Samfylkingin í sókn Logi Einarsson skrifar 20. september 2021 11:01 Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn. Þennan meðbyr finnum við í Samfylkingunni líka; markmið okkar um að mynda aðra og betri ríkisstjórn virðist í sjónmáli samkvæmt síðustu könnunum. Almenningur getur ekki búið við sömu ríkisstjórn fjögur ár til viðbótar: Áframhaldandi sérhagsmunagæslu, veiðigjöld sem eru lægri en tóbaksgjöld og skattastefnu sem hyglar ríkasta fólksins í samfélaginu. Stefnuleysi og vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Þúsundir barnafjölskyldna eiga ekki að þurfa að vera í basli um hver einustu mánaðamót og öryrkjar og stórir hópar eldra fólks eiga ekki að búa áfram við sömu sultarkjörin næstu fjögur árin. Við eigum ekki að sætta okkur við að þjóðarviljinn sé áfram virtur að vettugi í stórum málum og harðneskja sýnd í málefnum fólks á flótta. Nú er komið að almenningi. Dauðafæri til að breyta Góðu fréttirnar eru að við erum í dauðafæri að breyta þessu öllu. Við getum kosið aðgerðir fyrir venjulegt fólk í daglegu basli við að veita börnum sínum betra líf. Kosið að hækka barnabætur og lækka skattbyrði barnafólks, öryrkja og eldra fólks með því að klípa örlítið af allra auðugasta fólkinu í samfélaginu. Kosið að koma böndum á brjálaðan húsnæðismarkað svo allir geti eignast öruggt heimili. Kosið að stytta biðlista og aðrar umbætur í heilbrigðismálum. Kosið alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Allt þetta er hægt. Ef þú kýst. Það skiptir máli með hverjum þú stjórnar En þá verður þú að leggjast á árar með okkur og kjósa Samfylkinguna. Þá skiptir mestu máli fyrir hverja er stjórnað. Og þá skiptir máli með hverjum er stjórnað. Það er sögulegt tækifæri til að mynda trausta og öfluga ríkisstjórn, án Sjálfstæðisflokksins, sem setur fjölskyldur í forgang og ræðst í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Höfnum fjórum árum til viðbótar af aðgerðaleysi og kyrrstöðu. Kjósum betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir. Kjósum Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Höfundur er formaður Samfyllkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Logi Einarsson Samfylkingin Norðausturkjördæmi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn. Þennan meðbyr finnum við í Samfylkingunni líka; markmið okkar um að mynda aðra og betri ríkisstjórn virðist í sjónmáli samkvæmt síðustu könnunum. Almenningur getur ekki búið við sömu ríkisstjórn fjögur ár til viðbótar: Áframhaldandi sérhagsmunagæslu, veiðigjöld sem eru lægri en tóbaksgjöld og skattastefnu sem hyglar ríkasta fólksins í samfélaginu. Stefnuleysi og vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Þúsundir barnafjölskyldna eiga ekki að þurfa að vera í basli um hver einustu mánaðamót og öryrkjar og stórir hópar eldra fólks eiga ekki að búa áfram við sömu sultarkjörin næstu fjögur árin. Við eigum ekki að sætta okkur við að þjóðarviljinn sé áfram virtur að vettugi í stórum málum og harðneskja sýnd í málefnum fólks á flótta. Nú er komið að almenningi. Dauðafæri til að breyta Góðu fréttirnar eru að við erum í dauðafæri að breyta þessu öllu. Við getum kosið aðgerðir fyrir venjulegt fólk í daglegu basli við að veita börnum sínum betra líf. Kosið að hækka barnabætur og lækka skattbyrði barnafólks, öryrkja og eldra fólks með því að klípa örlítið af allra auðugasta fólkinu í samfélaginu. Kosið að koma böndum á brjálaðan húsnæðismarkað svo allir geti eignast öruggt heimili. Kosið að stytta biðlista og aðrar umbætur í heilbrigðismálum. Kosið alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Allt þetta er hægt. Ef þú kýst. Það skiptir máli með hverjum þú stjórnar En þá verður þú að leggjast á árar með okkur og kjósa Samfylkinguna. Þá skiptir mestu máli fyrir hverja er stjórnað. Og þá skiptir máli með hverjum er stjórnað. Það er sögulegt tækifæri til að mynda trausta og öfluga ríkisstjórn, án Sjálfstæðisflokksins, sem setur fjölskyldur í forgang og ræðst í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Höfnum fjórum árum til viðbótar af aðgerðaleysi og kyrrstöðu. Kjósum betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir. Kjósum Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Höfundur er formaður Samfyllkingarinnar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun