leiðtogi í verndun og eflingu vistkerfa hafsins, komst vel að orði í nýlegu viðtali í hljóðvarpinu Outrage and Optimism. „Ég hélt alltaf að þegar fólk vissi um vísindalegar staðreyndir myndi það taka öðruvísi ákvarðanir.“ Staðreyndin er hins vegar sú, að við erum ekki eins rökræn og við viljum halda. Í raun erum við full af hugsanaskekkjum og tilfinningum í hvert sinn sem við tökum ákvarðanir. Svo eigum við líka erfitt með að hugsa heildrænt, að sjá samhengi hlutanna og hugsa langt fram í tímann. Enric breytti nálgun sinni til að ná eyrum fólks og ráðamanna þegar hann sá hvaða sjónarhorni við lítum helst til. Við gerum lítið í málum jarðarinnar nema við skiljum hvaða áhrif umhverfisváin hefur á okkar persónulega líf. Rekjum fjóra áhugaverða punkta í bók Enrics Sala, The Nature of Nature. 600% aukning á fiski 1. Meira en þrír-fjórðu af fiskistofnum í hafinu eru ofveiddir. Fjöldi fiska eykst um 600% að meðaltali þegar við verndum afmörkuð svæði í hafinu. Fiskurinn syndir svo að sjálfsögðu til annarra svæða, þar sem hægt er að veiða hann undir sjálfbærari stjórn. Allir vinna. Staðreyndin er hins vegar sú að aðeins 3% af heimshöfunum eru vernduð. 2. Það er algeng mýta að segja að við getum ekki verndað lífið í hafinu af því að við þurfum að fæða vaxandi fólksfjölda. Staðreyndin er sú að við framleiðum nægan mat fyrir 30% fleiri en búa á jörðinni, eða 10 milljarða manna. Við hins vegar sóum þriðjungi hans eða týnum. Eyðum meira í ís og tölvuleiki, en náttúru 3. Við eyðum meiri pening í að kaupa ís, en við verjum í að vernda náttúruna á ári. Auðlindir jarðar sem við nýtum eru metnar á 125 trilljónir dollara á ári. Ofnýting á auðlindum jarðar, kostar okkur 6 trilljónir á ári. Trilljón er stjarnfræðileg upphæð, svo há að það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir stærðinni. Ein trilljón er milljón milljónir. Eða þúsund milljarðar dollara, margfaldaðir með 127 kr. á gengi dagsins. Það eru 12 núll í trilljón. Hætt/ur að lesa? 4. Áætlað er að kostnaðurinn við að vernda að minnsta kosti 30% af náttúrunni sé um það bil 140 milljarðar dollara á ári. Það er minni upphæð en við eyðum í tölvuleiki á ári. Til samanburðar er jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn niðurgreiddur um 3 trilljónir dollara á ári. 152. leiðandi aðilar á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Festa – miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, hefur vaxið ört frá því samtökin voru stofnuð af sex fyrirtækjum árið 2011, Landsbankanum, Íslandsbanka, Össuri, Símanum, Landsvirkjun og Rio Tinto Alcan. Nýlega gekk 152. aðildafélagið í Festu, en það er Seðlabanki Íslands. Breiður hópur fyrirtækja á aðild að Festu, frá minnstu til þeirra stærstu á Íslandi, stofnanir, háskólar, sveitafélög, félagasamtök, fjámálastofnanir og hagsmunasamtök. Festa er þekkingarsamfélag og frjáls félagsamtök, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Samfélag Festu stuðlar að nýsköpun, framsýnni hugsun og brúarsmíð á milli ólíkra aðila. Við stuðlum að hringrásarhagkerfinu og sjálfbærni. Við trúum á sjálfbæra framtíð, erindi einstaklinga, hugvit og sterka innviði. Því virkari sem samfélag Festu er, því fókuseraðri verður athygli okkar að málefninu. Athyglin mótar hugsanir, hugsanir móta ákvarðanir og ákvarðanir eru grunnurinn að aðgerðum. Ástæða til bjartsýni Í raun fjallar þetta um sjónarhorn og hugrekki til að taka réttar ákvarðanir. Það vantar ekkert upp á þekkingu, rök, greiningar eða vísindi. Við þurfum að nýta auðlindina athygli betur og meðvitaðar og styðja hvert annað í átt að sjálfbærni. Þar kemur fræðsluhlutverk Festu sterkt inn. Vaxandi samfélag Festu stígur sífellt fastar til jarðar í þessum ásetningi og styður við vegferð annarra í sömu átt. Það er sannarlega ástæða til bjartsýni um sjálfbærari og frjósamari framtíð. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun