Börn án tækifæra Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 14. september 2021 16:31 Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum. Ég þekki það sjálf að vera á örorkubótum — og þann ósegjanlega létti þegar ég komst á almennan vinnumarkað fyrir tveimur árum. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti í vikunni rannsókn um stöðu öryrkja sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nærri 8 af hverjum 10 eiga erfitt eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót. 40% svarenda segjast ekki geta séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum fatnaði og 34% ekki fyrir eins næringarríkum mat og þau telja börnin þurfa. Þá hefur talsverður hluti hópsins átt erfitt með að greiða fyrir tómstundir, leikskólagjöld og skólamáltíðir fyrir börnin sín. Við sem samfélag dæmum börn öryrkja til fátæktar. Þessi börn alast upp við skort á efnislegum gæðum og tækifærum sem önnur börn njóta, vegna þess hvernig stjórnvöld ákveða að skipta kökunni. Afleiðingarnar, sem eru meðal annars hætta á geðheilbrigðis- og fíknivanda, munu jafnvel marka þessi börn alla ævi og hafa auk þess neikvæð áhrif á samfélagið í heild. Dóminn hlutu foreldrar þeirra fyrir þann glæp einan að vera veik eða fötluð. Á meðan samfélagsmiðlar loga yfir framtíðarsýn um ímyndaða ekkju sem gæti sligast af tillögum Samfylkingarinnar um stóreignaskatt, fer lítið fyrir umræðu um fólkið sem þessar aðgerðir munu hjálpa. Til þess að bæta stöðu þeirra sem þurfa að láta lífeyrisgreiðslur duga til að ná endum saman, þarf að stækka sameiginlega sjóði. Samfylkingin leggur til að efstu lög samfélagsins leggi meira til, með því að hrein eign yfir 200 milljónum hjá efsta prósenti samfélagins sé skattlögð. Skatturinn verður 15.000 kr. af hverri milljón umfram 200 milljónir — eitthvað sem ætti ekki að sliga stóreignafólk, en gæti gert gæfumuninn fyrir okkur sem eigum okkur engar gyllivonir um inngöngu í þetta eina prósent. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar, eins og ég skrifaði um á dögunum. Hvað sem fólk reynir að gera til að bæta stöðu sína og barna sinna, mætir því refsivöndur Tryggingastofnunnar. Lítið er um störf fyrir fatlað fólk, en ef þú nærð að finna þér vinnu mæta þér skerðingar. Ef þú hættir þér út á vinnumarkaðinn en það gengur ekki upp, til dæmis vegna heilsuleysis, þá færðu skerðingar af fullum þunga það sem eftir lifir árs og hefur engar launatekjur á móti. Það þarf ekki starfsgetumat og það þarf ekki að auka fjármálalæsi öryrkja. Það þarf að hækka lífeyrinn, taka af ósanngjarnar skerðingar, fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og auka sveigjanleika svo fólk geti prófað sig áfram á vinnumarkaði. Það eina sem þarf er vilji og virðing fyrir mannlegri reisn. Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Sjá meira
Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum. Ég þekki það sjálf að vera á örorkubótum — og þann ósegjanlega létti þegar ég komst á almennan vinnumarkað fyrir tveimur árum. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti í vikunni rannsókn um stöðu öryrkja sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nærri 8 af hverjum 10 eiga erfitt eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót. 40% svarenda segjast ekki geta séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum fatnaði og 34% ekki fyrir eins næringarríkum mat og þau telja börnin þurfa. Þá hefur talsverður hluti hópsins átt erfitt með að greiða fyrir tómstundir, leikskólagjöld og skólamáltíðir fyrir börnin sín. Við sem samfélag dæmum börn öryrkja til fátæktar. Þessi börn alast upp við skort á efnislegum gæðum og tækifærum sem önnur börn njóta, vegna þess hvernig stjórnvöld ákveða að skipta kökunni. Afleiðingarnar, sem eru meðal annars hætta á geðheilbrigðis- og fíknivanda, munu jafnvel marka þessi börn alla ævi og hafa auk þess neikvæð áhrif á samfélagið í heild. Dóminn hlutu foreldrar þeirra fyrir þann glæp einan að vera veik eða fötluð. Á meðan samfélagsmiðlar loga yfir framtíðarsýn um ímyndaða ekkju sem gæti sligast af tillögum Samfylkingarinnar um stóreignaskatt, fer lítið fyrir umræðu um fólkið sem þessar aðgerðir munu hjálpa. Til þess að bæta stöðu þeirra sem þurfa að láta lífeyrisgreiðslur duga til að ná endum saman, þarf að stækka sameiginlega sjóði. Samfylkingin leggur til að efstu lög samfélagsins leggi meira til, með því að hrein eign yfir 200 milljónum hjá efsta prósenti samfélagins sé skattlögð. Skatturinn verður 15.000 kr. af hverri milljón umfram 200 milljónir — eitthvað sem ætti ekki að sliga stóreignafólk, en gæti gert gæfumuninn fyrir okkur sem eigum okkur engar gyllivonir um inngöngu í þetta eina prósent. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar, eins og ég skrifaði um á dögunum. Hvað sem fólk reynir að gera til að bæta stöðu sína og barna sinna, mætir því refsivöndur Tryggingastofnunnar. Lítið er um störf fyrir fatlað fólk, en ef þú nærð að finna þér vinnu mæta þér skerðingar. Ef þú hættir þér út á vinnumarkaðinn en það gengur ekki upp, til dæmis vegna heilsuleysis, þá færðu skerðingar af fullum þunga það sem eftir lifir árs og hefur engar launatekjur á móti. Það þarf ekki starfsgetumat og það þarf ekki að auka fjármálalæsi öryrkja. Það þarf að hækka lífeyrinn, taka af ósanngjarnar skerðingar, fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og auka sveigjanleika svo fólk geti prófað sig áfram á vinnumarkaði. Það eina sem þarf er vilji og virðing fyrir mannlegri reisn. Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun