Börn án tækifæra Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 14. september 2021 16:31 Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum. Ég þekki það sjálf að vera á örorkubótum — og þann ósegjanlega létti þegar ég komst á almennan vinnumarkað fyrir tveimur árum. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti í vikunni rannsókn um stöðu öryrkja sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nærri 8 af hverjum 10 eiga erfitt eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót. 40% svarenda segjast ekki geta séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum fatnaði og 34% ekki fyrir eins næringarríkum mat og þau telja börnin þurfa. Þá hefur talsverður hluti hópsins átt erfitt með að greiða fyrir tómstundir, leikskólagjöld og skólamáltíðir fyrir börnin sín. Við sem samfélag dæmum börn öryrkja til fátæktar. Þessi börn alast upp við skort á efnislegum gæðum og tækifærum sem önnur börn njóta, vegna þess hvernig stjórnvöld ákveða að skipta kökunni. Afleiðingarnar, sem eru meðal annars hætta á geðheilbrigðis- og fíknivanda, munu jafnvel marka þessi börn alla ævi og hafa auk þess neikvæð áhrif á samfélagið í heild. Dóminn hlutu foreldrar þeirra fyrir þann glæp einan að vera veik eða fötluð. Á meðan samfélagsmiðlar loga yfir framtíðarsýn um ímyndaða ekkju sem gæti sligast af tillögum Samfylkingarinnar um stóreignaskatt, fer lítið fyrir umræðu um fólkið sem þessar aðgerðir munu hjálpa. Til þess að bæta stöðu þeirra sem þurfa að láta lífeyrisgreiðslur duga til að ná endum saman, þarf að stækka sameiginlega sjóði. Samfylkingin leggur til að efstu lög samfélagsins leggi meira til, með því að hrein eign yfir 200 milljónum hjá efsta prósenti samfélagins sé skattlögð. Skatturinn verður 15.000 kr. af hverri milljón umfram 200 milljónir — eitthvað sem ætti ekki að sliga stóreignafólk, en gæti gert gæfumuninn fyrir okkur sem eigum okkur engar gyllivonir um inngöngu í þetta eina prósent. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar, eins og ég skrifaði um á dögunum. Hvað sem fólk reynir að gera til að bæta stöðu sína og barna sinna, mætir því refsivöndur Tryggingastofnunnar. Lítið er um störf fyrir fatlað fólk, en ef þú nærð að finna þér vinnu mæta þér skerðingar. Ef þú hættir þér út á vinnumarkaðinn en það gengur ekki upp, til dæmis vegna heilsuleysis, þá færðu skerðingar af fullum þunga það sem eftir lifir árs og hefur engar launatekjur á móti. Það þarf ekki starfsgetumat og það þarf ekki að auka fjármálalæsi öryrkja. Það þarf að hækka lífeyrinn, taka af ósanngjarnar skerðingar, fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og auka sveigjanleika svo fólk geti prófað sig áfram á vinnumarkaði. Það eina sem þarf er vilji og virðing fyrir mannlegri reisn. Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum. Ég þekki það sjálf að vera á örorkubótum — og þann ósegjanlega létti þegar ég komst á almennan vinnumarkað fyrir tveimur árum. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti í vikunni rannsókn um stöðu öryrkja sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nærri 8 af hverjum 10 eiga erfitt eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót. 40% svarenda segjast ekki geta séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum fatnaði og 34% ekki fyrir eins næringarríkum mat og þau telja börnin þurfa. Þá hefur talsverður hluti hópsins átt erfitt með að greiða fyrir tómstundir, leikskólagjöld og skólamáltíðir fyrir börnin sín. Við sem samfélag dæmum börn öryrkja til fátæktar. Þessi börn alast upp við skort á efnislegum gæðum og tækifærum sem önnur börn njóta, vegna þess hvernig stjórnvöld ákveða að skipta kökunni. Afleiðingarnar, sem eru meðal annars hætta á geðheilbrigðis- og fíknivanda, munu jafnvel marka þessi börn alla ævi og hafa auk þess neikvæð áhrif á samfélagið í heild. Dóminn hlutu foreldrar þeirra fyrir þann glæp einan að vera veik eða fötluð. Á meðan samfélagsmiðlar loga yfir framtíðarsýn um ímyndaða ekkju sem gæti sligast af tillögum Samfylkingarinnar um stóreignaskatt, fer lítið fyrir umræðu um fólkið sem þessar aðgerðir munu hjálpa. Til þess að bæta stöðu þeirra sem þurfa að láta lífeyrisgreiðslur duga til að ná endum saman, þarf að stækka sameiginlega sjóði. Samfylkingin leggur til að efstu lög samfélagsins leggi meira til, með því að hrein eign yfir 200 milljónum hjá efsta prósenti samfélagins sé skattlögð. Skatturinn verður 15.000 kr. af hverri milljón umfram 200 milljónir — eitthvað sem ætti ekki að sliga stóreignafólk, en gæti gert gæfumuninn fyrir okkur sem eigum okkur engar gyllivonir um inngöngu í þetta eina prósent. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar, eins og ég skrifaði um á dögunum. Hvað sem fólk reynir að gera til að bæta stöðu sína og barna sinna, mætir því refsivöndur Tryggingastofnunnar. Lítið er um störf fyrir fatlað fólk, en ef þú nærð að finna þér vinnu mæta þér skerðingar. Ef þú hættir þér út á vinnumarkaðinn en það gengur ekki upp, til dæmis vegna heilsuleysis, þá færðu skerðingar af fullum þunga það sem eftir lifir árs og hefur engar launatekjur á móti. Það þarf ekki starfsgetumat og það þarf ekki að auka fjármálalæsi öryrkja. Það þarf að hækka lífeyrinn, taka af ósanngjarnar skerðingar, fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og auka sveigjanleika svo fólk geti prófað sig áfram á vinnumarkaði. Það eina sem þarf er vilji og virðing fyrir mannlegri reisn. Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun