Ekki vanmeta velferðina María Rut Kristinsdóttir skrifar 14. september 2021 10:30 Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna. Ekki misskilja mig, auðvitað eru öll hagfræðihugtökin mikilvæg og sterkt efnahagslíf sömuleiðis. Vissulega er þetta undirstaða margs í samfélaginu, en það má ekki vanmeta velferðina. Í mínum huga er gott og sterkt velferðarnet, sem grípur fólk sem á þarf að halda forsenda öflugs samfélags. Samfélag jöfnuðar og frjálslyndis, þar sem við treystum fólki fyrir því að taka ákvarðanir um eigið líf, en tryggjum um leið öflugt stuðningskerfi fyrir þau sem þurfa á því að halda. Það er hlutverk ríkisins að tryggja jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri skapa síðan velferð og velsæld í samfélaginu. Það ætti því að vera eitt helsta keppikefli okkar allra að tryggja sem flestum tækifæri til að rækta hæfileika sína, koma í veg fyrir jaðarsetningu og tryggja að einstaklingar sem lenda í áföllum fái tækifæri til að græða sárin sem fyrst. Ekki fleiri plástra Alltof lengi hefur tíðkast að plástra vandamál í stað þess að ráðast að rótum þeirra. Íslenska ríkið virðist fyrst og fremst bjóða almenningi upp á alls kyns biðlista eftir nauðsynlegum úrræðum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá býður íslenska ríkið einnig börnunum okkar upp á langa biðlista í flest úrræði sem snúa að velferð þeirra. Börn bíða á biðlistum í allt að tvö ár eftir nauðsynlegum greiningum og jafnvel þegar að niðurstaða fæst, hefst ný bið eftir fleiri úrræðum. Það eru óboðlegir biðlistar hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum. Það getur verið gríðarlega dýrkeypt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Það hefur skort á langtímamarkmið um að grípa einstaklinga skjótar – til þess að fyrirbyggja langtímaafleiðingar í formi alvarlegra sjúkdóma sem skerða lífsgæði og möguleika fólks til að nýta tækifærin sín. Þetta eru engin geimvísindi. Því fyrr sem þjónusta er tryggð og hún samþætt á milli kerfa - þeim mun minni líkur eru á langtíma afleiðingum. Þeim mun minni líkur eru til að mynda á að áföll í æsku fylgi fólki út ævina. Gott dæmi um skammsýni í þessum efni er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Stærstur hluti örorkulífeyris er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er tvöföld á við meðaltal OECD og Íslendingar nota 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Algengi sjálfsvíga og geðrænna veikinda er grafalvarlegt vandamál sem verður að setja í forgrunn. Það eru alltof mörg sem neita sér um þessa þjónustu vegna kostnaðar eða langra biðlista. Forvarnir skipta öllu máli, á það jafnt við um líkamlega sjúkdóma sem og andlega. Þar á allur okkar fókus að vera. En til þess þarf að setja í forgang að greiða fyrir aðgengi fólks að fyrirbyggjandi úrræðum og leggja allt í sölurnar til að tryggja að öryggisnetin okkar virki. Tryggjum aðgengi að nauðsynlegri þjónustu Komist Viðreisn í ríkisstjórn verður rík áhersla lögð á að vinda ofan af þessu flókna kerfi okkar. Kerfi sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á. Frá 1995 hefur Framsóknarflokkurinn nefnilega stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 frá 1995 eða rúmlega 85% tímans. Þessir flokkar bera hér mikla ábyrgð. Viðreisn leggur áherslu á að fólkið okkar eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð- eða annarri klínískri meðferð er þar lykilatriði. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar. Sömuleiðis ætlar Viðreisn að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þetta snýst um pólitíska ákvörðun um að setja fólk og velferð í forgang. Viðreisn er tilbúin að taka þann slag. Höfundur er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna. Ekki misskilja mig, auðvitað eru öll hagfræðihugtökin mikilvæg og sterkt efnahagslíf sömuleiðis. Vissulega er þetta undirstaða margs í samfélaginu, en það má ekki vanmeta velferðina. Í mínum huga er gott og sterkt velferðarnet, sem grípur fólk sem á þarf að halda forsenda öflugs samfélags. Samfélag jöfnuðar og frjálslyndis, þar sem við treystum fólki fyrir því að taka ákvarðanir um eigið líf, en tryggjum um leið öflugt stuðningskerfi fyrir þau sem þurfa á því að halda. Það er hlutverk ríkisins að tryggja jöfn tækifæri. Jöfn tækifæri skapa síðan velferð og velsæld í samfélaginu. Það ætti því að vera eitt helsta keppikefli okkar allra að tryggja sem flestum tækifæri til að rækta hæfileika sína, koma í veg fyrir jaðarsetningu og tryggja að einstaklingar sem lenda í áföllum fái tækifæri til að græða sárin sem fyrst. Ekki fleiri plástra Alltof lengi hefur tíðkast að plástra vandamál í stað þess að ráðast að rótum þeirra. Íslenska ríkið virðist fyrst og fremst bjóða almenningi upp á alls kyns biðlista eftir nauðsynlegum úrræðum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá býður íslenska ríkið einnig börnunum okkar upp á langa biðlista í flest úrræði sem snúa að velferð þeirra. Börn bíða á biðlistum í allt að tvö ár eftir nauðsynlegum greiningum og jafnvel þegar að niðurstaða fæst, hefst ný bið eftir fleiri úrræðum. Það eru óboðlegir biðlistar hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum. Það getur verið gríðarlega dýrkeypt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Það hefur skort á langtímamarkmið um að grípa einstaklinga skjótar – til þess að fyrirbyggja langtímaafleiðingar í formi alvarlegra sjúkdóma sem skerða lífsgæði og möguleika fólks til að nýta tækifærin sín. Þetta eru engin geimvísindi. Því fyrr sem þjónusta er tryggð og hún samþætt á milli kerfa - þeim mun minni líkur eru á langtíma afleiðingum. Þeim mun minni líkur eru til að mynda á að áföll í æsku fylgi fólki út ævina. Gott dæmi um skammsýni í þessum efni er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Stærstur hluti örorkulífeyris er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum er tvöföld á við meðaltal OECD og Íslendingar nota 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Algengi sjálfsvíga og geðrænna veikinda er grafalvarlegt vandamál sem verður að setja í forgrunn. Það eru alltof mörg sem neita sér um þessa þjónustu vegna kostnaðar eða langra biðlista. Forvarnir skipta öllu máli, á það jafnt við um líkamlega sjúkdóma sem og andlega. Þar á allur okkar fókus að vera. En til þess þarf að setja í forgang að greiða fyrir aðgengi fólks að fyrirbyggjandi úrræðum og leggja allt í sölurnar til að tryggja að öryggisnetin okkar virki. Tryggjum aðgengi að nauðsynlegri þjónustu Komist Viðreisn í ríkisstjórn verður rík áhersla lögð á að vinda ofan af þessu flókna kerfi okkar. Kerfi sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á. Frá 1995 hefur Framsóknarflokkurinn nefnilega stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 frá 1995 eða rúmlega 85% tímans. Þessir flokkar bera hér mikla ábyrgð. Viðreisn leggur áherslu á að fólkið okkar eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Niðurgreiðsla á sálfræðimeðferð- eða annarri klínískri meðferð er þar lykilatriði. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar. Sömuleiðis ætlar Viðreisn að draga úr bráðavanda og biðlistum í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þetta snýst um pólitíska ákvörðun um að setja fólk og velferð í forgang. Viðreisn er tilbúin að taka þann slag. Höfundur er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun